Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í félagslegri sálfræði en rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.

Áhugi Huldu á stjórnmálasálfræði kviknaði þegar hún var nýflutt til New York borgar þann 11. september 2001 og varð vitni að því hvernig árásirnar og eftirmáli þeirra hafði djúpstæð áhrif á stjórnmálaafstöðu fólks og jafnframt hvernig stjórnmálamenn nýttu sér aðstæðurnar sem þá sköpuðust. Allar götur síðan hafa rannsóknir Huldu lotið að sálfræðilegum forspárþáttum stjórnmálaafstöðu.

Rannsóknir Huldu eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.

Í doktorsverkefni sínu leitaðist Hulda við að skilja áhrif tímabundins ótta og kvíða á stjórnmálaskoðanir. Hún hefur einnig skoðað tengsl stjórnmálaskoðana og lífsánægju/hamingju til viðbótar við möguleg tengsl við samlíðan. Hulda er meðlimur í rannsóknarteymi Íslensku kosningarannsóknarinnar sem er stór spurningakönnun framkvæmd eftir hverjar alþingiskosningar. Þau gögn hefur Hulda meðal annars notað til þess að skoða stuðning við stjórnmálaflokka, skautun í íslenskum stjórnmálum og stjórnmálaviðhorf sem tengd eru við popúlisma í pólitík.

Hulda er nú í Norrænu rannsóknarverkefni (Nordforsk) um upplifun almennings á hryðjuverkavá og einnig í evrópsku netverki (COST) um þverfaglega nálgun á rannsóknir á samsæriskenningum og skyldum fyrirbærum.

Hulda er fædd árið 1974. Hún lauk BA-prófi frá Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 1998. Að loknu námi starfaði hún um þriggja ára skeið við markaðs- og starfsmannarannsóknir hjá Gallup. Hún lauk meistaranámi í vinnusálfræði frá New York-háskóla 2003 og doktorsprófi í félagslegi sálfræði frá sama skóla árið 2008. Hulda starfaði sem nýdoktor við Princeton-háskóla frá 2007-2009 en hefur verið við Háskóla Íslands (HÍ) síðan 2009. Hulda er í launalausu leyfi frá HÍ skólaárið 2018-2019 og starfar sem gestaprófessor við sálfræðideild New York-háskóla í Abu Dhabi.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

22.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76644.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76644

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76644>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað?
Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í félagslegri sálfræði en rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.

Áhugi Huldu á stjórnmálasálfræði kviknaði þegar hún var nýflutt til New York borgar þann 11. september 2001 og varð vitni að því hvernig árásirnar og eftirmáli þeirra hafði djúpstæð áhrif á stjórnmálaafstöðu fólks og jafnframt hvernig stjórnmálamenn nýttu sér aðstæðurnar sem þá sköpuðust. Allar götur síðan hafa rannsóknir Huldu lotið að sálfræðilegum forspárþáttum stjórnmálaafstöðu.

Rannsóknir Huldu eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.

Í doktorsverkefni sínu leitaðist Hulda við að skilja áhrif tímabundins ótta og kvíða á stjórnmálaskoðanir. Hún hefur einnig skoðað tengsl stjórnmálaskoðana og lífsánægju/hamingju til viðbótar við möguleg tengsl við samlíðan. Hulda er meðlimur í rannsóknarteymi Íslensku kosningarannsóknarinnar sem er stór spurningakönnun framkvæmd eftir hverjar alþingiskosningar. Þau gögn hefur Hulda meðal annars notað til þess að skoða stuðning við stjórnmálaflokka, skautun í íslenskum stjórnmálum og stjórnmálaviðhorf sem tengd eru við popúlisma í pólitík.

Hulda er nú í Norrænu rannsóknarverkefni (Nordforsk) um upplifun almennings á hryðjuverkavá og einnig í evrópsku netverki (COST) um þverfaglega nálgun á rannsóknir á samsæriskenningum og skyldum fyrirbærum.

Hulda er fædd árið 1974. Hún lauk BA-prófi frá Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 1998. Að loknu námi starfaði hún um þriggja ára skeið við markaðs- og starfsmannarannsóknir hjá Gallup. Hún lauk meistaranámi í vinnusálfræði frá New York-háskóla 2003 og doktorsprófi í félagslegi sálfræði frá sama skóla árið 2008. Hulda starfaði sem nýdoktor við Princeton-háskóla frá 2007-2009 en hefur verið við Háskóla Íslands (HÍ) síðan 2009. Hulda er í launalausu leyfi frá HÍ skólaárið 2018-2019 og starfar sem gestaprófessor við sálfræðideild New York-háskóla í Abu Dhabi.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...