Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Suður-Afríka næstríkasta land í heimi?

Hægt er að nota ýmsa mælikvarða til að leggja mat á það hve ríkt land er og því misjafnt eftir mælikvörðum hvaða lönd teljast ríkust. Því fer þó fjarri að Suður-Afríka geti talist meðal ríkustu landa í heimi, sama hvaða mælikvarði er notaður.

Frá Höfðaborg í Suður-Afríku.

Efnahagur Suður-Afríku stendur þokkalega miðað við nágrannalöndin en þau eru líka meðal fátækustu ríkja heims. Í samanburði við ríkustu löndin, til dæmis í Evrópu, er Suður-Afríka hins vegar fátækt land. Sem dæmi má nefna að svokölluð verg landsframleiðsla á mann í Suður-Afríku var árið 1999 ekki nema um það bil einn níundi þess sem hún var á Íslandi sama ár. Suður-Afríka á við ýmis mjög alvarleg vandamál að glíma svo sem mikla misskiptingu auðs og tekna og háa glæpatíðni. Þá er smit af HIV-veirunni mjög algengt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

17.4.2001

Spyrjandi

Daníel Guðbjartsson, f. 1990

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er Suður-Afríka næstríkasta land í heimi?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2001. Sótt 15. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1505.

Gylfi Magnússon. (2001, 17. apríl). Er Suður-Afríka næstríkasta land í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1505

Gylfi Magnússon. „Er Suður-Afríka næstríkasta land í heimi?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2001. Vefsíða. 15. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1505>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson

1974

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit.