Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 271 svör fundust

Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?

Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...

Nánar

Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...

Nánar

Hvað er veira?

Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...

Nánar

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

Nánar

Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?

Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skr...

Nánar

Hvað er hollt mataræði?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...

Nánar

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?

Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...

Nánar

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?

Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru te...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?

Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á heildræna nálgun á hlutverk sameinda í sem eðlilegustu umhverfi innan lífvera. Núverandi rannsóknaverkefni Sigríða...

Nánar

Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?

Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...

Nánar

Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?

Margir hafa spreytt sig á því að skilgreina hugtakið líf en það er eins og skilgreiningarnar vilji gleymast jafnóðum og þær eru settar fram. Líklega er það vegna þess að þær eru yfirleitt aðeins lýsingar á helstu eiginleikum lífvera sem hvort eð er eru öllum kunnugir. Skilgreiningar er ekki þörf til að greina ...

Nánar

Hvernig lýsir Sticklerheilkenni sér?

Sticklerheilkenni er nokkuð algengur erfðagalli sem hefur áhrif á bandvefi líkamans en þeir styðja og styrkja liði okkar og líffæri og halda þeim á sínum stað. Heilkennið lýsir sér í óvenju teygjanlegum liðamótum eða ofurréttihæfni (e. hyperextensibility). Einnig fylgja tiltekin andlitseinkenni, skert heyrn og alv...

Nánar

Af hverju verður hár krullað?

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...

Nánar

Hvað er lykt?

Lyktarskynið er eitt af skynfærum okkar og annarra dýra en er í eðli sínu líkara bragðskyni heldur en sjón eða heyrn. Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur. Uppi í nefholinu eru um 50 milljónir þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður