Sólin Sólin Rís 03:04 • sest 23:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:49 • Sest 12:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:35 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:

COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp?

Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af nálinni á Íslandi en algengara er að henni sé beitt vegna sjúkdóma hjá dýrum en mönnum.[1] Til þess að sóttkví þjóni sínum tilgangi þarf sá sem sætir henni að fylgja nokkuð íþyngjandi tilmælum. Þau kveða meðal annars á um að sofa einn, halda sig heima og að vera sem minnst í kringum annað fólk. Þótt fæstir kjósi væntanlega að vera í sóttkví er hún ekki sambærileg við annars konar þvingunarúrræði eins og fangelsisvist. Þeir sem eru settir í sóttkví eru alla jafna samvinnufúsir og skilja forsendur úrræðisins vel.

Í 66. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um ferðafrelsi einstaklinga en gerður fyrirvari um að hefta megi það með lögum. Í mannréttindasáttmála Evrópu er sérstaklega tekið fram í e-lið 1. mgr. 5. gr. að eitt þeirra tilvika sem réttlætir takmörkun á ferðafrelsi sé:

lögleg gæsla manns til að koma í veg fyrir að smitandi sjúkdómur breiðist út eða manns sem er andlega vanheill, áfengissjúklingur, eiturlyfjasjúklingur eða umrenningur;

Af þessu er ljóst að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmáli Evrópu veita löggjafanum skýra heimild til að takmarka ferðfrelsi til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma.

Rafeindasmásjármynd af fjölmörgum SARS-CoV-2-veirum. Gulu blettirnir á myndinni eru veirur sem hafa brotið sér leið úr hýsilfrumu. Þessar veirur valda sjúkdómnum COVID-19.

Sóttkvíin sem einstaklingar þurfa að sæta er sett með heimild í 12. grein sóttvarnarlaga. Hún heimilar stjórnvöldum að skipa fólki að halda sig heima ef almannahagsmunir krefjast þess. Ef einstaklingur sýnir einbeittan brotavilja við að koma sér undan þessum fyrirmælum gæti hann verið settur í einangrun á spítala. Dæmi eru um að farbann hafi verið sett á einstakling með afar hættulegan smitsjúkdóm. Þá hafði verið sýnt fram á að hinn sýkti vissi að hann væri með sjúkdóminn og smitaði vísvitandi aðra. Í því tilfelli var um kynsjúkdóm að ræða sem aðallega smitast með kynmökum og því ekki sambærilegt við veirusjúkdóma á borð við COVID-19.

Í 175. gr. almennra hegningarlaga eru tilgreind viðurlög við þeim verknaði að "[valda] hættu á því, að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út meðal manna, með því að brjóta gegn lagafyrirmælum um varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda, sem þar að lúta". Þessi viðurlög eru allt að þriggja ára fangelsi. Enn fremur segir að allt að sex ára fangelsisvist eigi við „ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands.“ Til þess að þessu ákvæði yrði beitt þyrfti ásetningur að vera sérstaklega einbeittur, til dæmis ef einstaklingur myndi ítrekað neita að fylgja fyrirmælum yfirvalda eða smita heilbrigt fólk vísvitandi.

Til þess að háttsemi teljist refsinæm þarf hún að falla undir verknaðarlýsingu refsiákvæðis og saknæmi geranda verður að vera til staðar, þ.e. að sakborningur hafi tiltekna huglæga afstöðu til afbrotsins. Samkvæmt 18. gr. hegningarlaga er almennt ekki refsað fyrir gáleysi nema sérstök heimild til þess. Sakfelling á grundvelli 211. gr. hegningarlaga er af ofangreindu virtu afar ólíkleg vegna þess hve erfitt væri að sanna ásetning til þess að smita aðra manneskju, aukinheldur væri mjög langsótt að sýna ásetning til þess að draga manneskju til dauða með sjúkdómi sem leggst misjafnlega og ófyrirsjáanlega á fólk. Hið síðasta mögulega ákvæði sem hægt er að athuga hér er 215. gr. hegningarlaga þar sem fjallað er um mannsbana af gáleysi. Þetta brot varðar sömu refsingu og 2. málsgrein 175. greinar eða 6 ár. Þessi 2 ákvæði eru því þau sem hægt væri að beita ef kæra ætti einstakling fyrir að vanvirða sóttkví og verða þannig öðrum að bana.

Eftir allt saman verður að telja það afar ólíklegt að maður sem smitar aðra vegna óvarkárni af smitsjúkdómi verði sakfelldur fyrir manndráp. Þar að auki yrði sönnunarfærsla í slíku máli afar erfið þar sem vandasamt getur verið að greina hver smitar hvern. Það sem skiptir mestu máli er vitanlega að almenningur fylgi leiðbeiningum landlæknis og þar til bærra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar enda hagsmunir allra þar að baki.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá m.a. 54/1990: Lög um innflutning dýra. (Sótt 10.03.2020). Þar er hugtakið einangrunarstöð notað um sóttvarnaraðstöðu fyrir ýmsar dýrategundir.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

M.A.-nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.3.2020

Spyrjandi

Rúnar Ingi Guðjónsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2020. Sótt 10. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=78830.

