Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
1944

Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?

EDS

Öll spurningin hljóðaði svona:
Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út?

Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við Dani. Kristján var elsta barn Friðriks 8. og konu hans Lovísu, dóttur Karls 15. Svíakonungs. Eins og gjarnan er með konungborið fólk var honum gefið virðulegt og langt nafn: Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm. Kristján var fyrsti danski ríkisarfinn til þess að ljúka stúdentsprófi en eftir skólagöngu gekk hann í herinn eins og prinsar gerðu gjarnan á þeim tíma.

Kristján kvæntist Alexandrínu af Mecklenburg-Schwerin árið 1898 og eignuðust þau tvo syni, sá eldri þeirra var Friðrik faðir Margrétar núverandi Danadrottningar. Kristján varð krónprins árið 1906 þegar afi hans Kristján 9. féll frá og faðir hans tók við dönsku krúnunni sem Friðrik 8. Við lát föður síns árið 1912 tók Kristján við krúnunni sem Kristján 10. og var við völd til dauðadags 1947. Hann var því konungur bæði þegar Íslendingar fengu fullveldi og sjálfstæði.

Kristján 10. konungur Danmerkur 1912-1947.

Kristján átti sjö systkini, þrjá bræður og fjórar systur. Hægt er finna upplýsingar um systkini hans á ýmsum vefsíðum og í öðrum heimildum.

Næstur Kristjáni í aldri var Karl. Hann hét fullu nafni Christian Frederik Carl Georg Valdemar Axel (1872-1957) og varð fyrsti konungur Noregs eftir sambandsslit við Svíþjóð árið 1905 og tók þá heitið Hákon 7. Kona hans var Maud, dóttir Játvarðar 7. Bretlandskonungs og barnabarn Viktoríu drottningar. Þau eignuðust einn son sem síðar varð Ólafur 5. Noregskonungur.

Þriðja í systkinaröðinni var Lovísa (Louise Caroline Josephine Sophie Thyra Olga, 1875-1906). Hún giftist þýska prinsinum Friðrik af Schaumburg-Lippe og eignuðust þau þrjú börn. Hún náði ekki háum aldri, var aðeins 31 árs þegar hún lést.

Fjórði í röðinni var Haraldur (Harald Christian Frederik, 1876-1949), foringi í danska hernum. Hann gekk að eiga frænku sína Helenu af Slésvík-Holstein-Sonderborg og Glúkksborg og áttu þau fimm börn.

Sú fimmta var Ingeborg (Ingeborg Charlotte Caroline Frederikke Louise, 1878-1958). Hún varð sænsk prinsessa þegar hún giftist frænda sínum Karli hertoga af Vestur-Gotlandi sem var sonur Óskars 2. Svíakonungs. Ingeborg og Karl eignuðustu fjögur börn, og meðal afkomenda þeirra eru Haraldur Noregskonungur og Filippus konungur Belgíu.

Á eftir Ingeborg kom Thyra (Thyra Louise Caroline Amalie Augusta Elisabeth, 1880-1945). Hún var ógift og barnlaus.

Kristján 10. ásamt foreldrum og systkinum. Efri röð frá vinstri: Friðrik 8. og prinsarnir Kristján og Karl (seinna Hákon 7. Noregskonungur). Sitjandi frá vinstri: prinsessurnar Ingeborg, Lovísa og Thyra, Lovísa drottning og prinsinn Haraldur. Yngstu börnin tvö, Gústaf og Dagmar, voru ófædd þegar myndin var tekin árið 1887.

Næst yngstur í hópnum var Gústaf (Christian Frederik Vilhelm Valdemar Gustav, 1887–1944) sem einnig var ókvæntur og barnlaus rétt eins og Thyra. Yngst af þessum systkinum var Dagmar (Dagmar Louise Elisabeth, 1890–1961). Hún giftist hinum danska Jørgen Castenskjold sem hvorki var náskyldur konungsfjölskyldunni né bar titla ólíkt öðrum mökum fjölskyldunni. Dagmar og Jørgen eignuðust fimm börn.

Út frá þessari stuttu umfjöllun er kannski þrennt sem vekur athygli og er örugglega sameiginlegt með flestum eða öllum konungsfjölskyldum í Evrópu allt fram á síðustu ár. Í fyrsta lagi þá eru þeim gefin mörg nöfn, það duga ekki eitt eða tvö eins og hjá flestum öðrum. Í öðru lagi er ekki mikil hugmyndaauðgi þegar kemur að nafngiftum, til dæmis hafa allir bræðurnir fjórir nöfnin Kristján og Friðrik í nafnarununni sinni og allar systurnar bera nafnið Lovísa. Og í þriðja lagi þá er það nánast regla að þau sem ganga í hjónaband ganga að eiga skyldmenni sitt sem jafnframt ber titil, er konungborið eða alla vega af aðalsættum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.9.2019

Spyrjandi

Kolfinna Ósk Andradóttir, Isabella Ósk Stefánsdóttir, Jason Karl Friðriksson, Hlynur Freyr Ragnarsson, Helena Reykjalín Jónsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?“ Vísindavefurinn, 17. september 2019. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77626.

