Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 399 svör fundust

Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?

Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...

Nánar

Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?

Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...

Nánar

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

Nánar

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

Nánar

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?

Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...

Nánar

Hver eru einkenni lungnabólgu?

Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér. Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bak...

Nánar

Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?

Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...

Nánar

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

Nánar

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...

Nánar

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

Nánar

Fleiri niðurstöður