Baldur S. Blöndal. (2020, 11. mars). Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78830

Baldur S. Blöndal. „Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2020. Vefsíða. 10. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78830>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?
Upprunalega spurningin var:

COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp?

Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af nálinni á Íslandi en algengara er að henni sé beitt vegna sjúkdóma hjá dýrum en mönnum.[1] Til þess að sóttkví þjóni sínum tilgangi þarf sá sem sætir henni að fylgja nokkuð íþyngjandi tilmælum. Þau kveða meðal annars á um að sofa einn, halda sig heima og að vera sem minnst í kringum annað fólk. Þótt fæstir kjósi væntanlega að vera í sóttkví er hún ekki sambærileg við annars konar þvingunarúrræði eins og fangelsisvist. Þeir sem eru settir í sóttkví eru alla jafna samvinnufúsir og skilja forsendur úrræðisins vel.

Í 66. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um ferðafrelsi einstaklinga en gerður fyrirvari um að hefta megi það með lögum. Í mannréttindasáttmála Evrópu er sérstaklega tekið fram í e-lið 1. mgr. 5. gr. að eitt þeirra tilvika sem réttlætir takmörkun á ferðafrelsi sé:

lögleg gæsla manns til að koma í veg fyrir að smitandi sjúkdómur breiðist út eða manns sem er andlega vanheill, áfengissjúklingur, eiturlyfjasjúklingur eða umrenningur;

Af þessu er ljóst að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmáli Evrópu veita löggjafanum skýra heimild til að takmarka ferðfrelsi til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma.

Rafeindasmásjármynd af fjölmörgum SARS-CoV-2-veirum. Gulu blettirnir á myndinni eru veirur sem hafa brotið sér leið úr hýsilfrumu. Þessar veirur valda sjúkdómnum COVID-19.

Sóttkvíin sem einstaklingar þurfa að sæta er sett með heimild í 12. grein sóttvarnarlaga. Hún heimilar stjórnvöldum að skipa fólki að halda sig heima ef almannahagsmunir krefjast þess. Ef einstaklingur sýnir einbeittan brotavilja við að koma sér undan þessum fyrirmælum gæti hann verið settur í einangrun á spítala. Dæmi eru um að farbann hafi verið sett á einstakling með afar hættulegan smitsjúkdóm. Þá hafði verið sýnt fram á að hinn sýkti vissi að hann væri með sjúkdóminn og smitaði vísvitandi aðra. Í því tilfelli var um kynsjúkdóm að ræða sem aðallega smitast með kynmökum og því ekki sambærilegt við veirusjúkdóma á borð við COVID-19.

Í 175. gr. almennra hegningarlaga eru tilgreind viðurlög við þeim verknaði að "[valda] hættu á því, að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út meðal manna, með því að brjóta gegn lagafyrirmælum um varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda, sem þar að lúta". Þessi viðurlög eru allt að þriggja ára fangelsi. Enn fremur segir að allt að sex ára fangelsisvist eigi við „ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands.“ Til þess að þessu ákvæði yrði beitt þyrfti ásetningur að vera sérstaklega einbeittur, til dæmis ef einstaklingur myndi ítrekað neita að fylgja fyrirmælum yfirvalda eða smita heilbrigt fólk vísvitandi.

Til þess að háttsemi teljist refsinæm þarf hún að falla undir verknaðarlýsingu refsiákvæðis og saknæmi geranda verður að vera til staðar, þ.e. að sakborningur hafi tiltekna huglæga afstöðu til afbrotsins. Samkvæmt 18. gr. hegningarlaga er almennt ekki refsað fyrir gáleysi nema sérstök heimild til þess. Sakfelling á grundvelli 211. gr. hegningarlaga er af ofangreindu virtu afar ólíkleg vegna þess hve erfitt væri að sanna ásetning til þess að smita aðra manneskju, aukinheldur væri mjög langsótt að sýna ásetning til þess að draga manneskju til dauða með sjúkdómi sem leggst misjafnlega og ófyrirsjáanlega á fólk. Hið síðasta mögulega ákvæði sem hægt er að athuga hér er 215. gr. hegningarlaga þar sem fjallað er um mannsbana af gáleysi. Þetta brot varðar sömu refsingu og 2. málsgrein 175. greinar eða 6 ár. Þessi 2 ákvæði eru því þau sem hægt væri að beita ef kæra ætti einstakling fyrir að vanvirða sóttkví og verða þannig öðrum að bana.

Eftir allt saman verður að telja það afar ólíklegt að maður sem smitar aðra vegna óvarkárni af smitsjúkdómi verði sakfelldur fyrir manndráp. Þar að auki yrði sönnunarfærsla í slíku máli afar erfið þar sem vandasamt getur verið að greina hver smitar hvern. Það sem skiptir mestu máli er vitanlega að almenningur fylgi leiðbeiningum landlæknis og þar til bærra yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar enda hagsmunir allra þar að baki.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá m.a. 54/1990: Lög um innflutning dýra. (Sótt 10.03.2020). Þar er hugtakið einangrunarstöð notað um sóttvarnaraðstöðu fyrir ýmsar dýrategundir.

Heimildir:

Mynd:...