Gammur, grípur, gaukþjórr, gaukur, sviplækja,Nytja á geirfugli verður vart í máldögum frá síðari hluta 14. aldar sem segja til um að Maríukirkja í Kirkjuvogi í Höfnum eigi hálft Geirfuglasker og Péturskirkja á Kirkjubóli á Miðnesi fjórðunginn. Maríukirkja í Hvalsnesi átti aftur á móti ekki neitt.[2] Þetta getur ekki verið annað en Geirfuglasker sem liggur nærri 30 kílómetra austur af Reykjanesi.
grágás, heimgás, gagl og helsingur,
geirfugl, geitungur, gleða, doðrkvisa,
ari, nagur, arta, álft, már og haukur.[1]

Woxende kaart over en deel af den westlige kyst af Island fra Fugle Skiærene til Stikkelsholm eftir Hans Erik Minor, prentað 1778.
Flest sér þar um foldu kynna,Af þessu dró Árni Hjartarson nærtæka ályktun og leyfði sér hjartnæma hugleiðingu: „Í Kolbeinsey var geirfuglabyggð. Ekki er vitað hvenær hún lagðist af en samkvæmt heimildum var varp að mestu horfið úr eynni á 19. öld. Það má velta því fyrir sér hvort geirfuglinn hefði orðið langlífari sem tegund ef sjávarrofið hefði ekki eytt þessari afskekktustu fuglabyggð við Ísland. Ef til vill lifði hann þá enn í dag“.[6] Ólafur Ólavíus fór um Norðurland sumarið 1776 og getur þess að tíðkast hafi að fara í Kolbeinsey á vorin eftir dún og til að veiða seli og fugla „sem sagðir voru svo gæfir þar, að taka mátti þá með höndunum“.[7] Hann hefði getið geirfugla hefðu farið sögur af þeim. Gunnbjarnareyjar. Björn á Skarðsá segir í Grænlandsannál sínum frá um 1640 að Klemens bóndi á Látrum í Aðalvík hefði hálfri öld fyrr farið í enskt skip og sagt svo frá „að þeir hefði fraktað undir austurenda Gunnbjarnareyja, en ekki yfir séð stærð þeirra, og seinast hefði þeir með tvo báta farið at skeri nokkru og hlaðið bátinn annan með geirfugl.“ Hinn bátinn fylltu þeir af fiski. Eyjarnar sjást, segir Björn, í bestu sjávarsýn af Ritum við mynni Ísafjarðardjúps. Um Geirfuglasker suður af Reykjanesi segir hann það eitt að við hafsbrún undan því og Helguskeri „standi fuglaberg stór upp úr hafinu, hlaðin með súlufugl“.[8] Illu heilli eru Gunnbjarnareyjar ekki til, eins og Orri Vésteinsson hefur útskýrt á Vísindavefnum: Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru? Annálar greina frá þremur skipsköðum við Geirfuglasker út af Reykjanesi á 17. öld og tengjast tveir hinir fyrri veiðiferðum: Árið 1628. Séra Gísli Oddsson prestur í Holti undir Eyjafjöllum, síðar biskup, er nákvæmastur: „Miðvikudaginn næstan fyrir hvítasunnu lögðu tólf menn af stað í sjóferð til Geirfuglaskerja; fóru þeir á skipi Bjarnharðs Björnssonar úr Kirkjuvogi. Sker þessi eru afskekkt, sex rastir stórar eða tólf minni frá meginlandinu. Síðan hefur hvorki heyrzt neitt né sézt til manna þessara“.[9] Fregnin barst norður í Skagafjörð ef marka má Skarðsárannál: „Drukknun tólf manna með teinæring við Geirfuglasker“.[10] Sjávarborgarannáll nefnir annars ókunnan Eyjólf fót sem hafi drukknað með tólf mönnum er hann fór í Geirfuglasker og telja útgefendur það vera sótt í glataðan annál sem var tekinn saman í Grindavík.[11] Árið 1639. Skarðsárannáll er samtíðarheimild: „Fjögur skip fóru í Geirfuglasker af Suðurnesjum til aflafanga, um sumarið öndverðlega, forgengu tvö með öllum mönnum, hin komust að landi um síðir, með mikilli neyð, dó einn maður af öðru, er í land kom“.[12] Við þetta jók Sjávarborgarnnáll, enn eftir Grindavíkurannál: „Það voru fjórir tíæringar, lágu tíu dægur við skerin fyrir stormi“.[13] Fitjaannáll frá fyrstu árum 18. aldar jók nokkru við, en höfundur kann að hafa fært í stílinn: „Um vorið fóru fjórir teinæringar í Geirfuglasker, af Suðurnesjum, til aflafanga, og hrepptu norðanveður við skerið, lágu þar svo lengi, sem lægt var. Þá þeir sáu sér eigi lengur fært að liggja, tóku þeir til að róa eftir megni og sigla. Komust svo tvö skipin eftir mikið sjóvolk og hrakning upp á Reykjanes. Þeir voru yfirkomnir af hungri og þorsta, liðu mikla neyð; þeir voru í burtu ellefu dægur. Einn maður dó af öðru þessu skipi, þá hann kom í land, en hinir tveir teinæringarnir forgengu með öllum mönnum.