Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?

Nanna Kristjánsdóttir

Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta:

Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem er gagnkynhneigt. Gagnkynhneigðarhyggja getur birst hjá einstaklingum, stofnunum og samfélögum. Meðal þess sem einkennir gagnkynhneigðarhyggju er að gagnkynhneigð og gagnkynhneigt fólk er álitið virðingarverðara en fólk sem ekki er gagnkynhneigt. Afleiðing hennar er meðvituð eða ómeðvituð kerfisbundin andúð í garð fólks sem ekki er gagnkynhneigt. Gagnkynhneigðarhyggja getur líka birst í því að gert er ráð fyrir að allt fólk sé gagnkynhneigt. Slíkar ályktanir ýta undir jaðarsetningu fólks með aðrar kynhneigðir. Þar sem gagnkynhneigðarhyggja er ríkjandi eru völd og yfirráð, þar með talið skilgreiningarvald, gagnkynhneigðra álitin sjálfsögð.

Þau sem ekki eru gagnkynhneigð geta til dæmis verið samkynhneigð, tvíkynhneigð, eikynhneigð, eða pan. Gagnkynhneigðarhyggja hefur þó ekki aðeins áhrif á fólk sem er ekki gagnkynhneigt, heldur allt hinsegin fólk. Gagnkynhneigðarhyggja á sér óteljandi birtingarmyndir, hvort sem um ræðir almenna orðræðu í samfélaginu, fjölmiðla eða trúarbrögð, dægurtónlist, bíómyndir og annað skemmtiefni, leikföng barna, kennsluefni eða auglýsingar, og svona mætti lengi telja. Hún getur meðal annars birst í formi skilningsleysis gagnkynhneigðs fólks á veruleika hinsegin einstaklinga, óþægilegum spurningum og gagnkynhneigðri orðræðu.

Stjörnuparið Barbie og Ken. Ætli þau séu gagnkynhneigð, eða eru þau kannski pan?

Í rannsókn sem gerð var árið 2014 á upplifun hinsegin starfsfólks á vinnustöðum Reykjavíkurborgar voru dregnar fram fjórar algengar birtingarmyndir gagnkynhneigðarhyggju sem voru ríkjandi á vinnustöðunum. Í fyrsta lagi var nefnt að hinsegin einstaklingar þurfi að koma út úr skápnum í vinnunni, að tilkynna kynhneigð sína með einum eða öðrum hætti. Það að gert sé ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður þangað til að hann tilkynni um annað er afgerandi birtingarmynd gagnkynhneigðarhyggju. Það aftur á móti ekki algengt að fólk tilkynni samstarfsfólki sínu að það sé gagnkynhneigt, því það þykir vera „normið.“

Annað einkenni gagnkynhneigðarhyggju er það að hinsegin einstaklingur sé gerður að málsvara hinsegin fólks, sem viðkomandi kærir sig ef til vill ekki um. Hinsegin einstaklingar hafa lýst því að þegar málefni hinsegin fólks beri á góma verði það hlutverk þeirra að svara fyrir eða rökstyðja skoðanir annars hinsegin fólks. Þannig er litið á hinsegin fólk sem einsleita heild og tilvist þeirra eitthvað sem þurfi að færa rök fyrir, í stað þess að vera viðtekin á sama máta og tilvist gagnkynhneigðra.

Áberandi einkenni gagnkynhneigðarhyggju eru athugasemdir og spurningar sem þau sem ekki eru gagnkynhneigð þurfa að sitja undir. Í áðurnefndri rannsókn segir:

Hversu margt gagnkynhneigt fólk hefur fengið spurninguna: Hvenær komst þú að því að þú værir gagnkynhneigð(ur)? Eru gagnkynhneigðir spurðir að því hvernig börn þeirra hafa orðið til? Hvernig það og makar þeirra fara að því að stunda kynlíf? Er fólk einhvern tímann að velta fyrir sér hvernig kynfærin á sís fólki [þeim sem ekki eru trans] líta út, eða hvernig þau virka?

Það að það þyki sjálfsagt að spyrja hinsegin einstaklinga að spurningum sem ekki þykir eðlilegt að spyrja gagnkynhneigða eða sís-manneskju að er dæmi um gagnkynhneigðarhyggju.

Loks má nefna að hinsegin fólk finnur oft fyrir því að gagnkynhneigðu fólki þyki óþægilegt eða forðist að ræða við það um einkalíf þeirra, vegna þess að það er hinsegin. Þessi skortur á umræðu eða þöggun er ekki síður skaðleg en of ágengar spurningar og athugasemdir, þar sem hún virkar einangrandi á hinsegin einstaklinga og gefur til kynna að það að vera ekki gagnkynhneigður eða hinsegin á annan máta sé á einhvern hátt skammarlegt eða óæskilegt.

Heimildir:
  • Freyja Barkardóttir. „Við erum alltaf gay. Ekki bara þegar hinum hentar.“ Reynsla og upplifun hinsegin starfsfólks hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík: Reykjavíkurborg, Mannréttindaskrifstofa, 2014.
  • Gagnkynhneigðarhyggja. Hinsegin frá Ö til A. (Sótt 16. ágúst 2021.)

Mynd:


Höfundur þakkar starfsfólki Samtakanna '78 fyrir yfirlestur og ábendingar.

Höfundur

Útgáfudagur

7.10.2021

Spyrjandi

Einar Erlendsson

Tilvísun

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?“ Vísindavefurinn, 7. október 2021. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61818.

Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 7. október). Hvað er gagnkynhneigðarhyggja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61818

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2021. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61818>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?
Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta:

Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem er gagnkynhneigt. Gagnkynhneigðarhyggja getur birst hjá einstaklingum, stofnunum og samfélögum. Meðal þess sem einkennir gagnkynhneigðarhyggju er að gagnkynhneigð og gagnkynhneigt fólk er álitið virðingarverðara en fólk sem ekki er gagnkynhneigt. Afleiðing hennar er meðvituð eða ómeðvituð kerfisbundin andúð í garð fólks sem ekki er gagnkynhneigt. Gagnkynhneigðarhyggja getur líka birst í því að gert er ráð fyrir að allt fólk sé gagnkynhneigt. Slíkar ályktanir ýta undir jaðarsetningu fólks með aðrar kynhneigðir. Þar sem gagnkynhneigðarhyggja er ríkjandi eru völd og yfirráð, þar með talið skilgreiningarvald, gagnkynhneigðra álitin sjálfsögð.

Þau sem ekki eru gagnkynhneigð geta til dæmis verið samkynhneigð, tvíkynhneigð, eikynhneigð, eða pan. Gagnkynhneigðarhyggja hefur þó ekki aðeins áhrif á fólk sem er ekki gagnkynhneigt, heldur allt hinsegin fólk. Gagnkynhneigðarhyggja á sér óteljandi birtingarmyndir, hvort sem um ræðir almenna orðræðu í samfélaginu, fjölmiðla eða trúarbrögð, dægurtónlist, bíómyndir og annað skemmtiefni, leikföng barna, kennsluefni eða auglýsingar, og svona mætti lengi telja. Hún getur meðal annars birst í formi skilningsleysis gagnkynhneigðs fólks á veruleika hinsegin einstaklinga, óþægilegum spurningum og gagnkynhneigðri orðræðu.

Stjörnuparið Barbie og Ken. Ætli þau séu gagnkynhneigð, eða eru þau kannski pan?

Í rannsókn sem gerð var árið 2014 á upplifun hinsegin starfsfólks á vinnustöðum Reykjavíkurborgar voru dregnar fram fjórar algengar birtingarmyndir gagnkynhneigðarhyggju sem voru ríkjandi á vinnustöðunum. Í fyrsta lagi var nefnt að hinsegin einstaklingar þurfi að koma út úr skápnum í vinnunni, að tilkynna kynhneigð sína með einum eða öðrum hætti. Það að gert sé ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður þangað til að hann tilkynni um annað er afgerandi birtingarmynd gagnkynhneigðarhyggju. Það aftur á móti ekki algengt að fólk tilkynni samstarfsfólki sínu að það sé gagnkynhneigt, því það þykir vera „normið.“

Annað einkenni gagnkynhneigðarhyggju er það að hinsegin einstaklingur sé gerður að málsvara hinsegin fólks, sem viðkomandi kærir sig ef til vill ekki um. Hinsegin einstaklingar hafa lýst því að þegar málefni hinsegin fólks beri á góma verði það hlutverk þeirra að svara fyrir eða rökstyðja skoðanir annars hinsegin fólks. Þannig er litið á hinsegin fólk sem einsleita heild og tilvist þeirra eitthvað sem þurfi að færa rök fyrir, í stað þess að vera viðtekin á sama máta og tilvist gagnkynhneigðra.

Áberandi einkenni gagnkynhneigðarhyggju eru athugasemdir og spurningar sem þau sem ekki eru gagnkynhneigð þurfa að sitja undir. Í áðurnefndri rannsókn segir:

Hversu margt gagnkynhneigt fólk hefur fengið spurninguna: Hvenær komst þú að því að þú værir gagnkynhneigð(ur)? Eru gagnkynhneigðir spurðir að því hvernig börn þeirra hafa orðið til? Hvernig það og makar þeirra fara að því að stunda kynlíf? Er fólk einhvern tímann að velta fyrir sér hvernig kynfærin á sís fólki [þeim sem ekki eru trans] líta út, eða hvernig þau virka?

Það að það þyki sjálfsagt að spyrja hinsegin einstaklinga að spurningum sem ekki þykir eðlilegt að spyrja gagnkynhneigða eða sís-manneskju að er dæmi um gagnkynhneigðarhyggju.

Loks má nefna að hinsegin fólk finnur oft fyrir því að gagnkynhneigðu fólki þyki óþægilegt eða forðist að ræða við það um einkalíf þeirra, vegna þess að það er hinsegin. Þessi skortur á umræðu eða þöggun er ekki síður skaðleg en of ágengar spurningar og athugasemdir, þar sem hún virkar einangrandi á hinsegin einstaklinga og gefur til kynna að það að vera ekki gagnkynhneigður eða hinsegin á annan máta sé á einhvern hátt skammarlegt eða óæskilegt.

Heimildir:
  • Freyja Barkardóttir. „Við erum alltaf gay. Ekki bara þegar hinum hentar.“ Reynsla og upplifun hinsegin starfsfólks hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík: Reykjavíkurborg, Mannréttindaskrifstofa, 2014.
  • Gagnkynhneigðarhyggja. Hinsegin frá Ö til A. (Sótt 16. ágúst 2021.)

Mynd:


Höfundur þakkar starfsfólki Samtakanna '78 fyrir yfirlestur og ábendingar....