Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er usli?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"?

Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. Algengast er að það merki 1. ‘tjón, skaði, óskundi’, einkum með sögnunum valda og gera, það er valda usla, gera usla. Aðrar merkingar eru ‘2. kliður, hávaði; 3. mannfjöldi; 4. galli, ágalli; 5. kláði; 6. eldur, glæður’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‘glóð í ösku’ og ‘tjón’.

Algengast er að usli merki 1. ‘tjón, skaði, óskundi’, en aðrar merkingar eru meðal annars ‘2. kliður, hávaði; 3. mannfjöldi’. Málverkið er eftir Jean Duplessis-Bertaux (1747–1819) og sýnir svipmynd úr frönsku byltingunni.

Dæmi um allar merkingarnar má finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans á Árnastofnun. Hér verða aðeins nefnd fáein dæmi:

bæti hinum firir wsla og hagabeit (1587)

heldur ridjast hvur um annan med is og usla einsog ad veraldlegum síslunum. (19. öld)

í víðlendum borgum er uslinn manns og umferðin svo mikil. (19. öld)

og yrði grófur usli á landshöfðingjatúninu ef allt grjót og annað efni ætti að flytjast yfir túnið. (1880)

eg fer að hætta þessu pári fyrst von er á þessum usla hingað. (1846)

Þeir […] slökktu fyrst uslann með skæru víni. (19. öld)

Um uppruna einstakra merkinga er best að skoða Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar sem nálgast má rafrænt á Árnastofnun undir Málið.is.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.7.2019

Spyrjandi

Örn Ó.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er usli?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2019. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77610.

Guðrún Kvaran. (2019, 10. júlí). Hvað er usli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77610

Guðrún Kvaran. „Hvað er usli?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2019. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77610>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er usli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"?

Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. Algengast er að það merki 1. ‘tjón, skaði, óskundi’, einkum með sögnunum valda og gera, það er valda usla, gera usla. Aðrar merkingar eru ‘2. kliður, hávaði; 3. mannfjöldi; 4. galli, ágalli; 5. kláði; 6. eldur, glæður’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‘glóð í ösku’ og ‘tjón’.

Algengast er að usli merki 1. ‘tjón, skaði, óskundi’, en aðrar merkingar eru meðal annars ‘2. kliður, hávaði; 3. mannfjöldi’. Málverkið er eftir Jean Duplessis-Bertaux (1747–1819) og sýnir svipmynd úr frönsku byltingunni.

Dæmi um allar merkingarnar má finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans á Árnastofnun. Hér verða aðeins nefnd fáein dæmi:

bæti hinum firir wsla og hagabeit (1587)

heldur ridjast hvur um annan med is og usla einsog ad veraldlegum síslunum. (19. öld)

í víðlendum borgum er uslinn manns og umferðin svo mikil. (19. öld)

og yrði grófur usli á landshöfðingjatúninu ef allt grjót og annað efni ætti að flytjast yfir túnið. (1880)

eg fer að hætta þessu pári fyrst von er á þessum usla hingað. (1846)

Þeir […] slökktu fyrst uslann með skæru víni. (19. öld)

Um uppruna einstakra merkinga er best að skoða Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar sem nálgast má rafrænt á Árnastofnun undir Málið.is.

Mynd:

...