“ Skipin sem komu aftur voru frá Grindavík og Hvalsnesi en þau sem fórust frá Stafnesi og Másbúðum.[14] Ætla má að önnur ár hafi ferðir út í Geirfuglasker tekist stórslysalaust, en líklegt að um eða eftir miðja öldina hafi þær lagst af. Árið 1695 brotnaði franskt fiskiskip við skerið og um eða yfir 40 skipverjar náðu landi á Miðnesi.[15] Við árið 1697 er í Fitjaannál álfasaga um mann sem var vetrarlangt í Geirfuglaskeri og tekið er fram að þar hafi fyrrum verið aflað fugls og eggja: „einnin nú á vorum dögum síðast Hvalsnespresturinn séra Hallkell Stefánsson“.[16] Hann þjónaði Hvalsnesi árin 1655–1693 og eftir honum er hafður vísupartur sem bendir fremur til þess að hann hafi hvorki farið í skerið sjálfur né sent þangað menn: „Ég get ekki gefið mig í Geirfuglasker, / eggið brýtur báran því brimið er“.[17] Um Hvalsnes segir svipað í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 3. september 1703, og er haft eftir séra Árna Þorleifssyni: „Fuglveiði og eggver ekkert nema ef sótt væri til Geirfuglaskers, sem presturinn þykist heyrt hafa kirkjunni eignað að nokkrum parti, en þangað er háskaför svo mikil að það hefur um langar stundir ekki farið verið, en meinast þó alfært ef ekki baggaði áræðis- og atorkuleysi“.[18]
fimmslags grjót um bjargið breitt,
langvíuna veiða og vinna,
vænan geirfugl höndla greitt,
eggjamagran fýling finna,
fást því ekki við hann neitt.

Geirfuglinn átti heimkynni víðar en við Ísland á sínum tíma. Mynd úr bókinni Birds of America (1827) eftir John James Audubon.
á tilteknum árstíma til að sækja egg þessa stórvaxna fugls. Þeir koma oft með hlaðinn áttæring úr ferðum þessum. Erfiðleikarnir og hætturnar við að sækja í Fuglasker stafa af því, að þessi stóru klettasker liggja 3–4 mílur undan landi og sum jafnvel fjær. Sjór er þar ókyrr og stórbrimótt, svo að mikil hætta er á, að báturinn brotni við klettana, ef hans er ekki vandlega gætt. Enda þótt ekki sé neitt lík mergð geirfugla og annarra sjófugla, er hann ekki sjaldgæfari en svo, að hann sést árlega og það oftsinnis, og að minnsta kosti sjá þeir hann sem sækja egg hans árlega út í skerin.[25]Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er Geirfuglaskeri lýst og aðkoman gerð enn örðugri:
Það er allstór eyja, en fremur lág og kleif að vestanverðu. ... Í Geirfuglaskeri er geirfugl (Pingviner) ... og er mikill fjöldi af honum. Geta þeir skriðið upp í skerið, af því að það er lágt. Sunnlendingar, sem hætta sér þangað í kyrrum sjó, veiða geirfuglinn stundum. Ekki er þó unnt að lenda við skerið, heldur verður einn af skipshöfninni að stökkva í land með taug, og þegar þeir fara þangað aftur, verður oft að draga hann í sjónum upp í bátinn.[26]Þeir félagar komu að Hvalsnesi 4. júní 1755 og hittu Guðna Sigurðsson sýslumann í Stafnesi, þá fertugan, sem hafði byggt litla skútu sem hann meðal annars notaði til að fara í Geirfuglasker eftir geirfugli: „Af denne meget feede fugl fangede de stoer mængde, ligeleedes af æggene, thi den er dumm og hverken veed at flye for manden, ikke heller er i stande der til effter som vingerne ere som sagt er meget lille og med fødderne kand den ikke hastig komme frem“.[27] Guðni mun hafa útvegað þeim bæði fugl og egg: „á árunum sem við dvöldumst í Viðey, hættu nokkrir bátar frá Suðurnesjum sér þangað. Hann er einn hinna sérkennilegustu fugla. ... Fuglinn er feitur og ketið af honum meyrt, og er hann því góður átu“.[28]

Teikning úr handritinu Lbs 44 fol., bl. 71r. Eintakið er nokkuð yngra afrit af frásögn Guðna og var hluti af handritasafni Steingríms Jónssonar biskups.

