Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 932 svör fundust
Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?
Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og ei...
Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...
Eru graður og græða af sama orðstofni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svon: Eru lýsingarorðið graður og sögnin að græða af sama orðstofni og hvenær birtast þau fyrst í tungumálinu? Lýsingarorðið graður ‘ógeltur, kynólmur, lostafullur’ er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:271) skylt orðum í grannmálunum eins í f...
Tengist bílda germanska orðinu Bild?
Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...
Hvaðan kemur sögnin að kenna og hvað merkti hún upphaflega?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið kenna (d. undervise) - að kenna, kennari? Sögnin að kenna er svokölluð orsakasögn mynduð af annarri kennimynd sterkrar sagnar: kunna – kann -> kenna – kenndi - kennt. Sögnin kunna ‘þekkja, vita , geta’ er samgermönsk og af henni er kenna leidd eins o...
Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (...
Hvenær gat orðið frændi merkt vinur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær gat orðið frændi merkt vinur? Gat það haft þessa merkingu á 18. og 19. öld? Orðið frændi var í fornu máli notað um nána ættingja eins og bróður eða son en einnig um vin. Það á sér skyld orð í Norðurlandamálum eins í færeysku frænde, ættingi, vinur, dönsku frænde ‘ættingi...
Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...
Er íslenska orðið bryggja skylt þýska orðinu brigg?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er íslenska orðið bryggja tekið úr þýska orðinu „brigg“ sem er ákveðin tegund af segli? Samkvæmt orðsifjabókum eru orðin bryggja og brigg ekki skyld. Brigg ‘tví- eða fleirmastrað seglskip’ er tökuorð í íslensku úr dönsku brig í sömu merkingu sem aftur er tekið að láni...
Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...
Hvað er glámbekkur þegar eitthvað liggur á glámbekk?
Nafnorðið glámbekkur er notað um bekk sem allir geta séð, stað sem er opinn fyrir allra augum og er ekki tryggur. Orðið virðist einungis notað í samböndunum að hafa eitthvað á glámbekk og láta eitthvað liggja á glámbekk. Nokkur dæmi eru um glámbekk í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld en öll þannig...
Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?
Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...
Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?
Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...
Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?
Hægri og vinstri eru orð sem við notum yfir afstöðu hluta í umhverfinu til líkama okkar. Í Íslenskri orðabók (ritstjóri Árni Böðvarsson) segir um orðið hægri í þessari merkingu: ‘um þá hlið líkamans þar sem hjartað er ekki: h. fótur, h. hönd; um átt eða stefnu sem miðast við hægri hlið líkamans’. Vinstri er svo á ...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...