EDS. (2019, 17. september). Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77626

EDS. „Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2019. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77626>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út?

Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við Dani. Kristján var elsta barn Friðriks 8. og konu hans Lovísu, dóttur Karls 15. Svíakonungs. Eins og gjarnan er með konungborið fólk var honum gefið virðulegt og langt nafn: Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm. Kristján var fyrsti danski ríkisarfinn til þess að ljúka stúdentsprófi en eftir skólagöngu gekk hann í herinn eins og prinsar gerðu gjarnan á þeim tíma.

Kristján kvæntist Alexandrínu af Mecklenburg-Schwerin árið 1898 og eignuðust þau tvo syni, sá eldri þeirra var Friðrik faðir Margrétar núverandi Danadrottningar. Kristján varð krónprins árið 1906 þegar afi hans Kristján 9. féll frá og faðir hans tók við dönsku krúnunni sem Friðrik 8. Við lát föður síns árið 1912 tók Kristján við krúnunni sem Kristján 10. og var við völd til dauðadags 1947. Hann var því konungur bæði þegar Íslendingar fengu fullveldi og sjálfstæði.

Kristján 10. konungur Danmerkur 1912-1947.

Kristján átti sjö systkini, þrjá bræður og fjórar systur. Hægt er finna upplýsingar um systkini hans á ýmsum vefsíðum og í öðrum heimildum.

Næstur Kristjáni í aldri var Karl. Hann hét fullu nafni Christian Frederik Carl Georg Valdemar Axel (1872-1957) og varð fyrsti konungur Noregs eftir sambandsslit við Svíþjóð árið 1905 og tók þá heitið Hákon 7. Kona hans var Maud, dóttir Játvarðar 7. Bretlandskonungs og barnabarn Viktoríu drottningar. Þau eignuðust einn son sem síðar varð Ólafur 5. Noregskonungur.

Þriðja í systkinaröðinni var Lovísa (Louise Caroline Josephine Sophie Thyra Olga, 1875-1906). Hún giftist þýska prinsinum Friðrik af Schaumburg-Lippe og eignuðust þau þrjú börn. Hún náði ekki háum aldri, var aðeins 31 árs þegar hún lést.

Fjórði í röðinni var Haraldur (Harald Christian Frederik, 1876-1949), foringi í danska hernum. Hann gekk að eiga frænku sína Helenu af Slésvík-Holstein-Sonderborg og Glúkksborg og áttu þau fimm börn.

Sú fimmta var Ingeborg (Ingeborg Charlotte Caroline Frederikke Louise, 1878-1958). Hún varð sænsk prinsessa þegar hún giftist frænda sínum Karli hertoga af Vestur-Gotlandi sem var sonur Óskars 2. Svíakonungs. Ingeborg og Karl eignuðustu fjögur börn, og meðal afkomenda þeirra eru Haraldur Noregskonungur og Filippus konungur Belgíu.

Á eftir Ingeborg kom Thyra (Thyra Louise Caroline Amalie Augusta Elisabeth, 1880-1945). Hún var ógift og barnlaus.

Kristján 10. ásamt foreldrum og systkinum. Efri röð frá vinstri: Friðrik 8. og prinsarnir Kristján og Karl (seinna Hákon 7. Noregskonungur). Sitjandi frá vinstri: prinsessurnar Ingeborg, Lovísa og Thyra, Lovísa drottning og prinsinn Haraldur. Yngstu börnin tvö, Gústaf og Dagmar, voru ófædd þegar myndin var tekin árið 1887.

Næst yngstur í hópnum var Gústaf (Christian Frederik Vilhelm Valdemar Gustav, 1887–1944) sem einnig var ókvæntur og barnlaus rétt eins og Thyra. Yngst af þessum systkinum var Dagmar (Dagmar Louise Elisabeth, 1890–1961). Hún giftist hinum danska Jørgen Castenskjold sem hvorki var náskyldur konungsfjölskyldunni né bar titla ólíkt öðrum mökum fjölskyldunni. Dagmar og Jørgen eignuðust fimm börn.

Út frá þessari stuttu umfjöllun er kannski þrennt sem vekur athygli og er örugglega sameiginlegt með flestum eða öllum konungsfjölskyldum í Evrópu allt fram á síðustu ár. Í fyrsta lagi þá eru þeim gefin mörg nöfn, það duga ekki eitt eða tvö eins og hjá flestum öðrum. Í öðru lagi er ekki mikil hugmyndaauðgi þegar kemur að nafngiftum, til dæmis hafa allir bræðurnir fjórir nöfnin Kristján og Friðrik í nafnarununni sinni og allar systurnar bera nafnið Lovísa. Og í þriðja lagi þá er það nánast regla að þau sem ganga í hjónaband ganga að eiga skyldmenni sitt sem jafnframt ber titil, er konungborið eða alla vega af aðalsættum.

Heimildir og myndir:

...