Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?

Sólveig Ólafsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir

Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör.

Svar 1

Við vitum það ekki fyrir víst.

Svar 2

Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld.

Svar 3

Eins og kemur fram í ágætu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið? var geirfuglinn líklega 5 kg að þyngd og aðalfæða hans voru þorskfiskar af ýmsu tagi og jafnvel allstórir. Talið er að geirfuglakjöt hafi verið einna líkast álku og þar með öðrum svartfuglum.

Eina þekkta teikningin af geirfugli sem er teiknuð eftir lifandi fugli. Ole Worm (1588-1654) teiknaði myndina.

Út frá mismunandi heimildum má ráða að jafnfeitur og matarmikill sjófugl hafi þótt herramannsmatur og af honum hafi verið kærkomin og mikil búdrýgindi sérstaklega þegar hann var veiddur snemma sumars þegar lítið annað var af matbjörg nema trosfiskur og súr- og saltmeti. Geirfuglakjötið þótti bæði meyrt og svo feitt að það var jafnvel notað sem eldsmatur þegar annað brást og er hreinlega erfitt til þess að hugsa í hvaða aðstæður skortur og allsleysi gat hrakið fólk.

Það stendur á endum að prentaðar matreiðslubækur (og þá einungis fyrir afar fámenna yfirstétt) taka að birtast á íslensku um það bil sem síðasta geirfuglinum var slátrað við landið eða rétt fyrir miðja 19. öld. Hann hafði hrakist undan veiðum manna út í eyjar og útsker á Norðurlöndunum allt frá steinöld og æ lengra eftir það sem aldir liðu. Ein sú allra ítarlegasta lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu. Þar segir meðal annars:

Svo er mikil mergð af svartfugli á þessu bjargi, að engin sjást skil á neinu. Til dæmis: Fyrst og neðst er skarn og egg til saman svo mikið, að menn vaða þetta samsull og troða ásamt fuglinum í miðjan legg og hnésbætur. Framan enn til dæmis: Fyrst leggst einn fugl á, svo annar ofan á hann, svo þriðji þar ofan á og jafnvel fjórði; blakta svo allir vængjunum og verður svo skerið allt í einu flugi, svo vel nótt sem dag.

Í sömu frásögn kemur fram að í fuglatekjum nærðust menn á sólþurrkuðum fugli og stropuðum eggjum til drykkjar.

Ein sú allra ítarlegasta lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.

Og svo er hægt að láta sig dreyma um pipraða geirfugla í höfðingjasósu á öðrum hvorum biskupsstólnum eða einhverju höfðingjasetri fyrir siðaskipti. Þá er hægt að leggja til grundvallar íslenskt afrit af þýsku handriti sem varðveitt er í Dublin á Írlandi. Þar gefur að líta nokkrar mjög svo framandi uppskriftir af mat og kryddblöndum úr múskati, negul, pipar og kanil og jafnvel kardimommum. Í uppskriftunum er talað um að sjóða og steikja hænsnfugla og dýfa svo í hinar og þessar kryddsósur. Þegar matreiðslumenn hafa tekið sig til og aðlagað uppskriftir þessar að nútímanum þá hafa orðið til „falskir geirfuglar“ þar sem einhver svartfuglinn er hafður í kryddsósunum í stað geirfugls.

Þar var á borðum:
pipraðir páfuglar,
saltaðir sjófiskar,
mimjam og timjam
og multum salve.

(Úr sögunni af Fertram og Ísól björtu.)

Heimildir og myndir:
  • Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757, Steindór Steindórsson þýddi, Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1974.
  • Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, Reykjavík: Mál og menning, 1999.
  • Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Einar Ól. Sveinsson tók saman, Reykjavík: Mál og menning, 1986.
  • Rauðskinna, 1. bindi, Safnað hefur Jón Thorarensen, Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja 1949.
  • Great auk - Wikipedia. Myndrétthafi er Ole Worm - Olaus Wormius. (Sótt 30.06.2017).

Höfundar

Sólveig Ólafsdóttir

sagnfræðingur

Guðrún Hallgrímsdóttir

matvælaverkfræðingur

Útgáfudagur

3.7.2017

Spyrjandi

Melkorka Sigríður

Tilvísun

Sólveig Ólafsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir . „Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2017, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9791.

