Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 16:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:14 • Sest 11:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:17 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 20:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 16:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:14 • Sest 11:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:17 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 20:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert fóru geirfuglar þegar Geirfuglasker hvarf?

Már Jónsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni

Hvernig komst ófleygur geirfugl í ókleyfa Eldey?

Geirfuglasker undan Reykjanesi eyðilagðist í eldsumbrotum sem hófust 6. eða 7. mars 1830 og stóðu á annað ár: „sökk það alveg í sæ svo að nú sést ekkert í það, þó að sagt sé að stundum megi sjá öldur brotna á því“, hafði fuglafræðingurinn Alfred Newton eftir mönnum sumarið 1858.[1] Þeir fáu geirfuglar sem voru eftir á svæðinu leituðu í Eldey, sem danski fuglafræðingurinn Frederik Faber hafði lýst svo árið 1821: „Hún er hár og breiður, ókleifur klettur, þar sem eingöngu er Sula alba [súla]“ (65).

Snemma sumars 1830 fékk Brandur Guðmundsson bóndi í Kirkjuvogi þá hugmynd að fara í Eldey og hafði þó enginn heyrt af geirfugli þar áður. Í tveimur ferðum náðust 20 eða 21 fugl. Í fyrri ferðinni gengu allir skipverjarnir á land en bara fjórir í seinni ferðinni, því veðrið var verra. Árið eftir náðust 24 fuglar (82–83). Alfred Newton orðar það svo að eyjan sé „lóðrétt bjarg allan hringinn“, en stallur sé að norðaustanverðu sem „hallast upp frá sjónum og endar talsvert hærra upp við klettaveginn. Neðst við þessa hallandi klöpp er eini staðurinn þar sem er hægt að komast á land, og ofarlega, þar sem öldurnar ná ekki til, er svæðið sem geirfuglarnir helguðu sér“ (83). Stallur þessi, sem menn nefndu Undirlendið, sést greinilega á myndinni, og hefur geirfuglinn getað klöngrast í land eða látið ölduna bera sig.

Þegar Geirfuglasker undan Reykjanesi eyðilagðist í eldsumbrotum 1830 leituðu þeir fáu fuglar sem eftir voru í Eldey.

Þegar Geirfuglasker undan Reykjanesi eyðilagðist í eldsumbrotum 1830 leituðu þeir fáu fuglar sem eftir voru í Eldey.

Guðmundur Brandsson fór í Eldey með Vilhjálmi bróður sínum sumarið 1834 og lýsti aðstæðum í samtali við John Wolley og Alfred Newton 22. júní 1858: „They started in the evening and came to Eldey in the morning, were a short time on land, many went up. They caught Svartfugle on the rock and caught 100 in one take. The net might be 4 fathoms long. ... The Garefowls they got; they were close up to the cliff as in former years. The nearest hella. There is a kind of ridge and inside that a flat of some 8 fathoms wide and here are the Geirfugle. But they are visible sideways from the sea. One cannot see them as one gets near the rock.” Í þetta skipti náðust þrettán geirfuglar sem kaupmenn í Keflavík og Reykjavík keyptu, og þannig koll af kolli þangað til tveir hinir síðustu voru drepnir áratug síðar.

Tilvísun:
  1. ^ Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins, bls. 75.

Heimild:
  • Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins á Íslandi. Reykjavík: Höfundur 2021.

Myndir:

Höfundur

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

13.1.2026

Spyrjandi

Örn Johnson

Tilvísun

Már Jónsson. „Hvert fóru geirfuglar þegar Geirfuglasker hvarf?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2026, sótt 13. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88355.

Már Jónsson. (2026, 13. janúar). Hvert fóru geirfuglar þegar Geirfuglasker hvarf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88355

Már Jónsson. „Hvert fóru geirfuglar þegar Geirfuglasker hvarf?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2026. Vefsíða. 13. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88355>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert fóru geirfuglar þegar Geirfuglasker hvarf?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni

Hvernig komst ófleygur geirfugl í ókleyfa Eldey?

Geirfuglasker undan Reykjanesi eyðilagðist í eldsumbrotum sem hófust 6. eða 7. mars 1830 og stóðu á annað ár: „sökk það alveg í sæ svo að nú sést ekkert í það, þó að sagt sé að stundum megi sjá öldur brotna á því“, hafði fuglafræðingurinn Alfred Newton eftir mönnum sumarið 1858.[1] Þeir fáu geirfuglar sem voru eftir á svæðinu leituðu í Eldey, sem danski fuglafræðingurinn Frederik Faber hafði lýst svo árið 1821: „Hún er hár og breiður, ókleifur klettur, þar sem eingöngu er Sula alba [súla]“ (65).

Snemma sumars 1830 fékk Brandur Guðmundsson bóndi í Kirkjuvogi þá hugmynd að fara í Eldey og hafði þó enginn heyrt af geirfugli þar áður. Í tveimur ferðum náðust 20 eða 21 fugl. Í fyrri ferðinni gengu allir skipverjarnir á land en bara fjórir í seinni ferðinni, því veðrið var verra. Árið eftir náðust 24 fuglar (82–83). Alfred Newton orðar það svo að eyjan sé „lóðrétt bjarg allan hringinn“, en stallur sé að norðaustanverðu sem „hallast upp frá sjónum og endar talsvert hærra upp við klettaveginn. Neðst við þessa hallandi klöpp er eini staðurinn þar sem er hægt að komast á land, og ofarlega, þar sem öldurnar ná ekki til, er svæðið sem geirfuglarnir helguðu sér“ (83). Stallur þessi, sem menn nefndu Undirlendið, sést greinilega á myndinni, og hefur geirfuglinn getað klöngrast í land eða látið ölduna bera sig.

Þegar Geirfuglasker undan Reykjanesi eyðilagðist í eldsumbrotum 1830 leituðu þeir fáu fuglar sem eftir voru í Eldey.

Þegar Geirfuglasker undan Reykjanesi eyðilagðist í eldsumbrotum 1830 leituðu þeir fáu fuglar sem eftir voru í Eldey.

Guðmundur Brandsson fór í Eldey með Vilhjálmi bróður sínum sumarið 1834 og lýsti aðstæðum í samtali við John Wolley og Alfred Newton 22. júní 1858: „They started in the evening and came to Eldey in the morning, were a short time on land, many went up. They caught Svartfugle on the rock and caught 100 in one take. The net might be 4 fathoms long. ... The Garefowls they got; they were close up to the cliff as in former years. The nearest hella. There is a kind of ridge and inside that a flat of some 8 fathoms wide and here are the Geirfugle. But they are visible sideways from the sea. One cannot see them as one gets near the rock.” Í þetta skipti náðust þrettán geirfuglar sem kaupmenn í Keflavík og Reykjavík keyptu, og þannig koll af kolli þangað til tveir hinir síðustu voru drepnir áratug síðar.

Tilvísun:
  1. ^ Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins, bls. 75.

Heimild:
  • Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins á Íslandi. Reykjavík: Höfundur 2021.

Myndir:...