Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sókratísk kaldhæðni?

Henry Alexander Henrysson

Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum:

Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari starfsemi sinni líkti hann við ljósmóðurstarf móður sinnar. En með henni var hann í raun og veru að skapa nýja kennsluaðferð, og hefur engin betri verið fundin enn í dag.1

Ljósmóðurlíkingin á að sýna fram á hvernig þekking getur orðið til hjá viðmælanda án þess að honum séu gefnar þær forsendur sem liggja þekkingunni til grundvallar. Kennarinn (Sókrates) hjálpar viðmælandanum til að komast að niðurstöðu án þess að gefa niðurstöðuna í skyn og með því að láta eins og að hann sjálfur viti ekki svarið eða hafi ekki nauðsynleg rök á hraðbergi. Kennarinn spyr samt leiðandi spurninga og það er með því að svara þeim sem nemandinn öðlast þekkingu.

Forsendur þessarar kennsluaðferðar Sókratesar eru býsna fjölbreyttar og snerta meðal annars þá miklu kenningu sem er frummyndakenning Platons. Aðrar forsendur eru ekki eins frumspekilegar. Þar má meðal annars nefna að Sókrates átti bágt með að telja sig öðrum mönnum vitrari. Véfréttin í Delfí hafði sagt að Sókrates væri vitrastur allra en hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara vegna þess að hann væri meðvitaður um eigin vanþekkingu.2 Þetta yfirlætisleysi ásamt því að gera sem minnst úr eigin skoðunum, mælsku og röksnilld hefur verið kallað „sókratísk kaldhæðni“.

Sókrates á dauðastundinni umkringdur lærisveinum og vinum.

Sú „hæðni“ sem hér er vísað til er annars eðlis en sú kaldhæðni sem við þekkjum í samtímanum. Sókrates var ekki að hæðast að viðmælendum sínum heldur hjálpa þeim. Kaldhæðni nú um stundir gæti til dæmis falið í sér að hrósa nemenda eða viðmælenda fyrir að vera á augljósum villigötum í leit sinni að réttu svari. „Þú ert nú meiri snillingurinn!“ er dæmi um kaldhæðni ef viðkomandi er það augljóslega ekki. Og sú aðferð að nota fávísi sem yfirskyn til að láta annað fólk koma upp um sig er heldur ekki í anda Sókratesar. Það eru dæmi um að aðalsöguhetjurnar í vinsælum sjónvarpsþáttum hafa brugðið fyrir sig þeirri aðferð til að fletta ofan af misyndisfólki. Matlock og Columbo koma upp í hugann.

Sókratísk kaldhæðni getur hins vegar verið öflug kennslutækni ef henni er beitt rétt. En hún er umdeild aðferð og vissulega varasöm. Það sem er jákvætt við hana er hvernig nemandinn er virkari þátttakandi í kennslunni. Markmiðið er að nemandinn öðlist þekkingu en ekki að þekkingin sé matreidd ofan í hann. Nemandinn ber um leið meiri ábyrgð á eigin námi þegar hann ætlast ekki til að honum sé færð þekking á silfurfati. Þetta er leið sem tryggir að nemandinn öðlist sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

Hins vegar gleymist oft að aðferðin hentaði Sókratesi vegna persónuleika og þekkingar hans sjálfs. Þessi aðferð nýtist ekki öllum kennurum og getur haft öfug áhrif. Í fyrsta lagi þarf kennarinn að hafa fengið góða þjálfun í að spyrja leiðandi spurninga. Það er oft hætt við að útkoman verði ekki alltaf sú er stefnt var að. Í öðru lagi má ekki freistast til að bera fyrir sig vanþekkingu til að forðast að svara erfiðum spurningum. Siðferðileg álitamál eru til dæmis ekki alltaf best rædd undir yfirskyni þekkingar- og skoðanaleysis. Í þriðja lagi getur aðferðin orsakað falskt sjálfsöryggi hjá nemendum sem erfitt getur reynst að vinda ofan af. Að lokum má nefna að nemendur verða að venjast mjög skýrum ramma um slíka kennslu. Gruni þá að kennara sé í raun sama hvert samræðan leiðir er hætt við að hið yfirlýsta þekkingarleysi verði að staðreynd í hugum nemenda. Niðurstaða samræðu þar sem nemandi veit að lokum minna en þegar lagt var af stað væri mjög kaldhæðnisleg.

Tilvísanir:

  • 1 Platon Síðustu dagar Sókratesar, inngangur og þýðing Sigurður Nordal (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990) bls. 17.
  • 2 Sama rit, bls. 36.

Mynd:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

23.11.2012

Spyrjandi

Þórunn Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hvað er sókratísk kaldhæðni?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2012, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58490.

