Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7659 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta skáldsagan?

Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?

Í lægðum og hæðum nærri að jafnvægi ríki milli tveggja krafta, þrýstikrafts og svigkrafts jarðar sem er oft kenndur við franska verkfræðinginn og stærðfræðinginn Coriolis. Þrýstikraftur togar loftið inn að lægð. Sem dæmi um loftstraum af völdum þrýstikrafts má nefna vind úr uppblásinni blöðru, en loftið streymi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?

Undir náttúrulegum kringumstæðum streymir varmi milli tveggja misheitra hluta frá þeim heitari og til þess kaldari. Varmastreymið, og þar með hraði kælingar eða hitunar, eykst með varmaleiðni hlutanna og hitastigsmun þeirra. Þess vegna er mögulegt að kæla hluti mjög hratt með því til dæmis að láta þá snerta flöt s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?

Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru hundar stundum grimmir og stundum góðir?

Hundurinn er talinn með elstu húsdýrum mannsins og ræktuð hafa verið mörg hundakyn eftir þeim notum sem menn hafa viljað hafa af hundunum. Hundar eru náskyldir úlfum og menn hafa notfært sér eiginleika úlfsins við ræktunina. Í fjárhundum hefur áherslan í ræktuninni verið á þann eiginleika eða atferli úlfsins að...

category-iconFélagsvísindi

Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?

Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?

Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir" (Píkutorfan, bls. 90).Ekkert einhlítt svar er til við því hvað femínismi er en þessi einfalda skilgreining ungrar stúlku í Píkut...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er regla Bells? Er hægt að nota hana til að afsanna óraunverulegar veraldir?

Spurningin í heild var upphaflega sem hér segir:Hver er Bells-reglan (Bell's theorem). Er hægt að nýta hana til að afsanna allar óraunverulegar veraldir fyrir utan þá sem við skynjum daglega, t.d. draumheima og aðra ,,andaheima"?Árið 1935 gaf Albert Einstein út grein ásamt tveimur starfsfélögum sínum, þar sem þeir...

category-iconSálfræði

Hverjar eru orsakir stams?

Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu. Þegar fó...

category-iconHugvísindi

Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?

Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar. Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimi...

category-iconVeðurfræði

Hvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir?

Veðurfræðin er sú vísindagrein sem fjallar um ástand og eðli lofthjúpsins. Þessi grein rekur uppruna sinn til loka 19. aldar, þegar varmafræði og straumfræði voru orðnar nægilega þroskuð fræði til að menn teldu sig geta beitt þeim á lofthjúpinn. Lengi vel voru bættar veðurspár þungamiðja þróunar á þessu vísindasvi...

category-iconJarðvísindi

Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?

Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?

Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar sólarrafhlaða?

Ljósspennurafhlöð (e. photovoltaic cells) eru tól sem umbreyta sólarljósi (ljósorku) beint í raforku. Þau eru gerð úr hálfleiðurum. Nánar má lesa um þá í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er hálfleiðari? Þegar skeytt er saman hálfleiðurum með annars vegar n-leiðni og hins vegar p-leiðni eru mynduð svo...

Fleiri niðurstöður