Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Eydís Eiðsdóttir, Inga Sjöfn Arnbergsdóttir, Tara Sóley Dolapo Mobee og Einar Axel Helgason

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneiging til að vita allt, gott eða slæmt, um mann eða hlut.

Forvitni birtist í ýmsum myndum.

Í nýrri menntastefnu Menntamálaráðuneytisins er talað um sex grunnþætti menntunar og þeirra á meðal er nefnd sköpun. Þar má lesa (áherslu bætt við):
Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika.
Með öðrum orðum er eitt yfirlýstra markmiða íslenskrar menntastefnu að örva forvitni; tæplega má annað sjá en að fagfólk á sviði menntavísinda telji forvitni kost sem þarf að rækta og viðhalda.

Fjölmargir aðrir hafa hampað þessum eiginleika mannsins, svo sem Albert Einstein. Árið 1951 var haft eftir honum í bandaríska tímaritinu LIFE:
Mikilvægast er að hætta ekki að spyrja spurninga; fyrir tilvist sinni hefur forvitnin eigin forsendur.*
Einstein var þó vísindamaður; sjálfsagt mátti búast við að hann hampaði forvitni og því kann að vera áhugavert að leita enn á önnur mið eftir svörum. Í Gestaþætti Hávamála, nokkurs konar sjálfshjálparriti í atferli og framkomu frá fornnorrænum tímum, er líka fjallað um efnið. Þar segir í 63. vísu:
Fregna og segja

skal fróðra hver,

sá er vill heitinn horskur.

...
Á nútímalegra máli þýðir þetta að sá sem vill kallast vitur (horskur) ætti hvort tveggja að segja frá og spyrja. Reyndar segir síðari hluti sömu vísu, með dæmigerðri varfærni kvæðanna: „Einn vita né annar skal. Þjóð veit, ef þrír eru.“ Með öðrum orðum skulu menn líka gæta tungu sinnar; sögusagnir eru varasamar.

Þeir eru líka til, sem hafa hallmælt þessari hvöt mannsins. Blaise Pascal, merkur stærðfræðingur, vísindamaður og heimspekingur sem uppi var á 17. öld, snerti á efninu. Um 1654 varð Pascal fyrir trúaruppljómun, snerist til meinlætalífs og hafnaði öllum veraldlegum nautnum; forvitni sá hann sömu augum og slíkar nautnir. Í Pensées, hugleiðingum um trúarleg mál sem fundust eftir andlát hans 1662, stendur
Forvitni er aðeins hégómi. Einatt leitum við þekkingar eingöngu svo henni megi flíka.**
Þeir sem ekki afneita sér veraldlegri ánægju gætu þó hikað við að taka undir með Pascal, að honum annars ólöstuðum. Meira má lesa um Pascal í svari Hermanns Þórissonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Að síðustu er þó rétt að gæta greinarmunar, annars vegar á þeirri forvitni sem mest er höfð að umræðu hér að ofan og hins vegar því sem kallast hnýsni. Að sýna öðru fólki áhuga er mikilvægt í mannlegum samskiptum en hnýsni kallast það þegar forvitnin verður yfirgengileg. Þannig er oftast eðlilegt og jákvætt að fólk spyrji vini sína um heilsufar en mörgum gæti brugðið að vera spurðir út í ástand hægða. Það kann líka að teljast hnýsni að þráspyrja um persónuleg mál: Ef einhverri gekk illa á fótboltamóti um síðustu helgi þykir henni kannski óþægilegt að vera spurð hversu mörg mörk hún skoraði.

Kæmist mennskur einstaklingur upp með þessa forvitni?

Stundum neyðast fjölmiðlar, sálfræðingar og ýmsir aðrir (jafnvel ættingjar fólks) til að ganga nokkuð á þolmörk annarra með spurningum sínum af hollustu við sjálfa sig og aðra. Það er ekki alltaf auðvelt að ákvarða línuna sem skilur hnýsni frá eðlilegri forvitni en ýmis lög og aðrar skráðar og óskráðar reglur leggja línurnar að hluta. Þær reglur byggja meðal annars á hugmyndum um lýðræði, trúnað, persónuvernd og persónufrelsi.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

B.S. í stærðfræði

Útgáfudagur

26.6.2012

Spyrjandi

Katrín Viðarsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Eydís Eiðsdóttir, Inga Sjöfn Arnbergsdóttir, Tara Sóley Dolapo Mobee og Einar Axel Helgason. „Er gott eða slæmt að vera forvitinn?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23781.

Eydís Eiðsdóttir, Inga Sjöfn Arnbergsdóttir, Tara Sóley Dolapo Mobee og Einar Axel Helgason. (2012, 26. júní). Er gott eða slæmt að vera forvitinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23781

Eydís Eiðsdóttir, Inga Sjöfn Arnbergsdóttir, Tara Sóley Dolapo Mobee og Einar Axel Helgason. „Er gott eða slæmt að vera forvitinn?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23781>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?
Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneiging til að vita allt, gott eða slæmt, um mann eða hlut.

Forvitni birtist í ýmsum myndum.

Í nýrri menntastefnu Menntamálaráðuneytisins er talað um sex grunnþætti menntunar og þeirra á meðal er nefnd sköpun. Þar má lesa (áherslu bætt við):
Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika.
Með öðrum orðum er eitt yfirlýstra markmiða íslenskrar menntastefnu að örva forvitni; tæplega má annað sjá en að fagfólk á sviði menntavísinda telji forvitni kost sem þarf að rækta og viðhalda.

Fjölmargir aðrir hafa hampað þessum eiginleika mannsins, svo sem Albert Einstein. Árið 1951 var haft eftir honum í bandaríska tímaritinu LIFE:
Mikilvægast er að hætta ekki að spyrja spurninga; fyrir tilvist sinni hefur forvitnin eigin forsendur.*
Einstein var þó vísindamaður; sjálfsagt mátti búast við að hann hampaði forvitni og því kann að vera áhugavert að leita enn á önnur mið eftir svörum. Í Gestaþætti Hávamála, nokkurs konar sjálfshjálparriti í atferli og framkomu frá fornnorrænum tímum, er líka fjallað um efnið. Þar segir í 63. vísu:
Fregna og segja

skal fróðra hver,

sá er vill heitinn horskur.

...
Á nútímalegra máli þýðir þetta að sá sem vill kallast vitur (horskur) ætti hvort tveggja að segja frá og spyrja. Reyndar segir síðari hluti sömu vísu, með dæmigerðri varfærni kvæðanna: „Einn vita né annar skal. Þjóð veit, ef þrír eru.“ Með öðrum orðum skulu menn líka gæta tungu sinnar; sögusagnir eru varasamar.

Þeir eru líka til, sem hafa hallmælt þessari hvöt mannsins. Blaise Pascal, merkur stærðfræðingur, vísindamaður og heimspekingur sem uppi var á 17. öld, snerti á efninu. Um 1654 varð Pascal fyrir trúaruppljómun, snerist til meinlætalífs og hafnaði öllum veraldlegum nautnum; forvitni sá hann sömu augum og slíkar nautnir. Í Pensées, hugleiðingum um trúarleg mál sem fundust eftir andlát hans 1662, stendur
Forvitni er aðeins hégómi. Einatt leitum við þekkingar eingöngu svo henni megi flíka.**
Þeir sem ekki afneita sér veraldlegri ánægju gætu þó hikað við að taka undir með Pascal, að honum annars ólöstuðum. Meira má lesa um Pascal í svari Hermanns Þórissonar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Að síðustu er þó rétt að gæta greinarmunar, annars vegar á þeirri forvitni sem mest er höfð að umræðu hér að ofan og hins vegar því sem kallast hnýsni. Að sýna öðru fólki áhuga er mikilvægt í mannlegum samskiptum en hnýsni kallast það þegar forvitnin verður yfirgengileg. Þannig er oftast eðlilegt og jákvætt að fólk spyrji vini sína um heilsufar en mörgum gæti brugðið að vera spurðir út í ástand hægða. Það kann líka að teljast hnýsni að þráspyrja um persónuleg mál: Ef einhverri gekk illa á fótboltamóti um síðustu helgi þykir henni kannski óþægilegt að vera spurð hversu mörg mörk hún skoraði.

Kæmist mennskur einstaklingur upp með þessa forvitni?

Stundum neyðast fjölmiðlar, sálfræðingar og ýmsir aðrir (jafnvel ættingjar fólks) til að ganga nokkuð á þolmörk annarra með spurningum sínum af hollustu við sjálfa sig og aðra. Það er ekki alltaf auðvelt að ákvarða línuna sem skilur hnýsni frá eðlilegri forvitni en ýmis lög og aðrar skráðar og óskráðar reglur leggja línurnar að hluta. Þær reglur byggja meðal annars á hugmyndum um lýðræði, trúnað, persónuvernd og persónufrelsi.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

...