Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...

category-iconVísindi almennt

Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?

Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?

Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?

Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...

category-iconJarðvísindi

Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?

Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bár...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg?

Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mes...

category-iconTrúarbrögð

Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?

Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og ...

category-iconLæknisfræði

Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um fuglaflensu. Þeirra á meðal eru: Geta hundar fengið fuglaflensu? Ef fuglaflensan berst hingað til Íslands með farfuglum, er þá líklegt að kötturinn minn sýkist? Hvernig er með smit úr farfuglum yfir í kýr, hesta og önnur dýr? Geta þau smitast ef þau éta gras ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?

Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...

category-iconHugvísindi

Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?

Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er stærðfræðileg sönnun þess að a + b = b + a og að (a + b) + c = a + (b + c) ef a, b og c eru rauntölur?

Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskur er hrossamakríll?

Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna. Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um fjallaljón?

Fjallaljón (Puma concolor), sem einnig kallast púma, er kattardýr af undirættinni Felinae (smákettir) og er eina tegundin innan Puma-ættkvíslarinnar. Þó fjallaljón teljist til smákatta eru þau tiltölulega stór, karldýrin eru á bilinu 36 til 120 kg að þyngd og kvendýrin 29 til 64 kg. Litur þeirra er nokkuð breytile...

Fleiri niðurstöður