Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Jón Már Halldórsson

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera.

Núlifandi tegundir innan fyrrgreindu línunnar eru skuggahlébarðar sem greinast í tvær tegundir, Neofelis nebulosa og Neofelis diardi. Núlifandi tegundir Panthera-ættkvíslarinnar eru hinir svokölluðu stórkettir, auk hlébarða eru það ljón (Panthera leo), tígrisdýr (Panthera tigris), jagúar (Panthera onca) og snæhlébarði (Panthera uncia).

Samanburður á erfðaefni stórkatta hefur sýnt að hlébarðar eru skyldastir ljónum. Skyldleiki allra stórkatta er þó slíkur að sennilega geta allar tegundirnar getið afkvæmi sín á milli en frjósemi slíkra afkvæma er hins vegar mjög lítil.

Samanburður á erfðaefni stórkatta hefur sýnt að hlébarðar eru skyldastir ljónum.

Að öllum líkindum var sameiginlegur forfaðir ljóna og hlébarða uppi fyrir 3,1–1,95 milljónum árum. Á því tímabili var talsverð tegundaútgeislun í gangi meðal tegunda þessarar ættkvíslar en ekki er ljóst hvaða skepna það var sem þróaðist frá þessum sameiginlega forföður ljóna og hlébarða. Talið er líklegt að þetta dýr hafi verið smærra vexti en núlifandi ljón og hafi fundið sess í þéttum skógum Afríku. Þessar niðurstöður byggja á aðferðum erfðafræðinnar og á erfðafjarlægð þessara tveggja núlifandi tegunda. Steingervingafræðingar hafa einnig fundið jarðneskar leifar kattardýrs sem var uppi fyrir um tveimur milljón árum og þykja þær gefa sterka vísbendingu um fyrstu frum-hlébarðana eða formóður núlifandi hlébarða.

Áfram hélt þróunin og er talið að nútíma hlébarðar hafi komið fram í Afríku fyrir um 500 til 800 þúsund árum. Þaðan hafi þeir síðar dreifst yfir til Asíu fyrir rúmum 200 þúsund árum og náð mikilli útbreiðslu. Einnig komu hlébarðar sér fyrir í Evrópu og hafa vísindamenn borið kennsl á fjórar deilitegundir á því svæði. Síðasta deilitegund hlébarða sem lifði í Evrópu var hinn svokallaði ísaldarhlébarði (Panthera pardus spelea) en yngstu leifar hans eru um 26-32 þúsund ára gamlar og var hann áþekkur afrískum hlébörðum að stærð.

Hlébarðar eru enn útbreiddir í Afríku og Asíu. Tegundin er þó talin vera í viðkvæmri stöðu samkvæmt alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN og í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.8.2020

Spyrjandi

Eberg Óttarr Elefsen

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79183.

Jón Már Halldórsson. (2020, 31. ágúst). Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79183

Jón Már Halldórsson. „Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79183>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?
Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera.

Núlifandi tegundir innan fyrrgreindu línunnar eru skuggahlébarðar sem greinast í tvær tegundir, Neofelis nebulosa og Neofelis diardi. Núlifandi tegundir Panthera-ættkvíslarinnar eru hinir svokölluðu stórkettir, auk hlébarða eru það ljón (Panthera leo), tígrisdýr (Panthera tigris), jagúar (Panthera onca) og snæhlébarði (Panthera uncia).

Samanburður á erfðaefni stórkatta hefur sýnt að hlébarðar eru skyldastir ljónum. Skyldleiki allra stórkatta er þó slíkur að sennilega geta allar tegundirnar getið afkvæmi sín á milli en frjósemi slíkra afkvæma er hins vegar mjög lítil.

Samanburður á erfðaefni stórkatta hefur sýnt að hlébarðar eru skyldastir ljónum.

Að öllum líkindum var sameiginlegur forfaðir ljóna og hlébarða uppi fyrir 3,1–1,95 milljónum árum. Á því tímabili var talsverð tegundaútgeislun í gangi meðal tegunda þessarar ættkvíslar en ekki er ljóst hvaða skepna það var sem þróaðist frá þessum sameiginlega forföður ljóna og hlébarða. Talið er líklegt að þetta dýr hafi verið smærra vexti en núlifandi ljón og hafi fundið sess í þéttum skógum Afríku. Þessar niðurstöður byggja á aðferðum erfðafræðinnar og á erfðafjarlægð þessara tveggja núlifandi tegunda. Steingervingafræðingar hafa einnig fundið jarðneskar leifar kattardýrs sem var uppi fyrir um tveimur milljón árum og þykja þær gefa sterka vísbendingu um fyrstu frum-hlébarðana eða formóður núlifandi hlébarða.

Áfram hélt þróunin og er talið að nútíma hlébarðar hafi komið fram í Afríku fyrir um 500 til 800 þúsund árum. Þaðan hafi þeir síðar dreifst yfir til Asíu fyrir rúmum 200 þúsund árum og náð mikilli útbreiðslu. Einnig komu hlébarðar sér fyrir í Evrópu og hafa vísindamenn borið kennsl á fjórar deilitegundir á því svæði. Síðasta deilitegund hlébarða sem lifði í Evrópu var hinn svokallaði ísaldarhlébarði (Panthera pardus spelea) en yngstu leifar hans eru um 26-32 þúsund ára gamlar og var hann áþekkur afrískum hlébörðum að stærð.

Hlébarðar eru enn útbreiddir í Afríku og Asíu. Tegundin er þó talin vera í viðkvæmri stöðu samkvæmt alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN og í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum.

Heimildir og myndir:...