Sólin Sólin Rís 11:10 • sest 15:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:48 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:07 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:10 • sest 15:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:48 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:07 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós, sem gjarna er sungið um áramót? Hef séð ýmsar misgóðar tillögur.

Þjóðkvæðið um Ólaf liljurós er sagnadans sem til er á Norðurlöndum í ýmsum útgáfum. Það segir frá Ólafi nokkrum sem er á ferð á hesti sínum. Í þekktustu íslensku gerðinni kemur hann að híbýlum álfa. Út koma fyrst þrjár álfkonur, sem hver um sig hefur eitthvert sérkenni, sú fyrsta var ekki Kristi kær, sú önnur hélt á silfurkönnu, sú þriðja hafði gullband um sig miðja. Það var hins vegar sú fjórða sem reyndi að tæla hann en án árangurs. Ólafur komst burt en dó skömmu síðar hjá móður sinni. Kvæðið er til í handritum frá 16. og 17. öld.

Sögnin að villa einhvern merkir ‘blekkja einhvern, leiða einhvern í villu’ en stilla hefur fleiri en eina merkingu. Sú sem hér skiptir máli er stilla einhvern ‘koma einhverjum í klípu, leika á einhvern’. Það var einmitt það sem álfarnir gerðu Ólafi liljurós.

Heimildir og mynd:
  • Um merkingar sagnanna sjá t.d. Íslensk orðabók. 2002. Edda, Reykjavík og Íslensk orðsifjabók. 1989. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Yfirlitsmynd: Málverk eftir danska málarann Agnes Slott-Møller af Ólafi liljurós: Picryl.com. (Sótt 5.01.2026).

Kvæðið um Ólaf liljurós má finna víða á netinu í mismunandi útgáfum, til dæmis á heimskringla.no og ismus.is

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.1.2026

Spyrjandi

Björn Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2026, sótt 7. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88044.

Guðrún Kvaran. (2026, 6. janúar). Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88044

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2026. Vefsíða. 7. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88044>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað merkir „villir hann, stillir hann“ í alþekktu kvæði um Ólaf liljurós, sem gjarna er sungið um áramót? Hef séð ýmsar misgóðar tillögur.

Þjóðkvæðið um Ólaf liljurós er sagnadans sem til er á Norðurlöndum í ýmsum útgáfum. Það segir frá Ólafi nokkrum sem er á ferð á hesti sínum. Í þekktustu íslensku gerðinni kemur hann að híbýlum álfa. Út koma fyrst þrjár álfkonur, sem hver um sig hefur eitthvert sérkenni, sú fyrsta var ekki Kristi kær, sú önnur hélt á silfurkönnu, sú þriðja hafði gullband um sig miðja. Það var hins vegar sú fjórða sem reyndi að tæla hann en án árangurs. Ólafur komst burt en dó skömmu síðar hjá móður sinni. Kvæðið er til í handritum frá 16. og 17. öld.

Sögnin að villa einhvern merkir ‘blekkja einhvern, leiða einhvern í villu’ en stilla hefur fleiri en eina merkingu. Sú sem hér skiptir máli er stilla einhvern ‘koma einhverjum í klípu, leika á einhvern’. Það var einmitt það sem álfarnir gerðu Ólafi liljurós.

Heimildir og mynd:
  • Um merkingar sagnanna sjá t.d. Íslensk orðabók. 2002. Edda, Reykjavík og Íslensk orðsifjabók. 1989. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Yfirlitsmynd: Málverk eftir danska málarann Agnes Slott-Møller af Ólafi liljurós: Picryl.com. (Sótt 5.01.2026).

Kvæðið um Ólaf liljurós má finna víða á netinu í mismunandi útgáfum, til dæmis á heimskringla.no og ismus.is...