Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7905 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af netinu?

Spyrjandi bætir einnig við:Þessu getið þið ekki svarað!Þrátt fyrir fullyrðingu spyrjanda ætlum við að svara þessu og teljum að við höfum oft komist í hann krappari. Eins og fram kemur í fyrri svörum um Internetið er það einfaldlega tölvunet sem sett er saman úr minni einingum: vefþjónum og venjulegum tölvum sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

category-iconLögfræði

Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?

Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum?

Ef vara er seld með flutningsskilmálunum EXW (ex works) þá ber kaupandi allan kostnað af því að ná í hana á athafnasvæði seljanda, hvort sem það er í verksmiðju hans eða vöruhús. Seljandi þarf einungis að sjá til þess að kaupandinn geti náð í vöruna á tilskilin stað og svo vitaskuld að varan sé eins og um var sami...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er þorskurinn hrææta?

Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur. Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig urðu orkulindirnar til?

Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna éta kvenkyns köngulær karldýrin eftir mökun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig makast krossköngulær?Æxlunarmáti krossköngulóa er mjög óvenjulegur. Sæði karldýrsins er framleitt í kynkirtlum sem tengjast ekki þreifurum sem gegna hlutverki getnaðarlims. Þegar köngulærnar verða kynþroska ummyndast þreifararnir og geta þá tekið við og geymt sæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?

Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?

Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða. Algengasta smitleið fuglaflen...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?

Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segir maður fjörutíu en ekki fjórtíu?

Í fornu máli voru tölurnar frá 30 til 90 myndaðar á þann hátt að við tölurnur 3, 4 og svo framvegis var skeytt orðinu tigr eða tugr (einnig ritað tegr, tøgr), það er þrír tiger, fiórir tiger og beygðust þá báðir liðir talnanna, til dæmis þrjá tigu, fióra tigu (þf.). Aðrar tölur, eins og fimm, sex, sjö og svo framv...

Fleiri niðurstöður