Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði.

Rannsóknir Kesöru undanfarin 36 ár, frá því hún flutti til Íslands, hafa að mestu snúist um erfðafræði íslenskra plantna og hefur hún gert ýmsar uppgötvanir á því sviði, í samvinnu við nemendur og samstarfsaðila bæði innan- og utanlands.

Rannsóknir Kesöru undanfarin 36 ár, frá því hún flutti til Íslands, hafa að mestu snúist um erfðafræði íslenskra plantna.

Kesara hefur meðal annars rannsakað erfðafræðilega eiginleika íslensks birkis. Íslenskt birki er oftast kræklótt og er það vegna kynblöndunar við fjalldrapa. Genaflæði á milli birkis og fjalldrapa, sem gerist á Íslandi og víða í Norður-Evrópu, er talið vera þróunarfræðilegur kostur fyrir tegundirnar til að geta lifað af umhverfisbreytingar, sérstaklega þær sem hafa átt sér stað á manntíma. Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir undir umsjón Kesöru hafa leitt í ljós að íslenskt birki hefur mismunandi uppruna þar sem birki í skóglöndum Austur- og Norðausturlands virðist hafa eldri uppruna en birki á vestur- og suðvestursvæðum landsins. Bæjarstaðarbirki er síðan frábrugðið öllum hinum birkistofnum. Kesara hefur rannsakað aðrar trjátegundir, þar á meðal brekkuvíði og tunguvíði sem eru ekki tegundablendingar eins og sumir hafa talið heldur náttúruleg afbrigði gulvíðis. Hún hefur einnig skoðað erfðabreytileika íslenskrar blæaspar, alaskaaspar og einis.

Undanfarin tíu ár hefur Kesara rannsakað erfðalandfræði og landnám blómplantna í Surtsey, bæði landnám fyrstu tegunda sem átti sér stað sjóleiðis, eins og fjöruarfa og melgresis, og landnám tegunda sem dreifast með fuglum, svo sem túnvinguls og krækilyngs. Fjöruarfi í Surtsey einkennist af miklum erfðabreytileika innan eyjarinnar, líklegast vegna mismunandi uppruna utan frá, vegna aðlögunar að nýju og breytilegu búsvæði og sökum ungs aldurs Surtseyjar. Melgresi í Surtsey (sem óvænt reyndist upprunnið er frá suðurströnd Íslands en ekki frá Heimaey) hefur til viðbótar blandast og þróast mjög hratt í eynni.

Melhveiti í útiræktunartilraun í Gunnarsholti, sumarið 2007.

Kesara hefur unnið að þróun nýrrar korntegundar til brauðgerðar sem hún nefnir „melhveiti“. Melhveiti (Triticoleymus) er manngerð blendingstegund sem mynduð er með víxlfrjóvgun milli melgresis og hveitis. Erfðamengi þessara stofna samanstendur að tveimur þriðju hlutum úr hveiti og einum þriðja melgresi. Kesara hefur þróað nokkra einæra stofna melhveitis sem tilbúnir eru til tilraunaræktunar. Vonir standa til að melhveitismjöl geti bætt bragð, áferð og næringargildi hveitibrauðs.

Erfðamengi melhveitis samanstendur að tveimur þriðju hlutum úr hveiti (28 grænir litningar) og einum þriðja melgresis (14 rauðir litingar). Á myndinni sjást litningarnir flúrljómaðir. Aðferð til að flúrljóma litninga var þróuð af Kesöru í doktorsnámi sínu í Cambridge.

Kesara fæddist 1951 í Bangkok, Taílandi. Hún lauk B.Sc.Hon.-prófi í grasafræði frá Chulalongkorn-háskóla í Bangkok árið 1973. Hún hlaut gullheiðursmerki frá taílenska konunginum, Bhumibol Adulyadej, fyrir að hafa útskrifast með hæstu einkunn frá háskólanum. Kesara hlaut Fulbright-styrk til að stunda þriggja ára meistaranám í grasafræði við University of Kansas í Bandaríkjunum og lauk þaðan MA-prófi árið 1979. Árið 1992 lauk Kesara doktorsprófi í plöntuerfðafræði frá Cambridge-háskóla í Bretlandi.

Kesara hóf akademísk störf sem lektor og síðar dósent við Chulalongkorn-háskóla í Taílandi en fluttist til Íslands árið 1981. Sem kveðjugjöf frá Taílandi var hún sæmd „æðstu orðu hins hvíta fíls“ (จัตุรถาภรณ์ช้างเผือก). Eftir komuna til Íslands starfaði Kesara fyrst við Rannsóknastofnun Landbúnaðarins á Keldnaholti en frá árinu 1996 hefur hún starfað við Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Mynd af Kesöru: © Kristinn Ingvarsson.
  • Mynd af melgresi: Sæmundur Sveinsson.
  • Mynd af erfðamengi melgresis: Úr safni KAJ.

