Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8726 svör fundust
Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...
Gat fólk skilið í gamla daga?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...
Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?
Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafn...
Væri hægt að rækta kartöflur á Mars?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Væri hægt að rækta kartöflur á Mars eins og í myndinni The Martian? Þegar menn velta fyrir sér geimferðum kemur strax upp í hugann hvort og þá hvernig hægt sé að tryggja næga fæðu fyrir ferðalangana þegar á áfangastað er komið. Líklegt er talið að á næstu áratugum verði re...
Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?
Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...
Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?
Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...
Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?
Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...
Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?
Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?
Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Hvað er jáeind?
Óvíst er að lesandinn telji sig miklu nær þó að við segjum að jáeindin (e. positron) sé, eftir því sem best er vitað, andeind rafeindarinnar. En í því felst meðal annars að: jáeindin er öreind (e. elementary particle), ekki samsett úr öðrum (smærri) eindum. hún er létteind (e. lepton), sem þýðir að hún tek...
Eru veirur algengari í leðurblökum en öðrum dýrum?
Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins ættbálkur nagdýra (Rodentia) er fjölmennari. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur s...