Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1035 svör fundust

Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?

Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...

Nánar

Hvað eru rauðir eldmaurar?

Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...

Nánar

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...

Nánar

Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?

Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...

Nánar

Er hægt að ferðast aftur í tímann?

Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...

Nánar

Hver var Maria Montessori?

Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...

Nánar

Er salt krydd?

Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...

Nánar

Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?

Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...

Nánar

Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...

Nánar

Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um ofvita?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...

Nánar

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

Nánar

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

Nánar

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

Nánar

Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?

Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...

Nánar

Fleiri niðurstöður