Á kort Björns Gunnlaugssonar frá 1844 er Geirfuglaskeri troðið inn í rammann og nafnið Hvalsbak sett í sviga.
- ^ The Skaldic Project.
- ^ Íslenzkt Fornbréfasafn III, bls. 221, 256; IV, bls. 103; sbr. VI, bls. 126–127; XII, bls. 664–665.
- ^ Annálar IV, bls. 45.
- ^ Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga I, bls. 193.
- ^ Oddur Einarsson, Íslandslýsing, bls. 106–107.
- ^ Árni Hjartarson, „Ferð Hvanndalabræðra til Kolbeinseyjar“, bls. 36; „Kolbeinseyjarvísur“, bls. 158.
- ^ Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II, bls. 34.
- ^ Ólafur Halldórsson, Grænland á miðöldum, bls. 59–60, 63.
- ^ Annálar V, bls. 531.
- ^ Annálar I, bls. 229.
- ^ Annálar IV, bls. 255.
- ^ Annálar I, bls. 256.
- ^ Annálar IV, bls. 274.
- ^ Annálar II, bls. 135–136.
- ^ Annálar II bls. 538; III, bls. 495.
- ^ Annálar II, bls. 329.
- ^ Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins, bls. 47.
- ^ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, bls. 44.
- ^ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, bls. 17.
- ^ Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II, bls. 155
- ^ Ferðadagbækur 1752–1757 og önnur gögn tengd Vísindafélaginu danska, bls. 387.
- ^ Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins, bls. 59.
- ^ Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands II, bls. 219.
- ^ Niels Horrebow, Frásagnir um Ísland, bls. 113.
- ^ Niels Horrebow, Frásagnir um Ísland, bls. 134–135.
- ^ Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II, bls. 153.
- ^ Ferðadagbækur 1752–1757 og önnur gögn tengd Vísindafélaginu danska, bls. 275.
- ^ Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II, bls. 229–230.
- ^ Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins, bls. 45.
- ^ Ferðadagbækur 1752–1757 og önnur gögn tengd Vísindafélaginu danska, bls. 423
- ^ Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II, bls. 86.
- ^ Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II, bls. 183; Oeconomisk reise, bls. 547.
- ^ Gísli Pálsson, Fuglinn sem gat ekki flogið, bls. 79–80, 103.
- ^ „Vitamál Austfirðinga“, Austurland 7. maí 1944, bls. 2.
- ^ Ævar Petersen, „Brot úr sögu geirfuglsins“, bls. 56.
- Cambridge University Library. MS Add. 9839/2/1–5. John Wolley 1858. Gare-Fowl Books. Handritadeild Landsbókasafns. Lbs 44 fol. Safnrit frá fyrri hluta 19. aldar.
- Albína H. Pálsdóttir, Dýrabeinin frá Alþingisreit: Greining á dýrabeinum frá svæðum A, B og C. Skýrslur Íslenskra Fornleifarannsókna 2010.
- Anderson, Johann, Frásagnir af Íslandi. Þýðendur Gunnar Þór Bjarnason og Már Jónsson. Reykjavík: Sögufélag 2013.
- Annálar 1400–1800. Átta bindi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1922–1988.
