Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4620 svör fundust
Hvað eru geimþokur?
Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetra...
Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...
Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?
Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?
Upphafleg spurning var svohljóðandi: Mig vantar gamalt íslenskt heiti yfir áhald sem notað er til að slökkva kerti. Áhaldið er úr málmi (kopar), ca. 20 cm löng stöng með píramíta á endanum sem settur er yfir logann og slekkur hann. Áhaldið sem spurt er um hefur fleiri en eitt nafn. Það hefur verið nefnt skarhjá...
Hver er munurinn á efnisgrein og málsgrein?
Með orðinu efnisgrein er átt við texta milli greinaskila. Þessi texti er til dæmis tvær efnisgreinar. Textinn getur verið ein setning eða margar setningar og er venja að hefja nýja efnisgrein á nýrri línu, oftast inndreginni. Í lagamáli er þessi sami texti oftast nefndur málsgrein en í nýrri handbókum í setningaf...
Hvað er að vera borubrattur?
Orðið bora merkir ‘hola, kytra’, til dæmis þegar herbergi er sagt borulegt, en það merkir einnig ‘rass, bakrauf’ og er í þeirri merkingu oft notað sem skammaryrði, til dæmis ,,Hún kom ekki bannsett boran“. Borubrött sirkusstjarna? Merkingin ‘rass, bakrauf’ liggur líklegast að baki orðinu borubrattur sem merkir ...
Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?
Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim...
Hver er meðgöngutími háhyrninga?
Meðgöngutími háhyrninga er um 16-17 mánuðir og telst hann vera einn sá lengsti meðal hvala. Afar lítið er vitað um æxlunarhætti háhyrninga en þó er vitað að kýrnar bera ekki kálfa fyrr en þær eru orðnar 14 til 15 ára gamlar en háhyrningar geta orðið gamlir. Við burð er kálfurinn tveir og hálfur metri á lengd...
Hver er stærsti kaupstaður á landinu?
Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...
Hve lengi lifa ernir?
Erfitt getur verið að meta aldur dýra í náttúrunni. Þó er staðfest að haförn (Haliaeetus albicilla) nokkur sem búsettur var í Finnlandi náði rúmlega 25 ára aldri. Nokkur staðfest dæmi eru um að villtir skallaernir (Haliaeetus leucocephalus) í Norður-Ameríku hafi orðið rúmlega 28 ára gamlir, en skallaernir í ha...
Hvernig varð sjórinn til?
Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni "Hvaðan kom hafið?" er talið að sjórinn hafi að langmestu leyti orðið til úr gosgufum eldgosa í gegnum 4500 milljón ára sögu jarðar. Sumir vísindamenn telja jafnvel að hluti hafsins á jörðinni hafi líka komið með stórum halastjörnum, sem nóg va...
Hver er uppruni orðsins 'að tvínóna'?
Sögnin að tvínóna er ekki gömul í málinu og virðast elstu heimildir um hana vera frá því um 1700 samkvæmt heimildum Orðabókar Háskólans. Merkingin er 'dunda, hika, slóra'. Síðari hluti orðsins er tengdur hvorugkynsorðinu nón 'tíminn um klukkan 3 síðdegis', kvenkynsorðinu nóna sem í eldra máli var notað um tíði...
Af hverju heitir brunahani því nafni?
Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...
Af hverju heitir föstudagurinn langi þessu nafni?
Þetta er eitt af því sem er ekki vitað með vissu. Eðlilegasta skýringin er sú að dagurinn hefur vissulega verið býsna langur í lífi Krists samkvæmt píslarsögunni og endaði með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að kaþólskum mönnum fyrr á öldum hefur þótt dagurinn langur. Þeir höfðu þá fastað í margar vikur ...