Sólveig Ólafsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir . (2017, 3. júlí). Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9791

Sólveig Ólafsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir . „Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2017. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9791>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?
Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör.

Svar 1

Við vitum það ekki fyrir víst.

Svar 2

Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld.

Svar 3

Eins og kemur fram í ágætu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið? var geirfuglinn líklega 5 kg að þyngd og aðalfæða hans voru þorskfiskar af ýmsu tagi og jafnvel allstórir. Talið er að geirfuglakjöt hafi verið einna líkast álku og þar með öðrum svartfuglum.

Eina þekkta teikningin af geirfugli sem er teiknuð eftir lifandi fugli. Ole Worm (1588-1654) teiknaði myndina.

Út frá mismunandi heimildum má ráða að jafnfeitur og matarmikill sjófugl hafi þótt herramannsmatur og af honum hafi verið kærkomin og mikil búdrýgindi sérstaklega þegar hann var veiddur snemma sumars þegar lítið annað var af matbjörg nema trosfiskur og súr- og saltmeti. Geirfuglakjötið þótti bæði meyrt og svo feitt að það var jafnvel notað sem eldsmatur þegar annað brást og er hreinlega erfitt til þess að hugsa í hvaða aðstæður skortur og allsleysi gat hrakið fólk.

Það stendur á endum að prentaðar matreiðslubækur (og þá einungis fyrir afar fámenna yfirstétt) taka að birtast á íslensku um það bil sem síðasta geirfuglinum var slátrað við landið eða rétt fyrir miðja 19. öld. Hann hafði hrakist undan veiðum manna út í eyjar og útsker á Norðurlöndunum allt frá steinöld og æ lengra eftir það sem aldir liðu. Ein sú allra ítarlegasta lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu. Þar segir meðal annars:

Svo er mikil mergð af svartfugli á þessu bjargi, að engin sjást skil á neinu. Til dæmis: Fyrst og neðst er skarn og egg til saman svo mikið, að menn vaða þetta samsull og troða ásamt fuglinum í miðjan legg og hnésbætur. Framan enn til dæmis: Fyrst leggst einn fugl á, svo annar ofan á hann, svo þriðji þar ofan á og jafnvel fjórði; blakta svo allir vængjunum og verður svo skerið allt í einu flugi, svo vel nótt sem dag.

Í sömu frásögn kemur fram að í fuglatekjum nærðust menn á sólþurrkuðum fugli og stropuðum eggjum til drykkjar.

Ein sú allra ítarlegasta lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.

Og svo er hægt að láta sig dreyma um pipraða geirfugla í höfðingjasósu á öðrum hvorum biskupsstólnum eða einhverju höfðingjasetri fyrir siðaskipti. Þá er hægt að leggja til grundvallar íslenskt afrit af þýsku handriti sem varðveitt er í Dublin á Írlandi. Þar gefur að líta nokkrar mjög svo framandi uppskriftir af mat og kryddblöndum úr múskati, negul, pipar og kanil og jafnvel kardimommum. Í uppskriftunum er talað um að sjóða og steikja hænsnfugla og dýfa svo í hinar og þessar kryddsósur. Þegar matreiðslumenn hafa tekið sig til og aðlagað uppskriftir þessar að nútímanum þá hafa orðið til „falskir geirfuglar“ þar sem einhver svartfuglinn er hafður í kryddsósunum í stað geirfugls.

Þar var á borðum:
pipraðir páfuglar,
saltaðir sjófiskar,
mimjam og timjam
og multum salve.

(Úr sögunni af Fertram og Ísól björtu.)

Heimildir og myndir:
  • Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757, Steindór Steindórsson þýddi, Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1974.
  • Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, Reykjavík: Mál og menning, 1999.
  • Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Einar Ól. Sveinsson tók saman, Reykjavík: Mál og menning, 1986.
  • Rauðskinna, 1. bindi, Safnað hefur Jón Thorarensen, Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja 1949.
  • Great auk - Wikipedia. Myndrétthafi er Ole Worm - Olaus Wormius. (Sótt 30.06.2017).

...