Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9290 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hefur hægt á náttúrlegri þróun mannsins vegna betri lyfja og mótun umhverfis?

Upprunlega hljóðaði spurningin þannig:Er eitthvað sem rennir vísindalegum stoðum undir staðhæfingar um að maðurinn hafi hægt á sinni líffræðilegu þróun sem lífveru með sífelldum heilsufræðilegum inngripum og mótun umhverfisins að eigin hentugleika, frekar en að gefa lífverunni færi á að breytast til að aðlagast að...

category-iconStjórnmálafræði

Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?

Bandalagamyndun er ein helsta leið smáríkja til að tryggja hagmuni sína í samfélagi þjóðanna. En bandalagamyndum er aðeins hluti af þeim úrræðum sem smáríki hafa til að styrkja stöðu sína. Í smáríkjafræðum, sem er afsprengi stjórnmálafræði, er einkum fjallað um þrjár leiðir fyrir smáríki til að styrkja stöðu sína:...

category-iconVísindi almennt

Eru stjörnuspár sannar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...

category-iconEfnafræði

Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki og valdi þess vegna ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni? Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Gátu allir á Íslandi skrifað í gamla daga?

Stutta svarið er nei, það gátu ekki allir skrifað í gamla daga. Langa svarið er svolítið flóknara því það skiptir máli hvenær „gamla daga“ var og einnig hvað átt er við með því að kunna að skrifa. Ef farið er langt aftur í aldir, svo sem til miðalda, var skriftarkunnátta fyrst og fremst forréttindi valdhafa, m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að hita efni endalaust eða eru einhver efri mörk hitastigs, eins og gildir um kulda?

Það eru ekki til nein efri mörk fyrir hitastig, en hafa verður í huga að það kostar orku að hita efni og eins getur verið erfitt að halda varmaorkunni í einhverju kerfi án þess að hún leiti út úr kerfinu með geislun eða leiðni. Allt efni sem hitað er mjög mikið tekur hamskiptum, einum eða fleirum. Þannig breyti...

category-iconLífvísindi: almennt

Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins?

Svarið við spurningunni er já. Hins vegar er birki í eðli sínu nokkuð þurftafrek tegund hvað varðar næringarefni í jarðvegi ef hún á að ná sæmilegum vexti og melar eru yfirleitt mjög rýrir. Það er því líklegt að birki verði bæði seinvaxið og smávaxið á melum ef ekkert annað kemur til. Nauðsynlegt er því að nota á...

category-iconFélagsvísindi

Hver er gjaldmiðillinn í Albaníu?

Gjaldmiðill Albaníu nefnist lek. Þegar þetta er skrifað, í mars 2005, kostar eitt lek 70 aura íslenska.Hundrað albönsk lek eða sjötíu íslenskar krónur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:Hvað eru til margir gjaldmiðlar? eftir Gylfa Magnússon Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur? eftir Gylfa Magnússon Hvers vegna er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á efnisgrein og málsgrein?

Með orðinu efnisgrein er átt við texta milli greinaskila. Þessi texti er til dæmis tvær efnisgreinar. Textinn getur verið ein setning eða margar setningar og er venja að hefja nýja efnisgrein á nýrri línu, oftast inndreginni. Í lagamáli er þessi sami texti oftast nefndur málsgrein en í nýrri handbókum í setningaf...

category-iconLífvísindi: almennt

Mun bóluefni við COVID-19 nokkuð virka á alla stofna veirunnar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, er það ekki rétt að inflúensa er margir stofnar og bóluefni miðast við að koma í veg fyrir að fólk smitist af einhverjum tilteknum stofnum. Nú er talað um að það séu margir stofnar af COVID í gangi í heiminum, og fer fjölgandi með stökkbreytingum. Gildir ekki það sama ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru stýrivextir hér langt yfir meðaltali í Evrópu?

Alþjóðlegi greiðslumiðlunarbankinn (e. Bank of International Settlement, BIS) hefur tekið saman þróun stýrivaxta (e. policy rate) í allmörgum löndum.[1] Fyrsta færslan fyrir Ísland í þeim gagnagrunni er frá 31. mars 1998. Myndin hér að neðan sýnir þróun stýrivaxta í þeim Evrópulöndum sem eru í gagnagrunninum frá á...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?

Í umfryminu eiga sér stað stöðugir flutningar á efnum frá umhverfinu í gegnum frumuhimnu til frumulíffæra, frá frumulíffærum til frumuhimnu og milli frumulíffæra. Þessir flutningar eru nauðsynlegir til þess að frumustarfsemi geti átt sér stað og að fruman haldi lífi. Sumir af þessum flutningum fara fram í blöðr...

category-iconJarðvísindi

Hefðu menn fyrr á öldum orðið varir við Heklugos eins og varð í febrúar 2000?

Alveg örugglega hefðu þeir orðið varir við slíkt gos, bæði eldglæringar og öskufall, því að Hekla er hið næsta þéttbýlum sveitum. Hins vegar er ekki víst að þeir hefðu alltaf fært slíkt gos á bækur, enda virðist það nokkuð undir hælinn lagt hvað komist hefur í annála af þessu tagi. Þannig er næstum engra eldgosa g...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?

Á nýju tungli er tunglið milli sólar og jarðar. Þá er nærhliðin, það er hliðin sem snýr að jörðinni, óupplýst og því er tunglið mjög dauft, séð frá jörðinni. Í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar er sagt nánar frá innbyrðis hreyfingu hnattanna þriggja. Á myndinni sem fylgir því má sjá nýtt t...

category-iconVísindavefur

Hvað tekur langan tíma að fá svar hjá ykkur, og fær maður svarið sent í pósthólfið sitt?

Það er mjög misjafnt hvað svörin taka langan tíma hjá okkur. Þetta fer bæði eftir því hvernig okkur gengur að finna mann til að svara spurningunni og síðan eftir því hvenær hann hefur tíma til þess. Við þetta bætist að spurningar á Vísindavefnum eru geysimargar. Ef menn fer að lengja eftir svari hvetjum við þá til...

Fleiri niðurstöður