Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7931 svör fundust
Hver var Jón Ögmundsson?
Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...
Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?
Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...
Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?
Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Þeir eiga sér ekki stað mánaðarlega því nýtt tungl er venjulega norðan eða sunnan við jarðbrautarsléttuna vegna halla tunglbrautarinnar. Frá jörðu séð er sýndarþvermál tunglsins næstum því...
Hvaða slöngur eru hentugastar sem gæludýr?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru kyrkislöngur hentugustu gæludýrin af slöngutegundum Hvaða tegund þá? Fyrst er rétt að taka skýrt fram að innflutningur á slöngum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og kemst upp eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. Eins og fram kemur í svari Sigurða...
Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?
Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...
Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?
Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...
Hvað er vísindaheimspeki?
Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...
Hvað fær menn til að nota ung börn kynferðislega?
Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar fjallar sérstaklega um kynferðisafbrot sem beinast gegn börnum geranda. Fræðimenn sem rannsakað hafa kynferðislega misnotkun á börnum hafa meðal annars flokkað kynferðisafbrotamenn á þennan hátt: Gerandinn sem leitar eftir ástúð og hlýju Gerandinn þar sem allt snýst um kyn...
Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?
Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...
Hver er saga Tórínó-líkklæðisins?
Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og sá sem kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsma...
Hver stjórnaði morðinu á Júlíusi Sesari? Hver drap hann?
Spurningar og spyrjendur: Hver stjórnaði morðinu á Sesari? (Brynjar Björnsson, f. 1987) Hvenær var Sesar drepinn og hvað var hann gamall? (Andrés Gunnarsson) Hver var það sem drap Sesar? (Guðjón Magnússon) Hver drap Júlíus Sesar? (Arnór Kristmundsson) Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: H...
Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?
Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...
Hvað getið þið sagt mér um flæmingja?
Flamingóar eða flæmingjar (Phoenicopteridae) eru hvítir að grunninum til en vegna bleikra, og allt að því skærrauðra, reita á vængjum, fótum og nefi er yfirbragð þeirra bleikt. Langur háls og háir fætur gera þá tignarlega á að líta. Ævintýralegt er að sjá stóra hópa þessara glæsilegu fugla á flugi. Rauðflæming...
Hvað er og hvernig verkar penisilín?
Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...
Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?
Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...