Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9412 svör fundust
Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...
Er það rétt að áætlað hitastig við landnám hafi verið um 15°C hlýrra en það er í dag?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Nei það er ekki rétt og reyndar mjög fjarri lagi. Í fróðlegu svari eftir Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna? er fjallað um rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins. S...
Hvers konar ríma er Tímaríma?
Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...
Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?
Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey,...
Af hverju eru íshellar stundum svona fallega bláir?
Til að skilja litbrigði í snjó og ís þurfum við að raða tveimur „púsl“-bitum rétt saman. Ljósgeislar, sem flæða um efni sem inniheldur ójöfnur eða misfellur, dreifast (skipta um stefnu) við árekstra við ójöfnurnar. Ójöfnurnar geta verið sprungur, loftbólur eða óhreinindi. Eitt dæmi um svona efni, sem ekki er ...
Getur ritstjórn Vísindavefsins svarað spurningum úr öllum efnisflokkum, eða fáið þið fólk í ýmsum deildum Háskólans til að svara?
Ritstjórn Vísindavefsins er um 15 manns. Sumir ritstjórnarmenn svara allmörgum spurningum sjálfir en aðrir senda spurningar áfram til háskólastarfsmanna og annarra í kringum sig eftir fræðasviðum. Það eru yfirleitt sérfróðir menn á viðkomandi sviði sem svara spurningunum, eða þá að haft er samráð við slíka menn áð...
Hver er uppruni orðsins tívolí?
Smellið á kortið til að sjá það í lit. Orðið tívolí er komið inn í íslensku úr dönsku en þangað kom það úr frönsku á nítjándu öld. Það er dregið af heitinu á skemmtigarði í París, (Jardin de) Tivoli, sem heitir eftir ítölsku borginni Tivoli fyrir utan Rómaborg. Heimild: Nudansk ordbog, 1957....
Hvar á internetinu er hægt að nálgast upplýsingar um íslenska stærðfræðinginn Leif Ásgeirsson?
Okkur er ekki kunnugt um að upplýsingar um Leif Ásgeirsson liggi fyrir á Veraldarvefnum og lausleg leit bendir ekki til þess. Hins vegar var gefin út bók sem er helguð minningu hans árið 1998. Í bókinni er meðal annars allrækileg ævisaga Leifs eftir Jón Ragnar Stefánsson dósent. Þar eru einnig birtar greinar sem L...
Hvað er dýpsta vatn landsins?
Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? sem þegar er að finna á Vísindavefnum kemur fram að Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dýpsta stöðuvatn landsins, 260 metra djúpt en þar á eftir koma Öskjuvatn sem er 220 metrar á dýpt og Hvalvatn sem er 160 metra djúpt. Lesendum er bent á að kynna ...
Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...
Hver var Erasmus frá Rotterdam og fyrir hvað er hann þekktur?
Erasmus frá Rotterdam eða Erasmus Desiderius Rotterdamus fæddist 28. október 1466 (eða 1469) í Rotterdam á Hollandi. Hann kenndi sig ætíð við þá borg þó að hann byggi þar ekki nema fyrstu bernskuár sín. Hann var settur til mennta og eftir lát foreldra sinna 1483 var honum komið í latínuskóla í Deventer þar sem grí...
Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...
Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenn...
Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?
Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...