Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 129 svör fundust

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

Nánar

Hvað er réttarvenja í lögfræði?

Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...

Nánar

Hver er munurinn á efnisgrein og málsgrein?

Með orðinu efnisgrein er átt við texta milli greinaskila. Þessi texti er til dæmis tvær efnisgreinar. Textinn getur verið ein setning eða margar setningar og er venja að hefja nýja efnisgrein á nýrri línu, oftast inndreginni. Í lagamáli er þessi sami texti oftast nefndur málsgrein en í nýrri handbókum í setningaf...

Nánar

Hvað er vindur?

Lárétt hreyfing andrúmslofts er jafnan kölluð vindur. Venja er að nefna lóðrétta hreyfingu loftsins uppstreymi eða niðurstreymi, en þó er ekki ávallt skýr greinarmunur gerður á láréttri og lóðréttri hreyfingu og hugtakið vindur er stundum haft um hreyfingu lofts sem að hluta er lóðrétt. Sem dæmi um slíkt má nefna ...

Nánar

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

Nánar

Hvað er eþos?

Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans. Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars v...

Nánar

Hvað er forsetabréf?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...

Nánar

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...

Nánar

Hvers vegna þæfa sumir kettir en ekki aðrir?

Það er alþekkt að kettlingar spyrna í júgur móður sinnar þegar þeir sjúga. Þetta gera þeir til að þrýsta mjólkinni út því þeir geta ekki sogið með munninum. Sumir kettir virðast ekki vaxa upp úr þessari hegðun og þeir eiga til að þæfa – spyrna fótum í mann og stinga klónum út. Höfundur þessa svars hefur lengi d...

Nánar

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...

Nánar

Hver fann upp kók?

Það var maður að nafni Dr. John Sith Pemberton, lyfjafræðingur í Atlanta í Georgíu, Bandaríkjunum, sem framleiddi fyrst sírópið sem síðar varð þekkt sem Coca-Cola, árið 1886. Hann var að reyna að finna upp vökva sem læknaði höfuðverk og væri um leið góður á bragðið. Pemberton fór með sírópið í apótek í næsta nágre...

Nánar

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...

Nánar

Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?

Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður