Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?

Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...

category-iconEfnafræði

Hvað eru jónir og hvað gera þær?

Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu. Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, niftei...

category-iconHeimspeki

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er um að ræða eitthvert miðsóknarafl í afstæðiskenningunni vegna þyngdaraflsins?

Miðsóknarafl í sígildri aflfræði er kraftur sem heldur hlut á braut um tiltekinn miðpunkt. Dæmi um miðsóknarkrafta eru togkraftur í slöngvivað sem heldur steini á hringhreyfingu um hendi veiðimanns, rafkraftur á ögn með rafhleðslu sem hreyfist á braut um ögn með andstæða hleðslu eða þyngdarkraftur á fylgihnött sem...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?

Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?

Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?

Vísindavefurinn hefur fengið allnokkrar spurningar um banana og bananaræktun á Íslandi, meðal annars þessar: Eru bananar ræktaðir og fluttir frá Íslandi í einhverju magni? Hversu margar bananaplöntur vaxa á Íslandi, geta bananar þroskast hér og hafa íslenskir bananar verið seldir í búðum? Eru bananar ræktaði...

category-iconLæknisfræði

Er áfengi krabbameinsvaldandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig fara vísindamenn að því að mæla og fylgjast með jarðskjálftum á Íslandi?

Veðurstofa Íslands hefur starfrækt landsnet stafrænna jarðskjálftamæla síðan 1990. Það tók við af neti hliðrænna mæla sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sá um. Veðurstofan hefur rekið jarðskjálftamæla í Reykjavík allt frá árinu 1925. Á árunum 1954 til 1968 varð fyrsta landsnetið smám saman til með stöðvum á Ak...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?

Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um þróun fiska?

Tilkoma fiska markar einnig upphaf hryggdýra á jörðinni. Í svonefndum Burgess-steingervingalögum fannst lítið dýr frá kambríumtímabilinu sem hlotið hefur nafnið Pikaia. Þetta dýr var smávaxinn hryggleysingi og að öllum líkindum forfaðir hryggdýra nútímans. Pikaia hafði svonefnda seil sem er baklægur styrktarstreng...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?

Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraun og hvað er kvika?

Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...

category-iconLögfræði

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?

Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...

category-iconUnga fólkið svarar

Til hvers eru moskur og hvernig líta þær út?

Moskur eru fyrst og fremst bænahús. Þar fara venjulega ekki fram þær trúarlegu athafnir sem tíðkast í kristnum kirkjum, til dæmis brúðkaup og skírnir, en moskur gegna þó mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þær eru oft miðpunktur staðbundinna samfélaga og kringum þær eru reistir skólar, spítalar og verslanir, svo ei...

Fleiri niðurstöður