Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 262 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?

Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri. ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör ársins 2016 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti 336 svör árið 2016. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Heildarfjöldi birtra svara á Vísindavefnum var 11.415 í árslok 2016. Það er rétt að taka fram að oft munar ekki ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

category-iconVeðurfræði

Hvernig myndast snjókorn?

Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft. Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem ...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?

Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?

Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði. Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?

Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...

category-iconVeðurfræði

Eru til margar gerðir skýja?

Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um gíraffa?

Spurningin er heild sinni hljóðaði svona: Getur þú sagt mér allt um gíraffa? Meðal annars hvar hann lifir, stærð, lögun, útlit og fleira? Hvað er merkilegast við gíraffa? Eru til dæmis blettirnir eins á öllum? Er gíraffi jurtaæta? Hvert er fæðuval hans? Er hann nokkuð í útrýmingarhættu? Hvernig fer mökun fram? R...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru góð og slæm kolvetni og af hverju eru sum kolvetni betri en önnur?

Kolvetni eru mikilvægur orkugjafi hjá allflestum. Lýðheilsustöð mælir með því að við fáum 60% af heildarorkunni í formi kolvetna. Kolvetni eru þó ekki öll eins. Sum kolvetni hækka blóðsykurinn hratt og mikið. Í kjölfarið getur blóðsykur lækkað snögglega og jafnvel farið niður fyrir eðlileg gildi. Þessi kolvetni ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?

Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...

Fleiri niðurstöður