Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 122 svör fundust

Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?

Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...

Nánar

Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?

Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...

Nánar

Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?

Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...

Nánar

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

Nánar

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...

Nánar

Hvað var spánska veikin?

Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...

Nánar

Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...

Nánar

Hvað er hatursræða?

Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...

Nánar

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...

Nánar

Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?

Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...

Nánar

Af hverju fá konur lægri laun en karlar?

Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...

Nánar

Fleiri niðurstöður