Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 293 svör fundust

Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?

Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...

Nánar

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

Nánar

Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um endur?

Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu ú...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um varúlfa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um varúlfa? Hver er saga mannúlfsins, hvenær fóru menn að trúa á hann og hvar trúðu menn fyrst á hann?Samkvæmt ýmis konar þjóðtrú er varúlfur maður, langoftast karlmaður, sem tekur tímabundið á sig gervi úlfs og öðlast á meðan alla eiginleika úlfsins ...

Nánar

Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?

Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...

Nánar

Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?

Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...

Nánar

Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...

Nánar

Hvað get ég gert til að vaxa hraðar?

Ýmsir þættir hafa áhrif á vöxt og þroska og þar eins og í svo mörgu öðru spila saman erfðir og umhverfisþættir. Á suma þætti er hægt að hafa einhver áhrif áður en einstaklingurinn hættir að vaxa, en eftir að vaxtarlínur beinanna lokast lengist fólk ekki meira. Sá þáttur sem mestu ræður um vaxtarhraða og hversu...

Nánar

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?

Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um lundann?

Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræ...

Nánar

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

Nánar

Fleiri niðurstöður