Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4619 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.

Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er stóris og af hverju er það notað um þunnar gegnsæjar gardínur?

Stóris er tökuorð í íslensku komið úr dönsku stores sem aftur tók orðið að láni úr frönsku store, í fleirtölu stores. Átt er við gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga oftast í stofu eða borðstofu. Stóris er gegnsætt gluggatjald sem nær yfir heilan glugga gjarnan í stofu eða borðstofu. Orðið er tökuor...

category-iconFornfræði

Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?

Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornm...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?

Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars: Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri? Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðunum duggaraband og duggarabandsár?

Vel er þekkt að einhver segi eitthvað í þessa veru: „Ég lét mér ekki allt fyrir brjósti brenna á mínum duggarabandsárum“ eða „Ég sletti oft úr klaufunum á mínum duggarabandsárum.“ Með duggarabandi er átt við gróft ullarband sem notað var í peysur og sokka. Elst dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr handrit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir auðnutittlingur þessu nafni?

Orðið auðna merkir 'örlög; hamingja'. Tittlingur í síðari lið orða um smáfugla, svo sem auðnutittling, snjótittling og þúfutittling, á sér samsvaranir að minnsta kosti í færeysku títlingur, norsku titling og enskum mállýskum titling. Í íslenskri þjóðtrú þótti það vísa á gott ef smáfugl hljóp á veginum á undan les...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndafræði?

Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?

Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama. Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæða...

category-iconHugvísindi

Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp?

Í íslensku notum við orðið teiknimynd í sömu merkingu og enska orðið cartoon. Orðið cartoon hefur tvær aðalmerkingar. Það merkir teiknimynd eða skopmynd eins og við þekkjum úr dagblöðum og teiknimyndablöðum en er líka notað yfir forteikningu í fullri stærð að fresku. Freskur eru veggmálverk, máluð með vatnslitum á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir ...

category-iconEfnafræði

Af hverju heitir súrefni þessu nafni?

Íslenska orðið súrefni er þýðing á alþjóðlega frumefnaheitinu oxygenium. Franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743-1794) bjó orðið til og það birtist fyrst á prenti í bók hans Traité Élémentaire de Chimie (Ritgerð um grundvallaratriði efnafræðinnar) árið 1789. Orðið er myndað eftir grísku orðunum oxys (P...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er lambalágur?

Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur maður sagt 'klukkan er (orðin) margt?' Hvert er þá andheitið?

Vissulega heyrist oft sagt: „klukkan er orðin margt“. Þessi notkun virðist þó ekki gömul í málinu. Hugsanlega er hér um að ræða áhrif úr dönsku, þar sem sagt er: „klokken er mange.“ Í ritmáli er algengara að skrifa: „það er orðið framorðið“ eða „það er orðið áliðið.“ Á sama hátt er algengt að heyra sagt eitthvað á...

Fleiri niðurstöður