Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2607 svör fundust

category-iconHugvísindi

Voru rómverskir borgarar dæmdir til krossfestingar eða eingöngu útlendingar?

Krossfestingar í einni eða annarri mynd þekktust víða í fornöld, ekki bara hjá Rómverjum. Í Rómaveldi tíðkuðust krossfestingar allt fram á 4. öld þegar kristni varð ríkistrú en þá þóttu krossfestingar ekki lengur við hæfi enda hinn krossfesti frelsari tákn kristinna manna. Rómverskir borgarar sættu oftast ekki ...

category-iconLæknisfræði

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?

Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hríðarbylur?

Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu ver...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegu geimstöðina?

Alþjóðlega geimstöðin eða International Space Station (ISS) er samvinnuverkefni Bandaríkjamanna, Rússa, Japana, Kanadamanna, ellefu Evrópuþjóða auk Brasilíumanna. Hún er stærsta geimstöð í heimi, rúmlega fjórum sinnum stærri en rússneska Mir-stöðin. Fullbúin mun hún vega rúmlega 471,7 tonn og mælast 108 x 88 metr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru líkur á að íslenskan deyi út eins og sum önnur tungumál?

Vissulega hafa mörg tungumál dáið út í heiminum og mörg eru í hættu. Það er ekkert nýtt fyrirbæri. Hetítar voru til dæmis voldug indóevrópsk þjóð sem bjó í Litlu-Asíu um það bil 2400 til 1200 f.Kr. Mál þeirra er elsta mál sem heimildir eru um af indóevrópsku málaættinni en íslenska telst einnig til hennar. Sagnir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?

Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fjármálakreppa?

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?

Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Anne Holtsmark og hvert var framlag hennar til fræðanna?

Anne Holtsmark (19. maí 1896 - 21. júní 1974) var norrænufræðingur, dósent og síðar prófessor við Óslóarháskóla. Hún varð cand. philol. í norsku með frönsku og sögu sem aukafög 1924. Dósent í norrænni filologiu við Óslóarháskóla var hún frá 1931 og frá 1949 prófessor í sömu grein. Í fjöldamörg ár stjórnaði hún und...

category-iconHagfræði

Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?

Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán. Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?

Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

category-iconLögfræði

Hver erfir mann sem á hvorki börn né maka?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag! Karlmaður fellur frá á besta aldri. Hann á engin börn og engan maka en íbúð og peninga í banka. Foreldrar hans eru á lífi en móðir hans hefur verið í 20 ár á heilsustofnun (hún er út úr heiminum). Hann á líka þrjá bræður á lífi. Hver erfir hann? Hér skiptir máli hva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég fann ögn loðið skordýr í hveitipoka, getið þið sagt mér hvað dýrið heitir?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Þegar ég var við brauðbakstur í sumarbústaðnum fann ég lítið sníkjudýr í hveitipokanum. Skordýrið er á stærð við hrísgrjón eða um 0,5-1,0 cm. Það hefur margar fætur og er ögn loðið. Örmjó hár koma svo framan og aftan úr dýrinu, sem er með ljósbrúna skel og gæti líkst pínulítilli ...

Fleiri niðurstöður