- Árni Hjartarson, „Ferð Hvanndalabræðra til Kolbeinseyjar“, Náttúrufræðingurinn 73 (2005), bls. 31–37.
- Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, Ferðadagbækur 1752–1757 og önnur gögn tengd Vísindafélaginu danska. Sigurjón Páll Ísaksson bjó til prentunar. Reykjavík 2017.
- Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Tvö bindi. Steindór Steindórsson þýddi. Endurskoðuð útgáfa. Reykjavík: Örn og Örlygur 1974.
- Gísli Pálsson, Fuglinn sem gat ekki flogið. Reykjavík: Forlagið 2020.
- Hicks, Megan T., Faunal Evidence from Lækjargata in Reykjavík. A preliminary report. Hunter College og Fornleifastofnun Íslands 2016.
- Horrebow, Niels, Frásagnir um Ísland. Þýðandi Steindór Steindórsson. Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1966.
- Íslenzkt fornbréfasafn. Sextán bindi. Kaupmannahöfn og Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1857–1972.
- Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þrettán bindi. Kaupmannahöfn og Reykjavík: Hið íslenska fræðafélag 1913–1990.
- „Kolbeinseyjarvísur“, Blanda I (1918–1920), bls. 149–162.
- Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir V. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986, bls. 263–265.
- Matthías Þórðarson, „Fundnar fornleifar í Reykjavík“, Vikan 23–24 (1944), bls. 22, 28.
- Oddur Einarsson, Íslandslýsing. Þýðandi Sveinn Pálsson. Reykjavík: Menningarsjóður 1971.
- Orri Vésteinsson, „Lífsbaráttan – á hverju lifði fólk?“, Reykjavík 871±2. Landnámssýningin. The settlement exhibition. Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur 2006, bls. 98–107.
- Ólafur Halldórsson, Grænland á miðöldum. Reykjavík: Sögufélag 1978.
- Ólafur Ólavíus, Oeconomisk reise igiennem de nordvestlige, nordlige og nordostlige Kanter af Island. Tvö bindi. Kaupmannahöfn 1780. – Ferðabók. Tvö bindi. Steindór Steindórsson þýddi. Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1965.
- Sigurjón Páll Ísaksson, Úr sögu geirfuglsins á Íslandi. Reykjavík: Höfundur 2021.
- Þorkell Grímsson og Þorleifur Einarsson, „Fornminjar í Reykjavík og aldursgreiningar“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1969, bls. 80–97.
- Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga. Fimm bindi. Önnur útgáfa. Reykjavík: Ormstunga 2003–2009.
- Ævar Petersen, „Brot úr sögu geirfuglsins“, Náttúrufræðingurinn 65 (1995), bls. 53–66.
- Bókavefur Landsbókasafns-Háskólabókasafns, bækur.is.
- Handritavefur Landsbókasafns-Háskólabókasafns og stofnana Árna Magnússonar, handrit.is.
- Íslandskortavefur Landsbókasafns-Háskólabókasafns, islandskort.is.
- The Skaldic Project, skaldic.org.
- Tímaritavefur Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is.
- Hans Eriks Minors. (1788). Woxende kaart over en deel af den westlige kyst af Island fra Fugle Skiærene til Stikkelsholm. Íslandskort.is. https://islandskort.is/map/123#?c=0&m=0&s=0&cv=0&r=0&xywh=2309%2C7971%2C3752%2C1587
- Great Auk from Birds of America (1827) by John James Audubon (1785 - 1851). Flickr. https://www.flickr.com/photos/vintage_illustration/27012276947
- Lýsing Geirfuglaskers fyrir Reykjanesi. Lbs 44 fol. Handrit.is. https://handrit.is/manuscript/view/is/Lbs02-0044/147
- Voxende kaart over den östlige kyst af Iisland fra Mulehavn i Hierads-Floin-Bugt til Ingolfs-Höfde-Huk. (1824). Íslandskort.is. https://islandskort.is/map/125#?c=0&m=0&s=0&cv=0&r=0&xywh=-10786%2C-926%2C31409%2C13288
- Björn Gunnlaugsson. (1844). Uppdráttr Íslands. Íslandskort.is. https://islandskort.is/map/7#?c=0&m=0&s=0&cv=9&r=0&xywh=10217%2C1921%2C3754%2C2057
Handrit
Prentuð rit
Vefir
Myndir:
