Sólin Sólin Rís 11:21 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:27 • Sest 04:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:15 • Síðdegis: 19:47 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:21 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:27 • Sest 04:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:15 • Síðdegis: 19:47 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar hafa bein geirfugla fundist á Íslandi?

Már Jónsson

Þann 24. apríl 1944 kom Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur að húsgrunni á Tjarnargötu 4 í miðbæ Reykjavíkur og lýsti atvikinu í dagbók sinni: „Meðan ég var þar að snuðra, fannst fuglsgoggur, neðri kjálki af stórvöxnum svartfugli, og fékk ég grun um, að það væri geirfugl. Verkamennirnir gáfu mér gogginn.“ Hann hringdi í Finn Guðmundsson fuglafræðing sem kom strax á vettvang og tók að sér athuganir. Talsvert fannst af fuglabeinum og eitthvað meira úr geirfugli.[1] Í blaðagrein 15. júní taldi Matthías Þórðarson þjóðminjavörður víst að minjarnar væru „frá fornöld“ og sagði um geirfuglsbeinin: „Nokkur bein úr geirfugli fundust einnig í þessu sorplagi, enda hefir geirfugl vafalaust verið veiddur mjög til matar fyrr á tímum, er hann var hér að líkindum víða“.[2]

Á Íslandi hafa geirfuglsbein aðeins fundist í Reykjavík og á Útskálum á Miðnesi.

Á Íslandi hafa geirfuglsbein aðeins fundist í Reykjavík og á Útskálum á Miðnesi.

Vart verður efast um veiðarnar en óvíst um mikla útbreiðslu fuglsins. Ekki færri en níu geirfuglsbein (af 54 fuglabeinum) fundust árin 2009–2010 við uppgröft í svonefndum Alþingisreit gegnt Tjarnargötu 4 og voru tímasett frá lokum 9. aldar til fyrstu ára 13. aldar. Engin geirfuglsbein voru í yngri uppgraftarlögum.[3] Í skála frá 10. og 11. öld við Lækjargötu fundust síðan tvö geirfuglsbein og að minnsta kosti fjögur líkleg, en engin við uppgröft í Aðalstræti 14–16. Utan Reykjavíkur hafa aðeins fundist geirfuglsbein á Útskálum á Miðnesi.[4]

Orri Vésteinsson hefur getið sér til að geirfugl kunni að hafa orpið í eyjum við Sundin blá og telur líklegt, vegna þess hve fuglinn var stór, að „geirfuglskjöt hafi verið mun stærra hlutfall af mataræði hinna fyrstu Reykvíkinga en beinahlutfallið segir til um“.[5] Það kemur vel til greina en þá hafa ekki liðið mörg ár þangað til fuglinn var flúinn á óaðgengilegri staði, svo bjargarlaus sem hann var ófleygur.

Tilvísanir:
  1. ^ Þorkell Grímsson og Þorleifur Einarsson, „Fornminjar í Reykjavík og aldursgreiningar“, bls. 81, 86.
  2. ^ Matthías Þórðarson, „Fundnar fornleifar í Reykjavík“, bls. 28.
  3. ^ Albína H. Pálsdóttir, Dýrabeinin frá Alþingisreit, bls. 13, 29–32, 46, 64, 78.
  4. ^ Megan T. Hicks, Faunal Evidence from Lækjargata in Reykjavík, bls. 4, 7, 10–11.
  5. ^ Orri Vésteinsson, „Lífsbaráttan – á hverju lifði fólk?“, bls. 98–99.

Heimildir:
  • Albína H. Pálsdóttir, Dýrabeinin frá Alþingisreit: Greining á dýrabeinum frá svæðum A, B og C. Skýrslur Íslenskra Fornleifarannsókna 2010.
  • Hicks, Megan T., Faunal Evidence from Lækjargata in Reykjavík. A preliminary report. Hunter College og Fornleifastofnun Íslands 2016.
  • Matthías Þórðarson, „Fundnar fornleifar í Reykjavík“, Vikan 23–24 (1944), bls. 22, 28.
  • Orri Vésteinsson, „Lífsbaráttan – á hverju lifði fólk?“, Reykjavík 871±2. Landnámssýningin. The settlement exhibition. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur 2006, bls. 98–107.
  • Þorkell Grímsson og Þorleifur Einarsson, „Fornminjar í Reykjavík og aldursgreiningar“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1969, bls. 80–97.

Myndir:

Höfundur

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

29.12.2026

Spyrjandi

Þorsteinn Jónsson

Tilvísun

Már Jónsson. „Hvar hafa bein geirfugla fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2026, sótt 29. desember 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88354.

Már Jónsson. (2026, 29. desember). Hvar hafa bein geirfugla fundist á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88354

Már Jónsson. „Hvar hafa bein geirfugla fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2026. Vefsíða. 29. des. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88354>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar hafa bein geirfugla fundist á Íslandi?
Þann 24. apríl 1944 kom Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur að húsgrunni á Tjarnargötu 4 í miðbæ Reykjavíkur og lýsti atvikinu í dagbók sinni: „Meðan ég var þar að snuðra, fannst fuglsgoggur, neðri kjálki af stórvöxnum svartfugli, og fékk ég grun um, að það væri geirfugl. Verkamennirnir gáfu mér gogginn.“ Hann hringdi í Finn Guðmundsson fuglafræðing sem kom strax á vettvang og tók að sér athuganir. Talsvert fannst af fuglabeinum og eitthvað meira úr geirfugli.[1] Í blaðagrein 15. júní taldi Matthías Þórðarson þjóðminjavörður víst að minjarnar væru „frá fornöld“ og sagði um geirfuglsbeinin: „Nokkur bein úr geirfugli fundust einnig í þessu sorplagi, enda hefir geirfugl vafalaust verið veiddur mjög til matar fyrr á tímum, er hann var hér að líkindum víða“.[2]

Á Íslandi hafa geirfuglsbein aðeins fundist í Reykjavík og á Útskálum á Miðnesi.

Á Íslandi hafa geirfuglsbein aðeins fundist í Reykjavík og á Útskálum á Miðnesi.

Vart verður efast um veiðarnar en óvíst um mikla útbreiðslu fuglsins. Ekki færri en níu geirfuglsbein (af 54 fuglabeinum) fundust árin 2009–2010 við uppgröft í svonefndum Alþingisreit gegnt Tjarnargötu 4 og voru tímasett frá lokum 9. aldar til fyrstu ára 13. aldar. Engin geirfuglsbein voru í yngri uppgraftarlögum.[3] Í skála frá 10. og 11. öld við Lækjargötu fundust síðan tvö geirfuglsbein og að minnsta kosti fjögur líkleg, en engin við uppgröft í Aðalstræti 14–16. Utan Reykjavíkur hafa aðeins fundist geirfuglsbein á Útskálum á Miðnesi.[4]

Orri Vésteinsson hefur getið sér til að geirfugl kunni að hafa orpið í eyjum við Sundin blá og telur líklegt, vegna þess hve fuglinn var stór, að „geirfuglskjöt hafi verið mun stærra hlutfall af mataræði hinna fyrstu Reykvíkinga en beinahlutfallið segir til um“.[5] Það kemur vel til greina en þá hafa ekki liðið mörg ár þangað til fuglinn var flúinn á óaðgengilegri staði, svo bjargarlaus sem hann var ófleygur.

Tilvísanir:
  1. ^ Þorkell Grímsson og Þorleifur Einarsson, „Fornminjar í Reykjavík og aldursgreiningar“, bls. 81, 86.
  2. ^ Matthías Þórðarson, „Fundnar fornleifar í Reykjavík“, bls. 28.
  3. ^ Albína H. Pálsdóttir, Dýrabeinin frá Alþingisreit, bls. 13, 29–32, 46, 64, 78.
  4. ^ Megan T. Hicks, Faunal Evidence from Lækjargata in Reykjavík, bls. 4, 7, 10–11.
  5. ^ Orri Vésteinsson, „Lífsbaráttan – á hverju lifði fólk?“, bls. 98–99.

Heimildir:
  • Albína H. Pálsdóttir, Dýrabeinin frá Alþingisreit: Greining á dýrabeinum frá svæðum A, B og C. Skýrslur Íslenskra Fornleifarannsókna 2010.
  • Hicks, Megan T., Faunal Evidence from Lækjargata in Reykjavík. A preliminary report. Hunter College og Fornleifastofnun Íslands 2016.
  • Matthías Þórðarson, „Fundnar fornleifar í Reykjavík“, Vikan 23–24 (1944), bls. 22, 28.
  • Orri Vésteinsson, „Lífsbaráttan – á hverju lifði fólk?“, Reykjavík 871±2. Landnámssýningin. The settlement exhibition. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur 2006, bls. 98–107.
  • Þorkell Grímsson og Þorleifur Einarsson, „Fornminjar í Reykjavík og aldursgreiningar“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1969, bls. 80–97.

Myndir:...