Ef ekki mælast mótefni en þú ert búinn að fá COVID getur þú þá smitast aftur?Stutta og einfalda svarið er eftirfarandi: „mögulega en líklegast ekki, að minnsta kosti ekki á næstu mánuðum”. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvað átt er við með endursýkingu. Talað er um endursýkingu þegar einstaklingur sýkist aftur vegna tiltekins sýkingarvalds þar sem viðunandi ónæmisvarnir hafa ekki þróast. Hér skiptir máli hvernig „tiltekinn sýkingarvaldur“ er skilgreindur. Algengasta orsök kvefs er svokölluð rhinóveira en til eru yfir 100 mismunandi afbrigði af þessari veirutegund. Að sýkjast af einu afbrigði rhinóveiru og síðan öðru er til dæmis ekki endursýking, enda ekki um sama orsakavald að ræða.

Að fá kvef af völdum einnar kvefveiru og svo aftur af völdum annarrar er ekki endursýking því orsakavaldurinn er ekki sá sami.
- Ónæmi varir ekki nógu lengi: þetta er nokkuð algengt og má sjá við ýmsar öndunarfærasýkingar (meðal annars ónæmi gegn öðrum kórónuveirum sem valda oftast vægu kvefi).
- Ónæmiskerfið missir getu til að þekkja sýkingarvaldinn: þetta verður oftast vegna breytinga á sýkingarvaldinum sjálfum, meðal annars vegna stökkbreytinga (til dæmis hjá lifrarbólgu C-veirunni) en einnig vegna breytinga á yfirborði sýkingarvaldsins án vissra stökkbreytinga (til dæmis hjá bakteríunni sem veldur lekanda).
- Ónæmissvarið virkar hreinlega ekki: þetta getur verið vegna staðsetningar sýkilsins eða hvernig sýkillinn starfar í líkamanum - gott dæmi er HIV (e. human immunodeficiency virus), bæði getur yfirborð veirunnar breyst vegna stökkbreytinga og einnig getur veiran falið sig inni í ónæmisfrumunum sjálfum og þannig komið í veg fyrir að ónæmiskerfið nái til hennar.
- Dutta, A., o.fl. (2016). Sterilizing immunity to influenza virus infection requires local antigen-specific T cell response in the lungs. Scientific reports, 6, 32973. (Sótt 15.9.2020).
- Matheus, J. o.fl. (2020, 4. ágúst). Selective and cross-reactive SARS-CoV-2 T cell epitopes in unexposed humans. Science, eabd3871. (Sótt 15.9.2020).
- Cox, R. J. & Brokstad, K.A. (2020, 24. ágúst). Not just antibodies: B cells and T cells mediate immunity to COVID-19. Nature Reviews Immunology. (Sótt 15.9.2020).
- Ledford, H. (2020). Coronavirus reinfections: three questions scientists are asking. Nature, vol 585. (Sótt 15.9.2020).
- Callaway, E. (2020). The coronavirus is mutating — does it matter? Nature, vol 585. (Sótt 15.9.2020).
- Edridge, A.W.D. o.fl. (2020, 14. september). Seasonal coronavirus protective immunity is short-lasting. Nature Medicine.
- Rosenberg, W. (1999). Mechanisms of immune escape in viral hepatitis. Gut, 44:759-764. (Sótt 15.9.2020).
- Batorsky, R. o.fl. (2014). The route of HIV escape from immune response targeting multiple sites is determined by the cost-benefit tradeoff of escape mutations. PLoS computational biology, 10(10), e1003878. (Sótt 15.9.2020).
- Churchill, M. o.fl. (2016). HIV reservoirs: what, where and how to target them. Nature Reviews Microbiology, 14, 55–60. (Sótt 15.9.2020).
- Mynd: Pikist.com. (Sótt 15.9.2020).