Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection. The Metaphysical System of Leibniz and Wolff, um sameiginleg stef í hugsun þýsku heimspekinganna Gottfrieds Leibniz (1646–1716) og Christians Wolff (1679–1754).

Doktorsritgerð Henrys fjallaði um sameiginleg stef í hugsun Gottfrieds Leibniz og Christians Wolff sem hér sést á mynd.

Í heimspeki nýaldar, sem er tímabilið frá um 1635 til 1795, hefur Henry lagt áherslu á þá heimspekinga sem tilheyra svokallaðri rökhyggjuhefð. Hann hafnar hins vegar því að sú nafngift og flokkun, sem er í eðli sínu þekkingarfræðileg, eigi við um þessa heimspekinga og hefur því lagt meiri áherslu á að greina frumspekilegar áherslur sem finna má í verkum þeirra. Ein leið til að greina og flokka hugsun þeirra er til dæmis að skoða nánar hvort þessar áherslur séu undir ríkari áhrifum úr hugsun Platons eða Aristótelesar. Henry hefur notað markhyggju og margs konar skilning á náttúruhugtakinu til að varpa ljósi á þessi áhrif.

Síðustu ár hefur Henry einbeitt sér að rannsóknum, kennslu og vinnu á sviði siðfræði og gagnrýninnar hugsunar. Hann skrifaði árið 2014 með Páli Skúlasyni bókina Hugleiðingar um gagnrýna hugsun. Gildi hennar og gagnsemi, en í bókinni leitast þeir við að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þessarar gerð hugsunar og hvetja til markvissari umræðna um eðli og tilgang hennar. Sem sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur Henry einnig skoðað hagnýtingu siðfræði í samfélagsumræðu og tilteknum málaflokkum. Hann hefur til dæmis setið í Vísindasiðanefnd, Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands, Siðanefnd Háskóla Íslands, Fagráði um velferð dýra og Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags.

Hin síðari ár hefur Henry sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun.

Henry Alexander fæddist í Reykjavík árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá fornmálabraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1993 og B.A.-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann varð fyrstur til að ljúka meistaraprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1999 og var M.A.-ritgerð hans gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi sama ár. Titill bókarinnar er Frumspeki og óendanleiki í verkum Skúla Thorlaciusar. Íslensk heimspeki á 18. öld. Doktorsritgerð sína skrifaði Henry undir leiðsögn Johns Cottingham við Háskólann í Reading. Ritgerðina varði hann sumarið 2007 og hefur hann síðan stundað rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

26.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2018. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75341.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75341

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2018. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75341>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?
Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection. The Metaphysical System of Leibniz and Wolff, um sameiginleg stef í hugsun þýsku heimspekinganna Gottfrieds Leibniz (1646–1716) og Christians Wolff (1679–1754).

Doktorsritgerð Henrys fjallaði um sameiginleg stef í hugsun Gottfrieds Leibniz og Christians Wolff sem hér sést á mynd.

Í heimspeki nýaldar, sem er tímabilið frá um 1635 til 1795, hefur Henry lagt áherslu á þá heimspekinga sem tilheyra svokallaðri rökhyggjuhefð. Hann hafnar hins vegar því að sú nafngift og flokkun, sem er í eðli sínu þekkingarfræðileg, eigi við um þessa heimspekinga og hefur því lagt meiri áherslu á að greina frumspekilegar áherslur sem finna má í verkum þeirra. Ein leið til að greina og flokka hugsun þeirra er til dæmis að skoða nánar hvort þessar áherslur séu undir ríkari áhrifum úr hugsun Platons eða Aristótelesar. Henry hefur notað markhyggju og margs konar skilning á náttúruhugtakinu til að varpa ljósi á þessi áhrif.

Síðustu ár hefur Henry einbeitt sér að rannsóknum, kennslu og vinnu á sviði siðfræði og gagnrýninnar hugsunar. Hann skrifaði árið 2014 með Páli Skúlasyni bókina Hugleiðingar um gagnrýna hugsun. Gildi hennar og gagnsemi, en í bókinni leitast þeir við að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þessarar gerð hugsunar og hvetja til markvissari umræðna um eðli og tilgang hennar. Sem sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur Henry einnig skoðað hagnýtingu siðfræði í samfélagsumræðu og tilteknum málaflokkum. Hann hefur til dæmis setið í Vísindasiðanefnd, Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands, Siðanefnd Háskóla Íslands, Fagráði um velferð dýra og Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags.

Hin síðari ár hefur Henry sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun.

Henry Alexander fæddist í Reykjavík árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá fornmálabraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1993 og B.A.-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann varð fyrstur til að ljúka meistaraprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1999 og var M.A.-ritgerð hans gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi sama ár. Titill bókarinnar er Frumspeki og óendanleiki í verkum Skúla Thorlaciusar. Íslensk heimspeki á 18. öld. Doktorsritgerð sína skrifaði Henry undir leiðsögn Johns Cottingham við Háskólann í Reading. Ritgerðina varði hann sumarið 2007 og hefur hann síðan stundað rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands.

Mynd:

...