Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1448 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?

Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...

category-iconUmhverfismál

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?

Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þet...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd?

Stutta svarið er já: Hemlunarvegalengd bíla er óháð massa þeirra. Hún er eingöngu háð upphaflegum hraða bílanna, yfirborði vegar eða götu og ástandi hjólbarða. Upphaflega spurningin var sem hér segir: Tveir bílar, annar er helmingi þyngri. Spurningin er: Hafa þeir sömu bremsuvegalengd miðað við sama hraða? Ef ...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra. Jón sagðist sjálfur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?

Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...

category-iconNæringarfræði

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

category-iconHugvísindi

Tala englar táknmál?

Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?

Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera handónýtur og hver er uppruni orðsins?

Hand- í orðinu handónýtur er svokallaður herðandi forliður. Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:538) er hann sagður forliður lýsingarorða en í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er vísað í Stephan G. Stephansson sem notaði forliðinn í sögninni handónýta í ljóðabókinni Andvökur I, bls. 89. Dæmið var ekki sýnt. Það sem er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað?

Allmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um kollagen. Hér er mörgum þeirra svarað, þeirra á meðal: Er það sannað að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur fæðubótarefna vilja meina? (Yrsa Rún) Hvað er kollagen? (Ólafur Tumi) Getið þið sagt mér hvað kollagen gerir? (Bragi) Getur það gert gagn að in...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast mörg smádýr og örverur í hitabeltisregnskógum?

Í stuttu máli er svarið já, aragrúi smádýra og örvera á heimkynni í hitabeltisregnskógum. Langstærsta hluta líffræðilegar fjölbreytni er að finna í hitabeltisskógum og kallast fyrirbærið margbreytileikastigull miðbaugsins (e. latitude diversity gradient) (Willig og Presley, 2018). Kenningin er sú að líffræðile...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsta flugvél í heiminum?

Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

Fleiri niðurstöður