Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík

Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld.

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi:
Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks.

kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt:
Séra Sigurðr hefir með þessu fyrirtæki kastað til vor hanzkanum og skorað oss á hólm.

Bæði orðasamböndin eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er til dæmis sagt jemandem den (Fehde)handschuh hinwerfen (Fehde = illdeilur, Handschuh = hanski, hinwerfen = kasta til) en einnig den (Fehde)handschuh aufheben (aufheben = taka upp).

Að kasta hanskanum fyrir fætur einhvers jafngilti að skora viðkomandi á hólm.

Í ensku er annars vegar sagt throw down the glove en hins vegar take up the glove. Líkingin er tekin frá hólmgöngu. Ef einhver skorar annan á hólm kastar hann hanskanum fyrir fætur þess sem hann á sökótt við og taki sá hanskann upp eða annar í hans stað hefur hann samþykkt áskorunina.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.9.2021

Spyrjandi

Aðalsteinn Sigmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 29. september 2021. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82420.

Guðrún Kvaran. (2021, 29. september). Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82420

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2021. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82420>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir „að taka upp hanskann fyrir einhvern“ og hvaðan kemur það?
Orðatiltækið að taka upp hanskann fyrir einhvern merkir ‘taka málsstað einhvers, aðstoða einhvern’ þekkist frá miðri 19. öld.

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi:
Tíminn tekur upp hanzkann fyrir formann síns flokks.

kasta hanskanum er annað orðatiltæki úr sömu átt:
Séra Sigurðr hefir með þessu fyrirtæki kastað til vor hanzkanum og skorað oss á hólm.

Bæði orðasamböndin eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er til dæmis sagt jemandem den (Fehde)handschuh hinwerfen (Fehde = illdeilur, Handschuh = hanski, hinwerfen = kasta til) en einnig den (Fehde)handschuh aufheben (aufheben = taka upp).

Að kasta hanskanum fyrir fætur einhvers jafngilti að skora viðkomandi á hólm.

Í ensku er annars vegar sagt throw down the glove en hins vegar take up the glove. Líkingin er tekin frá hólmgöngu. Ef einhver skorar annan á hólm kastar hann hanskanum fyrir fætur þess sem hann á sökótt við og taki sá hanskann upp eða annar í hans stað hefur hann samþykkt áskorunina.

Heimildir og mynd:...