Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3503 svör fundust
Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá?
Þessi spurning varðar grundvallaratriði í skilningi okkar á sjúkdómum og áhrifum lífshátta á þá, sem og í beitingu tölfræði og líkindareiknings í heilbrigðisvísindum og víðar. Við skulum fyrst hugleiða það að líf manna er flókið og margþætt og býsna margt hefur áhrif á æviferil okkar. Í fyrsta lagi ráða erfðir...
Hvaðan koma atómin þegar lífrænar frumur skipta sér?
Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...
Er hægt að nota óendanleika tímans til að sanna að við getum ekki verið til?
Mannshugurinn á erfitt með að kljást við spurninguna um endanleika eða óendanleika, hvort sem átt er við tímann eða rúmið, það er að segja hvort tíminn sé óendanlegur eða hafi átt sér upphaf og hvort rúmið sé óendanlegt eða endanlegt og eigi sér þá ef til vill einhver ytri mörk. Báðir svarskostirnir um hvorttveggj...
Hvað er andefni?
Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...
Hvað merkir orðið sál?
Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...
Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?
Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Hvað er ljósvaki? Er hann til?
Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að afstæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til. Eðlisfræðingar hafa lengi velt fyrir sér eðli ljóss. Á 17. öld settu Isaac Newton og Christian Huygens fra...
Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?
Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til? Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sön...
Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?
Þegar rætt er um möguleika er stundum verið að ræða um hvað stangast á við þá þekkingu sem við höfum og hvað ekki. Í þessum skilningi er hvaðeina mögulegt sem samrýmist öllu sem við vitum. Ýmislegt getur verið mögulegt í þessum skilningi þótt það geti ekki gerst í raun og veru, stangist til dæmis á við náttúrulögm...
Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?
Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og...
Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?
Að vissu leyti hefur þessari spurningu verið svarað áður hér á vefnum (sjá Kristján Rúnar Kristjánsson: Hvað er tómarúm? Er tómarúm "efni"?), en við viljum nú draga upp nokkrar hliðstæður til að skýra málið enn frekar. Að lokum munum við komast að því að tómarúmið er alls ekki tómt! Atóm eða frumeindir eru sett...
Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?
Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...
Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?
Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...