Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4620 svör fundust
Hvað er urðarköttur?
Orðið urðarköttur er stundum notað sem samheiti fyrir útigangskött eða villikött en í raun – eða samkvæmt þjóðtrúnni – er hann miklu hræðilegri skepna. Þar tilheyrir urðarköttur hópi óvættadýra á borð við skoffín, finngálkn, skuggabaldur og moðorm. Flest þessi furðudýr eru talin hafa orðið til á einhvern ónáttúrul...
Ef ég mynda ónæmi fyrir einni útgáfu af COVID-19 hef ég þá nokkuð vörn fyrir öllum stökkbreyttu útgáfunum?
Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli: Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára ...
Hvernig gat Guð skapað heiminn?
Flest trúarbrögð eiga sögur af sköpun veraldarinnar. Í Biblíunni segir Guð: 'Verði ljós' og það varð ljós. Síðan sagði hann 'Verði' hitt og þetta og þá urðu hlutar heimsins til. 'Guð' er orð sem hefur meðal annars verið notað yfir það sem menn skilja ekki og vekur þeim furðu. Það skilur í raun enginn hvernig þe...
Hvar á landinu er Helgafell?
Ein sjö Helgafell eru til í landinu:Suðaustur af Hafnarfirði, klettótt og bratt á flesta vegu. Í Mosfellssveit, fjall og bær. Á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan. Einnig samnefndur kirkjustaður. Hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar. Fell í Strandasýslu vestan...
Hvað er sniðill?
Sniðill er (bein) lína (line, straight line) sem sker annan feril (curve), til dæmis hring (circle), samanber línuna gegnum punktana A og B á myndinni. Sniðill er þýðing á erlenda stærðfræðiorðinu secant sem er komið úr latínu og merkir eiginlega 'sá sem sker'. Orðið sniðill hefur verið notað í íslensku stærðfræði...
Hvaða orð eru til á íslensku um rigningu?
Orðið rigning er kvenkyns nafnorð. Til forna var einnig til karlkynsorðið rigningur, en önnur merking þess er ánamaðkur. Önnur orð um rigningu eru til dæmis: úrfelli, úrkoma, regn, úrhellisrigning, suddi, regndemba, skrumba, deyfa, deyfla, hraglandi, regn, regnskúr, rekja, slepja, úði, úrfelli, slúð, vatnsveðu...
Hvað eyðir meðalmaður miklum pening í matvörur á ári?
Eftir því sem næst verður komist vörðu Íslendingar um 64 milljörðum króna í kaup á matvörum árið 2002. Þann 1. desember það ár voru Íslendingar 288 þúsund svo að hver og einn keypti matvörur fyrir um 222 þúsund krónur að meðaltali. Að auki keyptu landsmenn óáfenga drykki fyrir tæpa tólf milljarða og áfenga drykki ...
Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?
Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess. Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust ...
Hvernig segir maður eitur á forngrísku?
Við ætlum að svara þessari spurningu einfaldlega með því að benda spyrjanda á tvær slóðir þar sem hægt er að fletta upp grískum orðum með því að slá inn ensk heiti. Eitur á ensku er poison. Hjá English-Greek Word Search er hægt að fá leitarniðustöður úr nokkrum orðabókum og hér sést niðurstaða þegar orðið eitur...
Hvað eru norðurljósin?
Svokallaður sólvindur er straumur hlaðinna agna frá sólinni. Þegar þessar agnir nálgast jörðina fara margar þeirra að hringsóla í segulsviði jarðarinnar og ferðast jafnframt milli segulskautanna tveggja. Þegar þær rekast á lofthjúpinn í grennd við segulskautin verða norðurljósin og suðurljósin til. Um þetta má...
Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'?
Samkvæmt seðlasöfnum Orðabókar Háskólans virðist orðatiltækið að sýna einhverjum í tvo heimana vera til að minnsta kosti frá 18. öld en elsta dæmið er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Orðasambandið virðist orðið algengt á 19. öld og frá svipuðum tíma er sambandið að sýna einhverjum í báða heimana...
Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"?
Orðatiltækið að vera á höttunum eftir e-u er notað í merkingunni að ‘vera á hnotskóg eftir e-u, reyna að ná í e-ð, svipast um eftir e-u’. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 19. öld. Samkvæmt elstu dæmum virðist merkingin upphaflega hafa verið að ‘vera á verði, hafa gætur á’. Ósennilegt ...
Hvað er einyrki?
Orðin einvirki og einyrki þekktust þegar í fornu máli. Þau voru notuð um bónda sem býr einn, að minnsta kosti einn karlmanna, á búi sínu og hefur ekki vinnufólk. Sú merking þekkist enn í dag, það er bóndinn sem vinnur á jörð sinni án aðkeypts vinnuafls. Í síðari alda máli hefur orðið einnig verið notað um mann með...
Hvaða búr er í Búrfelli?
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau. Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús. Forliður nafnsins Búr...
Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?
Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...