Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1106 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...

category-iconHagfræði

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er leysiljós búið til?

Nafnið „leysir“ er hljóðlíking enska heitisins „laser“. Enska heitið er myndað úr upphafsstöfunum í lýsingu á ferlinu: „light amplification by stimulated emission of radiation“ eða „ljósmögnun fyrir tilstilli örvaðrar útgeislunar“. Þess háttar ljósmögnun er notuð til að búa til leysiljós í gasi eða föstu og fljót...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga Tyrkjaveldis?

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...

category-iconEfnafræði

Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?

Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...

category-iconEfnafræði

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver uppgötvaði ljósröfun?

Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?

Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hægt að létta átak með blökkum? Er það hægt endalaust?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna léttist átak við að "dobla" það með blökkum? Er hægt að "dobla" átak endalaust þannig að hægt sé að lyfta 100 tonnum með annarri hendi, svo dæmi sé tekið?Áhaldið sem við köllum blökk, trissu eða skoruhjól (e. pulley) er gamalt. Líta má á það sem eins konar vogarstön...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rúmfræði?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kafaraveiki og hvernig er hægt að losna við hana?

Loftið sem við öndum að okkur er í raun blanda af mismunandi lofttegundum. Mest af rúmmáli loftsins er nitur eða 78%, súrefni er 21% en aðrar lofttegundir mun minna. Við köfun er notaður sérstakur búnaður til að anda með, svokölluð köfunartæki (e. self-contained underwater breathing apparatus = scuba). Kafari ...

Fleiri niðurstöður