Útgáfudagur

23.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75347.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75347

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75347>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði.

Rannsóknir Kesöru undanfarin 36 ár, frá því hún flutti til Íslands, hafa að mestu snúist um erfðafræði íslenskra plantna og hefur hún gert ýmsar uppgötvanir á því sviði, í samvinnu við nemendur og samstarfsaðila bæði innan- og utanlands.

Rannsóknir Kesöru undanfarin 36 ár, frá því hún flutti til Íslands, hafa að mestu snúist um erfðafræði íslenskra plantna.

Kesara hefur meðal annars rannsakað erfðafræðilega eiginleika íslensks birkis. Íslenskt birki er oftast kræklótt og er það vegna kynblöndunar við fjalldrapa. Genaflæði á milli birkis og fjalldrapa, sem gerist á Íslandi og víða í Norður-Evrópu, er talið vera þróunarfræðilegur kostur fyrir tegundirnar til að geta lifað af umhverfisbreytingar, sérstaklega þær sem hafa átt sér stað á manntíma. Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir undir umsjón Kesöru hafa leitt í ljós að íslenskt birki hefur mismunandi uppruna þar sem birki í skóglöndum Austur- og Norðausturlands virðist hafa eldri uppruna en birki á vestur- og suðvestursvæðum landsins. Bæjarstaðarbirki er síðan frábrugðið öllum hinum birkistofnum. Kesara hefur rannsakað aðrar trjátegundir, þar á meðal brekkuvíði og tunguvíði sem eru ekki tegundablendingar eins og sumir hafa talið heldur náttúruleg afbrigði gulvíðis. Hún hefur einnig skoðað erfðabreytileika íslenskrar blæaspar, alaskaaspar og einis.

Undanfarin tíu ár hefur Kesara rannsakað erfðalandfræði og landnám blómplantna í Surtsey, bæði landnám fyrstu tegunda sem átti sér stað sjóleiðis, eins og fjöruarfa og melgresis, og landnám tegunda sem dreifast með fuglum, svo sem túnvinguls og krækilyngs. Fjöruarfi í Surtsey einkennist af miklum erfðabreytileika innan eyjarinnar, líklegast vegna mismunandi uppruna utan frá, vegna aðlögunar að nýju og breytilegu búsvæði og sökum ungs aldurs Surtseyjar. Melgresi í Surtsey (sem óvænt reyndist upprunnið er frá suðurströnd Íslands en ekki frá Heimaey) hefur til viðbótar blandast og þróast mjög hratt í eynni.

Melhveiti í útiræktunartilraun í Gunnarsholti, sumarið 2007.

Kesara hefur unnið að þróun nýrrar korntegundar til brauðgerðar sem hún nefnir „melhveiti“. Melhveiti (Triticoleymus) er manngerð blendingstegund sem mynduð er með víxlfrjóvgun milli melgresis og hveitis. Erfðamengi þessara stofna samanstendur að tveimur þriðju hlutum úr hveiti og einum þriðja melgresi. Kesara hefur þróað nokkra einæra stofna melhveitis sem tilbúnir eru til tilraunaræktunar. Vonir standa til að melhveitismjöl geti bætt bragð, áferð og næringargildi hveitibrauðs.

Erfðamengi melhveitis samanstendur að tveimur þriðju hlutum úr hveiti (28 grænir litningar) og einum þriðja melgresis (14 rauðir litingar). Á myndinni sjást litningarnir flúrljómaðir. Aðferð til að flúrljóma litninga var þróuð af Kesöru í doktorsnámi sínu í Cambridge.

Kesara fæddist 1951 í Bangkok, Taílandi. Hún lauk B.Sc.Hon.-prófi í grasafræði frá Chulalongkorn-háskóla í Bangkok árið 1973. Hún hlaut gullheiðursmerki frá taílenska konunginum, Bhumibol Adulyadej, fyrir að hafa útskrifast með hæstu einkunn frá háskólanum. Kesara hlaut Fulbright-styrk til að stunda þriggja ára meistaranám í grasafræði við University of Kansas í Bandaríkjunum og lauk þaðan MA-prófi árið 1979. Árið 1992 lauk Kesara doktorsprófi í plöntuerfðafræði frá Cambridge-háskóla í Bretlandi.

Kesara hóf akademísk störf sem lektor og síðar dósent við Chulalongkorn-háskóla í Taílandi en fluttist til Íslands árið 1981. Sem kveðjugjöf frá Taílandi var hún sæmd „æðstu orðu hins hvíta fíls“ (จัตุรถาภรณ์ช้างเผือก). Eftir komuna til Íslands starfaði Kesara fyrst við Rannsóknastofnun Landbúnaðarins á Keldnaholti en frá árinu 1996 hefur hún starfað við Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Mynd af Kesöru: © Kristinn Ingvarsson.
  • Mynd af melgresi: Sæmundur Sveinsson.
  • Mynd af erfðamengi melgresis: Úr safni KAJ.

...