Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri.

Húðin er mjög teygjanleg eins og sést á ófrískum konum.

Til þess að húðin gefi nægilega mikið eftir án þess að slitna er mikilvægt að fá nægan vökva, C- og E-vítamín, sink og almennt holla fæðu á meðgöngunni. Einnig er mikilvægt að þyngdaraukning verði ekki of hröð heldur jöfn og hæg. Þetta virðist skipta meira máli en heildarþyngdaraukningin. Ef eitthvað er ábótavant í þessum efnum er hætta á að húðin slitni.

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Yst er yfirhúðin eða húðþekja (e. epidermis), þá leðurhúð (e. dermis) og innst er undirhúð (e. subcutaneous layer) sem er misþykkt lag af fitu. Húðslit verður vegna skemmda í leðurhúðinni. Húðin slitnar ef hún vex ekki eins hratt og líkaminn. Þá slitna svonefndir elastínþræðir rétt undir yfirborðinu og fram kemur húðslit. Einnig virðist sem hormónin stuðli að vökvasöfnun í húðinni sem slakar á tengjum milli kollagenþráða í henni og gerir henni auðveldara að slitna.

Við húðslit koma fram ljósar, bleikar eða jafnvel fjólubláar rákir í húðinni (e. stretch marks). Oftast koma þessar rákir fram á kviðnum, lærum, rassi eða brjóstum. Húðslit er þó ekki aðeins bundið við konur á meðgöngu, þótt um 50-90% kvenna á meðgöngu fái eitthvert slit á þeim tíma. Unglingar sem vaxa hratt, vaxtarræktarfólk og fleiri geta einnig fengið húðslit ef vöxtur er mjög hraður, til dæmis á lærum á kynþroskaskeiði. Einnig koma erfðir við sögu þannig að ef móðir fær húðslit á meðgöngu er mjög líklegt að dóttir hennar fái það einnig.

Rákirnar geta virst mjög áberandi þegar þær koma fyrst fram en dofna með tímanum og eru vart sjáanlegar þegar frá líður, til dæmis þegar nokkuð er liðið frá fæðingu. Þær eru oft rauð- eða fjólubláleitar í byrjun en enda sem lítt áberandi hvít- eða gráleitar rákir.

Mikið er rætt um að hin og þessi krem og áburðir komi í veg fyrir húðslit en rannsóknir hafa ekki getað staðfest það. Aftur á móti virðist geta gert gagn að nudda húðina daglega með til dæmis ólífuolíu á meðgöngunni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.8.2014

Spyrjandi

Helga Guðmundsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2014, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24589.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 15. ágúst). Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24589

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2014. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24589>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?
Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri.

Húðin er mjög teygjanleg eins og sést á ófrískum konum.

Til þess að húðin gefi nægilega mikið eftir án þess að slitna er mikilvægt að fá nægan vökva, C- og E-vítamín, sink og almennt holla fæðu á meðgöngunni. Einnig er mikilvægt að þyngdaraukning verði ekki of hröð heldur jöfn og hæg. Þetta virðist skipta meira máli en heildarþyngdaraukningin. Ef eitthvað er ábótavant í þessum efnum er hætta á að húðin slitni.

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Yst er yfirhúðin eða húðþekja (e. epidermis), þá leðurhúð (e. dermis) og innst er undirhúð (e. subcutaneous layer) sem er misþykkt lag af fitu. Húðslit verður vegna skemmda í leðurhúðinni. Húðin slitnar ef hún vex ekki eins hratt og líkaminn. Þá slitna svonefndir elastínþræðir rétt undir yfirborðinu og fram kemur húðslit. Einnig virðist sem hormónin stuðli að vökvasöfnun í húðinni sem slakar á tengjum milli kollagenþráða í henni og gerir henni auðveldara að slitna.

Við húðslit koma fram ljósar, bleikar eða jafnvel fjólubláar rákir í húðinni (e. stretch marks). Oftast koma þessar rákir fram á kviðnum, lærum, rassi eða brjóstum. Húðslit er þó ekki aðeins bundið við konur á meðgöngu, þótt um 50-90% kvenna á meðgöngu fái eitthvert slit á þeim tíma. Unglingar sem vaxa hratt, vaxtarræktarfólk og fleiri geta einnig fengið húðslit ef vöxtur er mjög hraður, til dæmis á lærum á kynþroskaskeiði. Einnig koma erfðir við sögu þannig að ef móðir fær húðslit á meðgöngu er mjög líklegt að dóttir hennar fái það einnig.

Rákirnar geta virst mjög áberandi þegar þær koma fyrst fram en dofna með tímanum og eru vart sjáanlegar þegar frá líður, til dæmis þegar nokkuð er liðið frá fæðingu. Þær eru oft rauð- eða fjólubláleitar í byrjun en enda sem lítt áberandi hvít- eða gráleitar rákir.

Mikið er rætt um að hin og þessi krem og áburðir komi í veg fyrir húðslit en rannsóknir hafa ekki getað staðfest það. Aftur á móti virðist geta gert gagn að nudda húðina daglega með til dæmis ólífuolíu á meðgöngunni.

Heimildir og mynd:

...