Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda.

Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera úthrópaðir sem hættulegar mannætur, hafa margir áttað sig á því að fiskveiðar manna eru hættulegri hákörlum en hákarlar eru mannfólki. En hvernig er unnt að rekja hreyfingar og fylgjast með dreifingu stórra hákarla sem synda hratt þegar þeir eru djúpt niðri í hafi? Rannsóknateymi Steve, sem samanstendur af framhaldsnemum og reyndum vísindamönnum, hefur náð miklum árangri við að rekja hreyfingar stórra hákarla með notkun merkja með gervihnattasendi sem skrá dýpt, hitastig vatnsins og staðsetningu hákarlsins, og senda svo upplýsingarnar til gervitungls á sporbaugi án þess að það þurfi að fanga hákarlinn aftur eftir að hann hefur verið merktur. Fyrsta uppgötvun fæðingarstöðva hámeri og dagleg köfun þeirra á milli yfirborðs sjávar niður á meira en eins kílómetra dýpi eru meðal óvæntra niðurstaðna þessara mælinga.

Steven Campana býr sig undir að koma hámeri aftur í sjóinn eftir að hafa sett á hana merki með gervihnattasendi (e. satellite tag) sem liggur á þilfarinu bundið við hákarlinn. Slangan í munninum leiðir sjó til hákarlsins svo hann geti „andað“ á meðan hann er á þilfarinu.

Fyrir smærri fiska eins og þorsk þarf að nota annars konar aðferðir. Kvarnir eða eyrnavölur finnast í hausum allra fiska utan hákarla. Þetta eru hvítir steinar með perluáferð sem eru á stærð við grænar baunir og „fljóta“ fyrir neðan heilann inni í hauskúpu fisksins. Kvarnir eru steinar, ekki bein, og þeir mynda vaxtarhring fyrir hvert ár sem fiskurinn lifir, nákvæmlega eins og vaxtarhringir trjáa. Þessir hringir eru því notaðir til þess að ákvarða aldur og vaxtarhraða fisksins. Með því að rannsaka efnasamsetningu mismunandi hringja í kvörninni geta vísindamenn jafnframt borið kennsl á mismunandi fiskistofna sömu tegundar og jafnvel reiknað út hitastig vatnsins sem fiskurinn hafðist við í. Rannsóknarstofa Steve hefur haft þýðingarmikið hlutverk við þróun þessara og svipaðra aðferða sem hafa verið notaðar á rannsóknastofum tengdum fiskiðnaði um allan heim.

Steven Campana útskrifaðist með BS-gráðu í líffræði og efnafræði frá Dalhousie-háskóla í Kanada árið 1977 og lauk doktorsgráðu í fiskifræði frá háskólanum í Bresku Kólumbíu í Kanada 1983. Steve vann í 32 ár sem vísindamaður við Bedford Institute of Oceanography í Kanada, þar sem hann stjórnaði bæði Rannsóknastofu fiskikvarna (e. Otolith Research Laboratory) og Kanadísku hákarlarannsóknastofunni (e. Canadian Shark Research Laboratory). Steve hóf störf sem prófessor við Háskóla Íslands árið 2015.

Mynd:
  • Úr safni SC.

Útgáfudagur

14.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?“ Vísindavefurinn, 14. september 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76316.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76316

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76316>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda.

Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera úthrópaðir sem hættulegar mannætur, hafa margir áttað sig á því að fiskveiðar manna eru hættulegri hákörlum en hákarlar eru mannfólki. En hvernig er unnt að rekja hreyfingar og fylgjast með dreifingu stórra hákarla sem synda hratt þegar þeir eru djúpt niðri í hafi? Rannsóknateymi Steve, sem samanstendur af framhaldsnemum og reyndum vísindamönnum, hefur náð miklum árangri við að rekja hreyfingar stórra hákarla með notkun merkja með gervihnattasendi sem skrá dýpt, hitastig vatnsins og staðsetningu hákarlsins, og senda svo upplýsingarnar til gervitungls á sporbaugi án þess að það þurfi að fanga hákarlinn aftur eftir að hann hefur verið merktur. Fyrsta uppgötvun fæðingarstöðva hámeri og dagleg köfun þeirra á milli yfirborðs sjávar niður á meira en eins kílómetra dýpi eru meðal óvæntra niðurstaðna þessara mælinga.

Steven Campana býr sig undir að koma hámeri aftur í sjóinn eftir að hafa sett á hana merki með gervihnattasendi (e. satellite tag) sem liggur á þilfarinu bundið við hákarlinn. Slangan í munninum leiðir sjó til hákarlsins svo hann geti „andað“ á meðan hann er á þilfarinu.

Fyrir smærri fiska eins og þorsk þarf að nota annars konar aðferðir. Kvarnir eða eyrnavölur finnast í hausum allra fiska utan hákarla. Þetta eru hvítir steinar með perluáferð sem eru á stærð við grænar baunir og „fljóta“ fyrir neðan heilann inni í hauskúpu fisksins. Kvarnir eru steinar, ekki bein, og þeir mynda vaxtarhring fyrir hvert ár sem fiskurinn lifir, nákvæmlega eins og vaxtarhringir trjáa. Þessir hringir eru því notaðir til þess að ákvarða aldur og vaxtarhraða fisksins. Með því að rannsaka efnasamsetningu mismunandi hringja í kvörninni geta vísindamenn jafnframt borið kennsl á mismunandi fiskistofna sömu tegundar og jafnvel reiknað út hitastig vatnsins sem fiskurinn hafðist við í. Rannsóknarstofa Steve hefur haft þýðingarmikið hlutverk við þróun þessara og svipaðra aðferða sem hafa verið notaðar á rannsóknastofum tengdum fiskiðnaði um allan heim.

Steven Campana útskrifaðist með BS-gráðu í líffræði og efnafræði frá Dalhousie-háskóla í Kanada árið 1977 og lauk doktorsgráðu í fiskifræði frá háskólanum í Bresku Kólumbíu í Kanada 1983. Steve vann í 32 ár sem vísindamaður við Bedford Institute of Oceanography í Kanada, þar sem hann stjórnaði bæði Rannsóknastofu fiskikvarna (e. Otolith Research Laboratory) og Kanadísku hákarlarannsóknastofunni (e. Canadian Shark Research Laboratory). Steve hóf störf sem prófessor við Háskóla Íslands árið 2015.

Mynd:
  • Úr safni SC.

...