Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri?

Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einhverju eða eitt eintak. Séu einstaklingarnir, stykkin eða eintökin fleiri en eitt er notuð fleirtala. Dæmi: kennari (et.) – kennarar (ft.), snúður (et.) – snúðar (ft.), bók (et.) – bækur (ft.), barn (et.) – börn (ft.).

Í málinu eru einnig orð sem einungis eru notuð í eintölu og önnur sem einungis eru notuð í fleirtölu. Þau orð sem einungis eru notuð í fleirtölu eins og buxur, dyr, herðar, mjaltir, skæri og ýmis fleiri þarf að læra sérstaklega. Enga reglu er unnt að benda á sem skýrir hvers vegna þetta er svona. Ekki er sagt: *Ég á eina buxu eða *Mér er illt í herðinni.

Orðið buxur er aðeins til í fleirtölu. Ekki er sagt: *Ég á eina buxu.

Auðveldara er að eiga við þau orð sem einungis eru notuð í eintölu. Þar er stundum um að ræða svokölluð safnheiti, það er orð sem tákna fjölda af einhverju, eitthvað sem ekki er teljanlegt eins og fólk, fjöldi, mergð, verð, verðlaun. Reyndar sést orðið verð æ oftar í fleirtölu þótt til skammst tíma hafi verið amast við slíkri notkun, til dæmis „Skór á ýmsum verðum.“ Þarna segir máltilfinningin fólki að verð sé teljanlegt, það er upphæðirnar sem um ræðir.

Orð sem eru heiti á efnum eins og brons, hveiti, gull, kaffi, mjólk, sandur, silfur, sykur, vatn eru notuð í eintölu. Ekki er sagt: *Ég ætla að fá tvær mjólkir, *Ég ætla að fá tvö hveiti.

Oftast stýrir merking því að orð sé einungis notað í eintölu, til dæmis „réttu mér vatnið“ (þá er átt við vatn í glasi eða könnu). Ekki er sagt *ég ætla að fá tvö vötn, ef átt er við tvö glös af vatni. En vatn í merkingunni 'stöðuvatn’ er hins vegar notað bæði í eintölu og fleirtölu, til dæmis „Það eru mörg vötn á Arnarvatnsheiði“, og eins er sandur notað í fleirtölu ef átt er við ákveðin flæmi, til dæmis „Farið er að græða upp sandana á Suðurlandi.“ Oft heyrist: „Ég ætla að fá tvo kaffi“ þótt kaffi sé hvorugkynsorð. Þar er ekki verið að nota kaffi í fleirtölu heldur er orðið bolli undanskilið, það er „Ég ætla að fá tvo (bolla af) kaffi.“ Þegar gull og silfur eru notuð í fleirtölu er sama á ferðinni og um kaffið hér ofar. Orðið verðlaun er undanskilið, það er „Hún vann tvö gull(verðlaun) og þrjú silfur(verðlaun).“

Enn önnur orð tákna eitthvað óhlutkennt eins og ánægja, ástúð, gleði, kæti. Ekki er sagt: *Það ríktu miklar ánægjur á fundinum.

Þetta eru nokkrar þumalfingursreglur sem gott er að tileinka sér og leggja á minnið það sem erfiðara reynist.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.7.2014

Spyrjandi

Gummi Ingi

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2014. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13769.

Guðrún Kvaran. (2014, 16. júlí). Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13769

Guðrún Kvaran. „Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2014. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13769>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri?

Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einhverju eða eitt eintak. Séu einstaklingarnir, stykkin eða eintökin fleiri en eitt er notuð fleirtala. Dæmi: kennari (et.) – kennarar (ft.), snúður (et.) – snúðar (ft.), bók (et.) – bækur (ft.), barn (et.) – börn (ft.).

Í málinu eru einnig orð sem einungis eru notuð í eintölu og önnur sem einungis eru notuð í fleirtölu. Þau orð sem einungis eru notuð í fleirtölu eins og buxur, dyr, herðar, mjaltir, skæri og ýmis fleiri þarf að læra sérstaklega. Enga reglu er unnt að benda á sem skýrir hvers vegna þetta er svona. Ekki er sagt: *Ég á eina buxu eða *Mér er illt í herðinni.

Orðið buxur er aðeins til í fleirtölu. Ekki er sagt: *Ég á eina buxu.

Auðveldara er að eiga við þau orð sem einungis eru notuð í eintölu. Þar er stundum um að ræða svokölluð safnheiti, það er orð sem tákna fjölda af einhverju, eitthvað sem ekki er teljanlegt eins og fólk, fjöldi, mergð, verð, verðlaun. Reyndar sést orðið verð æ oftar í fleirtölu þótt til skammst tíma hafi verið amast við slíkri notkun, til dæmis „Skór á ýmsum verðum.“ Þarna segir máltilfinningin fólki að verð sé teljanlegt, það er upphæðirnar sem um ræðir.

Orð sem eru heiti á efnum eins og brons, hveiti, gull, kaffi, mjólk, sandur, silfur, sykur, vatn eru notuð í eintölu. Ekki er sagt: *Ég ætla að fá tvær mjólkir, *Ég ætla að fá tvö hveiti.

Oftast stýrir merking því að orð sé einungis notað í eintölu, til dæmis „réttu mér vatnið“ (þá er átt við vatn í glasi eða könnu). Ekki er sagt *ég ætla að fá tvö vötn, ef átt er við tvö glös af vatni. En vatn í merkingunni 'stöðuvatn’ er hins vegar notað bæði í eintölu og fleirtölu, til dæmis „Það eru mörg vötn á Arnarvatnsheiði“, og eins er sandur notað í fleirtölu ef átt er við ákveðin flæmi, til dæmis „Farið er að græða upp sandana á Suðurlandi.“ Oft heyrist: „Ég ætla að fá tvo kaffi“ þótt kaffi sé hvorugkynsorð. Þar er ekki verið að nota kaffi í fleirtölu heldur er orðið bolli undanskilið, það er „Ég ætla að fá tvo (bolla af) kaffi.“ Þegar gull og silfur eru notuð í fleirtölu er sama á ferðinni og um kaffið hér ofar. Orðið verðlaun er undanskilið, það er „Hún vann tvö gull(verðlaun) og þrjú silfur(verðlaun).“

Enn önnur orð tákna eitthvað óhlutkennt eins og ánægja, ástúð, gleði, kæti. Ekki er sagt: *Það ríktu miklar ánægjur á fundinum.

Þetta eru nokkrar þumalfingursreglur sem gott er að tileinka sér og leggja á minnið það sem erfiðara reynist.

Mynd:

...