Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8344 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:Er Öræfajökull virk eldstöð?Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag? Er sér...

category-iconLæknisfræði

Eru meiri líkur á að eignast barn með Down-heilkenni ef einhver í fjölskyldunni er með heilkennið?

Down-heilkenni getur verið af þremur mismunandi orsökum. Algengasta orsökin (96% tilfella) er svokölluð þrístæða 21 en þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja (eins frá hvoru foreldri) í frumum einstaklingsins. Slíkt gerist vegna mistaka í rýriskiptingu við myndun kynfrumna. Af þessum 96% má rekja 88% til...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig æxlast fléttur?

Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (Cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn fjölgar sér oft með kynæxlun og myndar þá gró í svokölluðum öskum en langflestir fléttumyndandi sveppir tilheyra ætt asksveppa (Euascomycetidae). Spírandi sveppagróið verður að finna hentugan samb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

category-iconJarðvísindi

Verða eldgos aðeins á flekaskilum?

Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?

Til að koma í veg fyrir allan misskilning er best að taka fram að flugvél mun aldrei ná að fljúga yfir Ísland á ljóshraða eins og útskýrt er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það? Ljósið ferðas...

category-iconLæknisfræði

Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni? Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á ten...

category-iconLögfræði

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?

Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til íslenskt orð yfir ensku sögnina juggle, það er að halda á lofti hlutum í sífelldri hreyfingu?

Sögnin juggle á ensku, jonglere á dönsku, hefur til þessa verið umrituð í íslenskum orðabókum og engin ein íslensk sögn verið notuð í staðinn. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar er hins vegar til nýyrðið að gegla fyrir sögnina juggle, geglari fyrir juggler (dönsku jonglør) og gegl fyrir athöfnina að gegla. Ég hef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?

Það eru til listar sem geta hjálpað til við að finna góða skóla en ekki er til neinn listi yfir „bestu“ skólana á heimsvísu. Hvað er „besti“ skólinn fer eftir mörgum atriðum. Nám sem hentar einum kann að vera hundónýtt fyrir annan. Síðan koma inn í atriði eins og kostnaður við námið og hvernig það er að búa á v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um flóðsvín?

Lengi vel áttu fræðimenn erfitt með að trúa því að flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris) væru nagdýr, enda eru þau um 60 cm á herðakamb og vega um 50 kg. Fyrst í stað vildu þeir flokka þau í sömu ætt og fíla en eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir virtust þau líkjast villinaggrísum í Suður-Ameríku og þess vegna se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?

Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega. Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það ...

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

Fleiri niðurstöður