Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 262 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var Moby Dick stór?

BÚRHVALIR Samkvæmt skáldsögu Herman Melville, Moby Dick (1851) var Moby Dick búrhvalur. Búrhvalir eru meðal stærstu spendýra sem þekkjast á jörðinni. Þeir flokkast sem tannhvalir (odontocete). Búrhvalir eru bæði ólíkir öllum öðrum hvalategundum í útliti og hegðun. Þeir lifa dýpst allra hvala og geta kafað dýpra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?

Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír "grunnlitir" eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum liti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er tigla í erfðafræði?

Með tiglu (e. mosaic) er átt við einstakling sem er gerður úr tveimur eða fleiri erfðafræðilega ólíkum frumugerðum. Tiglur voru fyrst rannsakaðar hjá ávaxtaflugunni (Drosophila melanogaster). Dæmi fundust um flugur sem voru með tvo X-litninga (XX) í öðrum helmingi líkamans en aðeins einn X-litning (XO) í hinum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?

Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast hvítar rákir á eftir þotum og geta þessar rákir haft áhrif á veðurfar?

Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð. Flugslóði, öðru nafni kotra, myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast lofti sem er kalt og ómettað. Flugslóðar myndast því á svipaðan hátt og f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?

Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að einrækta útdauð dýr?

Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?

Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?

Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...

Fleiri niðurstöður