Henry Alexander Henrysson. (2012, 23. nóvember). Hvað er sókratísk kaldhæðni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58490

Henry Alexander Henrysson. „Hvað er sókratísk kaldhæðni?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2012. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58490>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sókratísk kaldhæðni?
Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum:

Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari starfsemi sinni líkti hann við ljósmóðurstarf móður sinnar. En með henni var hann í raun og veru að skapa nýja kennsluaðferð, og hefur engin betri verið fundin enn í dag.1

Ljósmóðurlíkingin á að sýna fram á hvernig þekking getur orðið til hjá viðmælanda án þess að honum séu gefnar þær forsendur sem liggja þekkingunni til grundvallar. Kennarinn (Sókrates) hjálpar viðmælandanum til að komast að niðurstöðu án þess að gefa niðurstöðuna í skyn og með því að láta eins og að hann sjálfur viti ekki svarið eða hafi ekki nauðsynleg rök á hraðbergi. Kennarinn spyr samt leiðandi spurninga og það er með því að svara þeim sem nemandinn öðlast þekkingu.

Forsendur þessarar kennsluaðferðar Sókratesar eru býsna fjölbreyttar og snerta meðal annars þá miklu kenningu sem er frummyndakenning Platons. Aðrar forsendur eru ekki eins frumspekilegar. Þar má meðal annars nefna að Sókrates átti bágt með að telja sig öðrum mönnum vitrari. Véfréttin í Delfí hafði sagt að Sókrates væri vitrastur allra en hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara vegna þess að hann væri meðvitaður um eigin vanþekkingu.2 Þetta yfirlætisleysi ásamt því að gera sem minnst úr eigin skoðunum, mælsku og röksnilld hefur verið kallað „sókratísk kaldhæðni“.

Sókrates á dauðastundinni umkringdur lærisveinum og vinum.

Sú „hæðni“ sem hér er vísað til er annars eðlis en sú kaldhæðni sem við þekkjum í samtímanum. Sókrates var ekki að hæðast að viðmælendum sínum heldur hjálpa þeim. Kaldhæðni nú um stundir gæti til dæmis falið í sér að hrósa nemenda eða viðmælenda fyrir að vera á augljósum villigötum í leit sinni að réttu svari. „Þú ert nú meiri snillingurinn!“ er dæmi um kaldhæðni ef viðkomandi er það augljóslega ekki. Og sú aðferð að nota fávísi sem yfirskyn til að láta annað fólk koma upp um sig er heldur ekki í anda Sókratesar. Það eru dæmi um að aðalsöguhetjurnar í vinsælum sjónvarpsþáttum hafa brugðið fyrir sig þeirri aðferð til að fletta ofan af misyndisfólki. Matlock og Columbo koma upp í hugann.

Sókratísk kaldhæðni getur hins vegar verið öflug kennslutækni ef henni er beitt rétt. En hún er umdeild aðferð og vissulega varasöm. Það sem er jákvætt við hana er hvernig nemandinn er virkari þátttakandi í kennslunni. Markmiðið er að nemandinn öðlist þekkingu en ekki að þekkingin sé matreidd ofan í hann. Nemandinn ber um leið meiri ábyrgð á eigin námi þegar hann ætlast ekki til að honum sé færð þekking á silfurfati. Þetta er leið sem tryggir að nemandinn öðlist sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

Hins vegar gleymist oft að aðferðin hentaði Sókratesi vegna persónuleika og þekkingar hans sjálfs. Þessi aðferð nýtist ekki öllum kennurum og getur haft öfug áhrif. Í fyrsta lagi þarf kennarinn að hafa fengið góða þjálfun í að spyrja leiðandi spurninga. Það er oft hætt við að útkoman verði ekki alltaf sú er stefnt var að. Í öðru lagi má ekki freistast til að bera fyrir sig vanþekkingu til að forðast að svara erfiðum spurningum. Siðferðileg álitamál eru til dæmis ekki alltaf best rædd undir yfirskyni þekkingar- og skoðanaleysis. Í þriðja lagi getur aðferðin orsakað falskt sjálfsöryggi hjá nemendum sem erfitt getur reynst að vinda ofan af. Að lokum má nefna að nemendur verða að venjast mjög skýrum ramma um slíka kennslu. Gruni þá að kennara sé í raun sama hvert samræðan leiðir er hætt við að hið yfirlýsta þekkingarleysi verði að staðreynd í hugum nemenda. Niðurstaða samræðu þar sem nemandi veit að lokum minna en þegar lagt var af stað væri mjög kaldhæðnisleg.

Tilvísanir:

  • 1 Platon Síðustu dagar Sókratesar, inngangur og þýðing Sigurður Nordal (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990) bls. 17.
  • 2 Sama rit, bls. 36.

Mynd:

...