Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5954 svör fundust

Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?

Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...

Nánar

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

Nánar

Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?

Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...

Nánar

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

Nánar

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

Nánar

Hvað veldur ókyrrð í háloftum?

Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...

Nánar

Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?

Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...

Nánar

Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...

Nánar

Hvers vegna er ekki hægt að deila með núlli í stærðfræði?

Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu, allt eftir því hvaða skilning menn leggja í deilingarhugtakið. Hér verða því gefin þrjú svör við spurningunni, hvert í sínum hluta, þannig að sem flestir geti fengið svar við sitt hæfi. 1. Deiling sem skipting í jafna hópa Þegar nemendum er fyrst sagt frá dei...

Nánar

Er hægt að deyja úr svefnleysi?

Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og algjör skortur á svefni leiðir á endanum til dauða. Rétt er þó að taka fram að algjör svefnskortur hjá mönnum er næstum ómögulegur nema hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómi sem nefnist banvænt arfgengt svefnleysi. Svefn gegnir hlutverki við endurnýjun, vöxt og viðhald heil...

Nánar

Vatn er glært en samt varpar það skugga, af hverju?

Áður en við svörum spurningunni þurfum við að átta okkur á því hvað skuggi er. Hugsum okkur að við stöndum í litlu herbergi fyrir framan ljósan vegg. Nálægt hinum enda herbergisins er lampi sem lýsir á okkur og vegginn. Þegar horft er á vegginn sjást útlínur líkama okkar. Fyrir innan útlínurnar er veggurinn dekkri...

Nánar

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

Nánar

Fleiri niðurstöður