Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er skilgreiningin á almannafé?

Þórólfur Matthíasson

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1924 er „almannafje“ þýtt á dönsku sem „offentlige Midler“ og hugtakið almannasjóður hefur tvær þýðingar:
  1. „offentlig Kasse“ og
  2. (ríkissjóður) „Statskasse, Landskasse“.[1]

Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans[2] hníga öll í þá átt að með almannafé sé átt við ráðstöfunarfé ríkissjóðs eða ráðstöfunarfé annarra eininga sem eru á ábyrgð kjörinna fulltrúa.

Orðið „almannafé“ er þjált orð sem oft er notað um ráðstöfunarfé sem kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi eða alríkisstigi bera beint eða óbeint ábyrgð á. Á myndinni sést gamall norskur peningkistill.

Den Danske ordbog gefur eftirfarandi skilgreiningu á orðinu Statskasse: „en stats samlede beholdning af penga og andre tilgængelige ökonomiske midler“.[3] Með sama hætti er orðið Kommunekasse skilgreint sem „en kommunes pengebeholdning“. Orðið „almannafé“ er þjált orð sem oft er notað um ráðstöfunarfé sem kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi eða alríkisstigi bera beint eða óbeint ábyrgð á.

Elsta dæmið um orðið almannafé í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Ilíonskviðu Hómers sem kom fyrst út 1855 en var þýdd á árunum 1847-48.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Orðabók Sigfúsar Blöndal. (Sótt 6.12.2022).
  2. ^ Ritmálssafn. (Sótt 6.12.2022).
  3. ^ Den Danske Ordbog — ordnet.dk. (Sótt 6.12.2022).
  4. ^ Sama heimild og í nr. 2.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.12.2022

Spyrjandi

Eyþór Björnsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hver er skilgreiningin á almannafé?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84414.

Þórólfur Matthíasson. (2022, 7. desember). Hver er skilgreiningin á almannafé? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84414

Þórólfur Matthíasson. „Hver er skilgreiningin á almannafé?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84414>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á almannafé?
Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1924 er „almannafje“ þýtt á dönsku sem „offentlige Midler“ og hugtakið almannasjóður hefur tvær þýðingar:

  1. „offentlig Kasse“ og
  2. (ríkissjóður) „Statskasse, Landskasse“.[1]

Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans[2] hníga öll í þá átt að með almannafé sé átt við ráðstöfunarfé ríkissjóðs eða ráðstöfunarfé annarra eininga sem eru á ábyrgð kjörinna fulltrúa.

Orðið „almannafé“ er þjált orð sem oft er notað um ráðstöfunarfé sem kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi eða alríkisstigi bera beint eða óbeint ábyrgð á. Á myndinni sést gamall norskur peningkistill.

Den Danske ordbog gefur eftirfarandi skilgreiningu á orðinu Statskasse: „en stats samlede beholdning af penga og andre tilgængelige ökonomiske midler“.[3] Með sama hætti er orðið Kommunekasse skilgreint sem „en kommunes pengebeholdning“. Orðið „almannafé“ er þjált orð sem oft er notað um ráðstöfunarfé sem kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi eða alríkisstigi bera beint eða óbeint ábyrgð á.

Elsta dæmið um orðið almannafé í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Ilíonskviðu Hómers sem kom fyrst út 1855 en var þýdd á árunum 1847-48.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Orðabók Sigfúsar Blöndal. (Sótt 6.12.2022).
  2. ^ Ritmálssafn. (Sótt 6.12.2022).
  3. ^ Den Danske Ordbog — ordnet.dk. (Sótt 6.12.2022).
  4. ^ Sama heimild og í nr. 2.

Mynd:...