Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 114 svör fundust

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?

Upprunalega Spurningin hljóðaði svona: Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt. Sker í Rifgirðingum ...

Nánar

Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?

Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...

Nánar

Hvað er sniðill?

Sniðill er (bein) lína (line, straight line) sem sker annan feril (curve), til dæmis hring (circle), samanber línuna gegnum punktana A og B á myndinni. Sniðill er þýðing á erlenda stærðfræðiorðinu secant sem er komið úr latínu og merkir eiginlega 'sá sem sker'. Orðið sniðill hefur verið notað í íslensku stærðfræði...

Nánar

Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?

Þormóðssker er á Faxaflóa út af Mýrum. Nafn þess er nefnt í Landnámabók og þar er skerið kennt við Þormóð þræl Ketils gufu og samkvæmt því frá landnámstíð (Íslenzk fornrit I, bls. 168-169). Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í skerjaklasa. Það er um 200 m á lengd, tæpir 100 m á breidd og 11 m á hæð yfir sj...

Nánar

Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?

Heilaköngull er oft sagður minnsta líffæri mannsins. Hann er fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Heilaköngull kallast svo því hann líkist furuköngli í laginu og er hann aðeins um 8-10 mm að lengd. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyta hormóninu melatóníni en það hefur áhrif á svokallaðan l...

Nánar

Hvað eru margar eyjar í Breiðafirði?

Í svari Björns Einars Björnssonar og Gunnars Dofra Ólafssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Innan til, þar sem hann er grynnri og mjórri, eru nær óteljandi eyjar, um það bil 2700-2800 með einhverjum gróðri sem þrífst á landi, og auk þess fjöldamörg sker og boðar.Ekki þótti öllum það svar nægjanlegt og því ...

Nánar

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eð...

Nánar

Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur. Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum e...

Nánar

Gáta: Hvernig má finna hvaða kúla er ekki jafnþung og hinar?

Við höfum tólf billjarðskúlur sem allar líta nákvæmlega eins út. Ellefu þeirra eru jafn þungar en ein sker sig úr. Sú er annað hvort léttari eða þyngri en hinar. Hvernig má finna út með ókvarðaðri jafnvægisvog hvaða kúla hefur aðra þyngd en hinar ásamt því að segja til um hvort hún sé léttari eða þyngri, ef við...

Nánar

Er orðið ógnanir til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...

Nánar

Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi. Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta e...

Nánar

Fleiri niðurstöður