Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 751 svör fundust

Hver er uppruni orðatiltækisins „að vera fjarri góðu gamni“?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver er uppruni setningarinnar „að vera fjarri góðu gamni“? Orðasambandið þekkist frá 17. öld í lítið eitt annarri mynd: langt frá góðu gamni. Um fjarri góðu gamni eru elstu dæmi frá síðari hluta 19. aldar. Gaman merkir hér ‘ánægja, skemmtun’ og sá sem er fjarstaddur missi...

Nánar

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri. Orðið ulla er o...

Nánar

Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...

Nánar

Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?

Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...

Nánar

Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?

Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku barda...

Nánar

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...

Nánar

Hver er miðpunktur alheimsins?

Í eina tíð héldu menn einfaldlega að við mennirnir værum miðpunktur alheimsins, eða kannski öllu heldur heimkynni okkar, jörðin. Hún væri í miðju sólkerfisins og einnig í miðju kúlunnar sem menn töldu fastastjörnurnar sitja á. -- Einstaka menn efuðust um þessa heimsmynd, til dæmis hjá Forngrikkjum nokkrum öldum fy...

Nánar

Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?

Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...

Nánar

Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...

Nánar

Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?

Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...

Nánar

Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?

Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Orðið er tökuorð í íslensku úr dönsku agurk sem annaðhvort er fengið úr hollensku eða lágþýsku agurk, augurk, pólsku ogórek en þangað er orðið komið úr síðgrísku angoúrion ‘vatnsmelóna’ sem fengið er úr persnesku angõrah ‘vatnsmelóna’. Annar möguleiki er að orði...

Nánar

Fleiri niðurstöður